Inngilding og sjálfbærni í brennidepli á Skátaþingi

Um 150 skátar tóku þátt eða stóðu að Skátaþingi sem haldið var á Sólheimum og Úlfljótsvatni helgina 5.-7. apríl. Skátaþing er árleg samkoma þar sem skátahreyfingin kemur saman, heldur aðalfund sinn og rýnir í stöðu skáta á Íslandi. Þingið er einnig ákveðin uppskeruhátíð fyrir fastaráðin enda er það oft vettvangur kynninga á nýjum leiðum í skátastarfi.

Gaman er að fylgjast með þróun í þátttöku ungmenna á Skátaþingi en í ár var slegið met í virkri þátttöku þeirra, en fyrra met var sett á Skátaþingi í fyrra. Í ár voru 36 af 55 fulltrúum þingsins með atkvæðisrét á aldrinum 13-25 ára og því rúmlega 65% atkvæða í höndum ungmenna. Við fögnum því og erum stolt af því að vera ungmennahreyfing sem stýrt er af ungu fólki með stuðningi fullorðinna.

Inngilding og sjálfbærni voru í brennidepli á Skátaþingi að þessu sinni og var því tilvalið að halda þingið á Sólheimum. Starfsemi Sólheima og skátastarf byggja einmitt bæði á hugsjónastarfsemi og miða að því að bæta þann heim sem við búum í. Þema þingsins að þessu sinni var Leiðtogar í 100 ár í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Bandalag íslenskra skáta var stofnað.

Í upphafi voru flutt ávörp frá gestum þingsins en Ása Valdísar Árnadóttur Oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps flutti opnunarávarp þingsins. Þar fjallaði hún um sveitarfélagið og sagði frá reynslu sinni af því að hitta þátttakendur á Gilwell leiðtogaþjálfuninni þegar þau komu í heimsókn á bæinn sem hún ólst upp á. Ólafur Hauksson og Valgeir F. Backman fluttu ávarp fyrir hönd skátafélagsins Sólheima þar sem þeir buðu skátana velkomna og minntust á að almennt svifi skátaandinn yfir Sólheimum og íbúum þar. Að lokum fór Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Grænna skáta,  yfir starfsemi þeirra og hvernig hún styður við skátastarf í landinu ásamt því að gefa þátttakendum þingsins gjöf frá fyrirtækinu. 

Einnig voru kynningar á þinginu en þar byrjaði Huldar Hlynsson, meðstjórnandi í stjórn BÍS, á því að fara yfir stöðuna í Stefnu BÍS og hvernig hægt sé að vinna að því að markmiðum hennar sé náð fyrir lok árs 2025. Helga Þórey Júlíudóttir, sveitaforingi og skátaforingi skátastarfs í Guluhlíð, og Margrét Rannveig Halldórsdóttir, forstöðukona Guluhlíðar sögðu frá Skátastarfi fyrir öll í Guluhlíð en síðastliðið ár hefur verið unnið að því að auka tækifæri fyrir öll börn að stunda skátastarf, óháð færni og getu. Loks kom Rebecca Craske, sérfræðingur bresku skátahreyfingarinnar í sjálfbærni málefnum og talaði um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í samfélaginu okkar í dag og þau tækifæri sem standa okkur til boða til að gera lifnaðarhætti okkar sjálfbærari.

Á Skátaþingi tíðkast að veita öflugum skátum þakkir fyrir vel unnin störf. Að þessu sinni ber helst að nefna að fararstjórn, sveitarforingjar og sjálfboðaliðar sem fóru á Alheimsmót skáta fengu öll heiðursmerki fyrir að hafa staðið sig vel í erfiðum aðstæðum í Suður-Kóreu.

Eftir að hefðbundnum aðalfundastörfum lauk var boðið upp á smiðjur þar sem þátttakendur gátu kynnt sér betur starfsemi Sólheima, sjálfbærni næstu 100 árin, könnuðamerki BÍS, leiðir til að minnka skjánotkun, leiðtogaþjálfunarleik og hvernig við aukum alþjóðastarf í skátunum.

Á sunnudag var haldið á Úlfljótsvatn þar sem boðið var upp á dagskrá til að undirbúa Landsmót skáta sem haldið verður í sumar. Þar voru lögð drög að mótsbókinni, rekka- og róverdagskráin var skoðuð og opið var í Skátasafnið. Loks var svo boðið upp á karnival þar sem félögin sýndu frá því sem hefur gefist vel í þeirra tjaldbúðum á Landsmótum.

Við þökkum öllum þátttakendum fyrir skemmtilega og gagnlega helgi á Skátaþingi og hlökkum til þess næsta!


Kusafiri - Afríku

Kusafiri er ein af alþjóðlegu skátamiðstöðvum WAGGGS. Kusafiri þýðir á Swahili, "að ferðast". Dagurinn sem haldið er upp á sem stofndag Kusafiri er 15. júlí 2011, en hér má lesa nánar um stofnun Kusafiri.

Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði í Kusafiri getur þú haft samband við þau hér!


Sangam - Indlandi

Sangam er ein af 5 alþjóðlegu skátamiðstöðvum WAGGGS. Sangam þýðir "að koma saman". Hægt er að skipuleggja ferðir til Sangam og fá þar gistingu og mat, synda í sundlauginn eða slaka á í heita pottinum, skreppa svo út og skoða nærumhverfið. Hér er hægt að fræðast meira um Sangam. 

Sangam er ávallt til í að fá fólk til liðs við sig, hvort sem um ræðir starfsfólk eða sjálfboðaliða í styttri og lengri tíma.


Vässarö - Svíþjóð

Vässarö er skógi vaxin eyja í Svíþjóð með nokkrum gömlum húsum sem í dag eru notuð sem skrifstofur og skátamiðstöð yfir sumartímann. Ekki er hægt að komast til eyjunnar frá október til lok apríl vegna veðurs og annara utanaðkomandi aðstæðna. En hér má lesa nánar um sögu Vässarö. 

Vässarö er í eigu nokkurra skátafélaga í Svíþjóð sem tilheyra öll undir Stockholm scout district of Sweeden en þar starfa 6 starfsmenn sem færa bækistöðvar sínar yfir til Vässarö á sumrin. Auk starfsfólks eru sjálfboðaliðar sem skipuleggja dagskrá og sjá um viðhald á eyjunni. Sjálfboðaliðar á Vässarö kallast "Funk", og þú getur orðið einn af þeim!

Ef þú ert 18 ára eða eldri og hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði á Vässarö getur þú skoðað þessa síðu fyrir nánari upplýsingar.


Houens Odde Spejdercenter - Danmörku

Houens Odde er stærsta skátamiðstöð í Norður-Evrópu, staðsett í Danmörku. Houens Odde er skagi staðsettur í hjarta Danmerkur, umkringdur vatni. Á skaganum eru 15 tjaldsvæði, sum inni í skógi en önnur á opnum svæðum.

Hægt er að skipuleggja sína eigin ferð með skátasveitinni sinni, og skipuleggja dagskrá innan- og utandyra. En einnig er hægt að taka þátt í skipulagðri dagskrá miðstöðvarinnar.

Danskir sjálfboðaliðar kallast "Houmen" og sjá um að skipuleggja dagskrá og fleira fyrir skáta og skátaforingja bæði frá Danmörku og allstaðar að úr heiminum.

Hægt er að gerast sjálfboðaliði frá 2 - 12 mánuðum í senn ef þú ert á aldrinum 18 - 30 ára. Einnig er hægt að gerast sjálfboðaliði í styttri tíma yfir sumarið. Til að fá nánari upplýsingar er hægt að skoða þessa síðu hér.


Privacy Preference Center