Skátar hlupu í Reykjavíkurmaraþoni
Sex vaskir skátar hlupu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka síðastliðinn laugardag og stóðu sig með prýði. Þau söfnuðu áheitum til styrktar margra góðra málefna og safnaði hópurinn samtals 180.000 krónum.
Hópurinn hljóp til styrktar UNICEF en einstaklingar í hópnum söfnuðu einnig áheitum fyrir Ljósið, Neistann, MND félagið, Slysavarnafélagið Landsbjörgu og ABC barnahjálp.
Við óskum þessum köppum innilega til hamingju með árangurinn og erum ótrúlega stolt af því að hafa svona gott fólk í okkar röðum.
Smellið hér til þess að sjá nánari upplýsingar um hlauparana og málefnin sem þau styrktu með framlagi sínu.