Dagskrárstjóri Úlfljótsvatns tekur við skátamiðstöðinni Larch Hill á Írlandi

Við tilkynnum það með stolti að dagskrár- og samhæfingarstjóri ÚSÚ síðustu árin, Matthew, hefur verið ráðinn sem nýr rekstrarstjóri Larch hill skátamiðstövarinnar á Írlandi og mun því hætta sem dagskrár- og samhæfingarstjóri ÚSÚ þessi mánaðrmót. Hann mun vera Úlflótsvatni innan handar að hluta frameftir sumri og erum við honum þakklát fyrir það. Matthew hefur verið mikilvægur hlekkur í teyminu okkar á Úlfljótsvatni, góður vinnufélagi og teymisstjóri og verður sárt saknað.
Við þökkum Matthew innilega fyrir vel unnin störf undanfarin ár og óskum honum alls hins besta og velfarnaðar í nýju starfi. Við erum viss um að margir íslenskir skátar muni gera sér ferð til Írlands og kynnast Larch Hill skátamiðstöðinni á næstu árum.
Forseti fagnar með Kóreuförum

Síðastliðin sunnudag var haldið lokahóf á Úlfljótsvatni, fyrir fararhópinn á Alheimsmót skáta 2023. Veðrið lék við gestina sem nýttu sér það vel og léku sér úti og snæddu pylsur að klassískum skátasið.
Guðni Th. forseti kíkti í heimsókn sem vakti mikla lukku. Hann, ásamt Hrafnhildi Ýri, fararstjóra, og Hörpu Ósk, skátahöfðingja, afhentu þátttakendum, sjálfboðaliðum og foringjum viðurkenningjaskjal vegna þátttöku sinnar á 25. Alheimsmóti skáta í Suður Kóreu, en þessi hópur sýndi af sér mikla seiglu og dug í ferðinni og stóðu sig eins og hetjur.

Einnig var Guðni Th. forseti sæmdur gullmerki skáta sem þakkir fyrir síðastliðin ár sem verndari skátahreyfingarinnar.

Það kom ekki annað til greina en að syngja nokkur lög saman og tók forsetinn vel undir með hópnum. Eftir athöfnina var opin dagskrá á svæðinu og mátti sjá skáta klifra í klifurturninum, sigla á Úlfljótsvatni, strengja boga í bogfimi, hoppa í hoppukastala og spjalla saman. Frábær dagur á Úlfljótsvatni með skemmtilegum skátum.



Sumarskátastarf fyrir dróttskáta snýr aftur!

Skátasveitin DS. Ramus mun starfa í sumar á höfuðborgarsvæðinu og er öllum dróttskátum velkomið að taka þátt. Krakkar sem ekki hafa verið í skátunum eru einnig velkomin að koma og vera með í sumar. Skátafundir munu fara fram víðsvegar um höfuðborgarsvæðið milli 17:30 og 19:30 á þriðjudögum og fimmtudögum frá og með 20. júní til 8. ágúst.
Starfið byggist að mestu á flokkastarfi og gefst skátunum færi á að skapa sín eigin sumarævintýr með öðrum jafningjum á ýmsum útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring. Þeir skátar sem ekki skrá sig með flokk munu fá aðstoð við að finna flokk og sem hentar þeim.
Fyrstu fundir munu fara fram á Klambratúni en mæting er við Kjarvalsstaði klukkan 17:30 á fyrsta fundinn þann 20. júní.
Til að taka þátt þarf að skrá sig inn á Abler og kostar 3000 kr. fyrir hvern skáta að taka þátt í allt sumar. Dróttskátar sem vegna ferðalaga eða annars komast ekki á alla fundi, eru engu að síður hvött til að taka þátt.
Mikilvægt er síðan að fylgjast vel með upplýsingum á Sportabler. Einnig þarf að láta vita fyrir hvern fund hvort skáti mætir eða ekki. Ef lágmarksmæting (4 skátar) næst ekki á fund fyrir hádegi sama dag fellur fundurinn þann daginn niður.
Skátakveðjur og hlökkum til að sjá sem flest í sumar,
Sveitarforingjar Ds. Ramus.
"fræin sem við sáum í dag hafa möguleika til að breyta heiminum"

Harpa Ósk Valgeirsdóttir, skátahöfðingi með stutta hugvekju um skátastarf. Þar rifjar hún upp minningu af sínu fyrsta landsmóti á Úlfljótsvatni, þjónustu Grænna skáta og því skemmtilega og mikilvæga starfi sem skátarnir sinna. Við mælum með að hlusta - smellið hér.
Skátar skemmtu sér í ýmsum veðrum

Um Hvítasunnuhelgina héldu Hraunbúar sitt árlega Vormót í 82. skipti. Vormót er mót fyrir fálkaskáta og eldri og fjölskyldur eru velkomnar í fjölskyldubúðir.
Eftirvæntingin var mikil og má segja að mótið hafi staðið undir væntingum þar sem skátar voru við leik og störf.
Veðrið var allskonar, all frá sól og blíðu yfir í rok, örlitla rigningu, pínulítið haglél og svo kórónað með tvöföldum regnboga, ekkert af þessu setti mótið út af laginu enda skátarnir við öllu búnir bæði með sólarvörn og pollagalla meðferðis.
Dagskrá mótsins var krefjandi og að hluta til miðuð við Rekkaskáta. Í boði voru göngur allt að 20km þar sem hægt var að vinna sér inn stiku- og/eða hæðarmerki, metnaðarfull útieldun þar sem hann Klási okkar kenndi skátunum að elda paellu yfir eldi og djúpsteikja ástarpunga, víkingarnir voru á sínum stað, kanóar og kayakar á Hvaleyrarvatni, ratleikir, hjólaferðir í sund og svo aðstoðaði hún Sigríður Júíla þátttakendur við að skreyta mótsklútana með útsaum, stimplun og fleiru.

Skátapartý, kvöldvaka og næturleikur eru fastir punktar á Vormóti og voru á sínum stað í dagskránni. Rekkaskátar fengu auk þess kvölddagskrá enda ekki annað hægt þegar um fjórðungur þátttakenda eru Rekkaskátar.

Það er fátt skemmtilegra en að vera á góðu skátamóti með góðum vinum og við vorum svo lánsöm að með okkur voru skátar frá Landnemum, Garðbúum, Fossbúum, Ægisbúum, Vífli, Mosverjum og Skjöldungum. Þau settu sinn svip á mótið með jákvæðni og gleði.
Á næsta ári verður Vormót 6.-9. júní svo ætla má að það verði ögn hlýrra þó það sé engin trygging eins og veðurglöggir skátar vita. Næsta ár markar einnig 100 ára samfellt skátastarf Hraunbúa í Hafnarfirði svo við höfum fulla ástæðu til að ætla að gleðin verði alls ráðandi á Vormóti 2025. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Texti og myndir: Harpa Hrönn Grétarsdóttir, Hraunbúi
Skátar frá Norðurlöndunum vinna saman - Norðurlandaþing 2024

Dagana 8.-12. maí tók hópur íslenskra skáta þátt í Norðurlandaþingi sem haldið var í Færeyjum að þessu sinni. Norðurlandaþing er haldið á 3 ára fresti af norrænu skátanefndinni (NSK) sem er samstarfsvettvangur skátasamtaka á Norðurlöndunum. Markmið vettvangsins er að skapa tækifæri til samstarfs, til að miðla reynslu og deila menningu á milli landanna. Hér er hægt að lesa meira um starfsemi NSK.
Allt að 180 skátar frá öllum Norðurlöndunum voru samankomin á ráðstefnunni, þar af 19 manns frá Íslandi. Íslenski hópurinn samanstóð af stjórn og starfsfólki BÍS, fulltrúum frá Alþjóðaráði og fulltrúum ungmenna.

Fyrsta daginn fengu þátttakendur að upplifa náttúruundir Færeyja með vali um ferðir um eyjarnar. Hægt var að fara í fjallgöngu í Klaksvík, gönguferð um Kirkjubø eða göngu um Gásadal og að skoða Múlafoss. Seinna um daginn var þingið sett en þemað að þessu sinni var Tími breytinga. Á opnunarathöfninni fengum við ræður frá Skátahöfðingja og forsætisráðherra Færeyja ásamt tónlistaratriðum, eitt frá ungum skátum í Þórshöfn og svo flutti færeyski tónlistarmaðurinn Marius Ziska nokkur lög.
Á ráðstefnunni var fjölbreytt dagskrá sem samanstóð að mestu af kynningum og vinnusmiðjum ásamt því að þátttakendur fengu tækifæri á því að rýna betur í sýn, stefnu og samstarfsgrundvöll NSK.



Vinnusmiðjurnar komu frá þátttökulöndunum þar sem lögð var áhersla á spennandi og gagnlegar smiðjur til að kynna hin ýmsu verkefni sem bandalögin eru að vinna að. Sem dæmi má nefna smiðju um geðheilbrigðismál í skátastarfi, hvernig hægt er að vekja vitund skáta um veruleika flóttafólks, hvernig dagskrá rekka- og róverskáta lítur út, hvernig sænskir skátar kynna tækifæri til alþjóðastarfs og svo margt margt fleira. Íslensku skátarnir stóðu fyrir þrem smiðjum, einni um sjálfbæra viðburði, aðra um öryggi í skátastarfi og sú þriðja kynnti starfsemi Grænna skáta og hvað það gefur íslensku skátahreyfingunni.


Að lokum ber sérstaklega að nefna að Færeyingar héldu smiðju sem bar heitið Skótahjálpin, þar sem þau sögðu frá góðgerðarstarfi sínu þar sem þau safna peningum fyrir góð málefni. Til að mynda gáfu þau íslenskum skátum 500 þúsund krónur fyrir sumarstarfi grindvískra barna.

Einnig sammældust Norrænu bandalögin um að veita styrk til skáta í Brasilíu sem standa í ströngu um þessar mundir að hjálpa samfélagi sínu að kljást við mikil flóð sem hafa geysað í suðurhluta landsins.
Að sjálfsögðu var svo boðið upp á kvöldvökur að skátasið í lok hvers dags!
Við þökkum frændfólki okkar í Færeyjum fyrir einstaklega vel skipulagða og gagnlega ráðstefnu og erum full tilhlökkunar að innleiða þær hugmyndir sem við fengum á ráðstefnunni í okkar starfsemi.
Búnaðartilboð fyrir Landsmót í Skátabúðinni

Vertu klár með rétta búnaðinn fyrir Landsmót Skáta í sumar, og öll þín framtíðar ævintýri!
Í skátabúðinni getur þú fundið útivistarmerkið Asivik, hannað af skátum, fyrir skáta, og er nýtt vörumerki á Íslandi og er samstarf Skátabúðarinnar og Spejdersport í Danmörku.
Til að festa kaup á vörunum, þá sendir þú okkur tölvupóst með vörunum sem þú vilt kaupa. Við söfnum í pöntun og sendum út alla fimmtudaga, og varan er tilbúin til afhendingar 5-7 virka daga eftir útsenda pöntun.
Öll velkomin í Hraunbæ til að skoða vörur!
Vörur á tilboði
Asivik Ultralight 5.0 regular

Hefðbundin, létt og þæginleg uppblásanleg dýna.
Tilvalin í allar útilegur
R-Gildi (einangrunargeta) 3.5
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 15.990.- Tilboðsverð 13.990.-
Asivik Explore Large

Mjög létt og fyrirferðalítil uppblásanleg dýna. Einangrar vel. Dýna fyrir lengra komin.
R-Gildi (einangrunargeta) 5.0
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 28.990.- Tilboðsverð 24.990.-
Asivik Explorer 3S (-2.7) svefnpoki

Léttur, mjúkur og þæginlegur svefnpoki sem hentar vel bæði í tjald og skálaferðir.
Kemur í 3 lengdum.
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 24.990.- Tilboðsverð 19.990.-
Asivik Hiker bakpoki

Flottur og stillanlegur 60L bakpoki sem hentar vel fólki frá 150cm hæð til 185cm.
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 17.990.- Tilboðsverð 15.990.-
Asivik Travel duffel (70L)

Flottur og vatnsheldur duffel sem hægt er að hengja á öxl og bera á baki. Slitsterkt efni og rennilás.
Fáanlegur í bláum og svörtum lit
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 16.990.- Tilboðsverð 14.990.-
Asivik Wilderness 3ja persónu tjald

Rúmgott og létt tjald. Fer lítið fyrir og auðvelt að tjalda.
Vatnsþéttni: 2.000mm á himni og 3.000mm á botni
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 37.990.- Tilboðsverð 31.990.-
Asivik Wilderness 3ja persónu tjald

Flott og rúmgott tjald. Gott rými í fortjaldi fyrir töskur og búnað. Hægt að kaupa footprint með.
Vatnsþéttni: 2.000mm á himni og 3.000mm á botni.
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 51.990.- Tilboðsverð 44.990.-
Asivik Explorer 3 - 3ja persónu tjald

Frábært, fislétt og rúmgott tjald . Opnanlegir gluggar í báðum endum til að auðvelda loftflæði.
Vatnsþéttni: 2.000mm á himni og 3.000mm á botni
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 94.990.- Tilboðsverð 79.990.-
Asivik Wool Crewneck, Junior ullarnærföt

Frábært, hágæða ullarnærföt úr 100% Merino ull. Einn mikilvægasti búnaður í alla útiveru. Ull er gull!
Barnastærðir: 115, 128, 140, 152, 164
Ítarupplýsingar Barnabolir / Barnabuxur af heimasíðu Spejdersport
Barnastærðir bolir - Fullt verð 7.495.- Tilboðsverð 5.990.-
Barnastærðir buxur - Fullt verð 7.495.- Tilboðsverð 5.990.-
Asivik Explorer Merinould Crew neck, Fulllorðins



Frábært, hágæða ullarnærföt úr 100% Merino ull. Einn mikilvægasti búnaður í alla útiveru. Ull er gull!
Karlasnið: S, M, L, XL, XXL
Kvennasnið: S, M, L, XL, XXL
Ítarupplýsingar Karlabolir / Karlabuxur / Kvennabolir / Kvennabuxur af heimasíðu Spejdersport
Fullorðinsstærðir bolir - Fullt verð 14.495.- Tilboðsverð 11.990.-
Fullorðinssstærðir buxur - Fullt verð 14.495.- Tilboðsverð 11.990.-

