Þórhallur Helgason skipaður sem aðstoðarskátahöfðingi

 

Á stjórnarfundi BÍS sem haldinn var í Lækjarbotnum þann 10. maí skipaði stjórnin sér aðstoðarskátahöfðingja úr sínum röðum. Þórhallur Helgason mun gegna embættinu og er í því hlutverki staðgengill skátahöfðingja. Hlutverk Þórhalls (eða Ladda líkt og hann er ávallt kallaður) er einnig að hafa umsjón og yfirsýn yfir lög og reglugerðir BÍS og veita verkefnastjórnun eftirfylgni.

Laddi hefur verið skáti síðan hann var 13 ára. Hann hefur farið á ófá landsmótin sem þátttakandi, foringi og starfsmaður. Hann hefur farið á alheimsmót skáta auk þess að hafa haldið hin ýmsu foringjanámskeið. Einnig var Laddi félagsforingi Seguls um árabil og því hokinn skátareynslu. Ladda er óskað velfarnaðar með vissu um að hans aðkoma verði skátahreyfingunni til heilla.