Skátar hlupu í Reykjavíkurmaraþoni

Á mynd; Huldar Hlynsson

Sex vaskir skátar hlupu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka síðastliðinn laugardag og stóðu sig með prýði. Þau söfnuðu áheitum til styrktar margra góðra málefna og safnaði hópurinn samtals 180.000 krónum.

Hópurinn hljóp til styrktar UNICEF en einstaklingar í hópnum söfnuðu einnig áheitum fyrir Ljósið, Neistann, MND félagið, Slysavarnafélagið Landsbjörgu og ABC barnahjálp.

Á mynd frá vinstri; Ásdís Erla og Gréta Björg
Við óskum þessum köppum innilega til hamingju með árangurinn og erum ótrúlega stolt af því að hafa svona gott fólk í okkar röðum.
Smellið hér til þess að sjá nánari upplýsingar um hlauparana og málefnin sem þau styrktu með framlagi sínu.
Á mynd frá vinstri; Kristófer Helgi, Védís Helgadóttir og Sigurður Viktor