Umsókn í fararhóp Agora 2023
Hvað er Agora?
Agora er viðburður sem er skipulagður af rekka- og róverskátum fyrir rekka- og róverskáta. Bandalag íslenskra skáta fær 4 sæti fyrir rekka- og róverskáta á viðburðinn.
Hvar og hvenær:
Í ár verður viðburðurinn haldinn í skátamiðstöðinni Fátima í Portúgal 12.-16. april 2023.
Markmið:
Á Agora 2023 munu þátttakendur :
- Öðlast verkfæri sem aðstoða þá við að deila hugmyndum á skipulagðan hátt, geta hannað og skipulagt verkefni tengd sjálfbærni sem gætu svo verið innleidd í skátafélögum eða skátabandalagi.
- Læra um mismunandi menningu og dagskráramma hjá rekka- og róverskátum í Evrópu, á meðan þeir deila sinni reynslu með öðrum þátttakendum.
- Gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem þeir hafa, sem ungt fólk, á mismunandi þætti samfélagsins hvort sem það er í gegnum skátastarf eða samfélagið. Geta gefið dæmi úr eigin reynsluheimi.
- Taka þátt í verkefnum sem tengjast valdeflingu ungmenna.
Þema viðburðarins:
Árin 2023 og 2024 verður þema Agora tengt Erasmus+ og earth tribe project , sem er verkefni sem evrópudeild WOSM er að koma í framkvæmd með áherslu á sjálfbærni. Hægt er að lesa meira um það verkefni hér.
Hverjir geta sótt um:
Bandalag íslenskra skáta fær 4 sæti á Agora 2023. Rekka- og róverskátar skráðir í Bandalag íslenskra skáta geta sótt um að vera þátttakandi frá Íslandi með því að fylla út umsóknareyðublaðið hér að neðan. Þátttakendur þurfa að geta tjáð sig um rekka- og róverskátastarf á Íslandi og vera virkir, áhugasamir og tilbúnir í að læra nýjar og mismunandi aðferðir sem nota má í skátastarfi. Mikill kostur er að þátttakendur hafi áhuga á umhverfinu og sjálfbærni. Tungumálið sem notað er á viðburðinum er enska og er því mikilvægt að þátttakendur geti tjáð sig og skilið umræður á ensku.
Verð:
Þátttökugjaldið á Agora 2023 er 100 evrur. Þátttakendur þurfa að greiða flug og ferðakostnað sjálfir en hægt er að sækja um ferðastyrk upp að 200 evrum.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Agora. Endilega hafið samband við Alþjóðaráð