Úrslit í ljósmyndasamkeppni Skátanna

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Skátanna

Skátarnir efndu til ljósmyndasamkeppni á Instagram í ágúst. Viðfangsefnið var „Skátamót erlendis“. Fjölmargar flottar myndir bárust og þrjár fengu verðlaun.

Ísold Vala
Ísold Vala birti þessa flottu mynd af hópi skáta úr sveitinni Sleipni á gangi á Jamboree

Þær  Hildur Bragadóttir, Ísold Vala og Ragnheiður Silja birtu þær myndir á instagram sem ritstjórn vef- og samfélagsmiðla Skátanna tilnefndu til sigurs og fá nýjan BÍS bol að launum.

Þær vissu ekki allar af keppninni eða að þær væru að taka þátt í henni en voru þó allar hæstánægðar með verðlaunin.

Raghneiður Silja
Ragnheiður birti þessa skemmtilegu mynd af skátum í háloftaþrautabrautinni á Jamboree

Myllumerkið Skátanna er #skatarnir og við hvetjum alla til að deila skemmtilegum myndum úr skátastarfi á samfélagsmiðlum með því myllumerki og hver veit nema að þú vinnir óvart ljósmyndakeppni!

Hildur Bragad.
Hildur Bragadóttir birti þessa mynd af íslenskum IST liðum í klifri á Jamboree