Breytingar á Úlfljótsvatni

Pani, rekstrarstjóri Úlfljótsvatns hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri (Director) í alþjóðlegu skátamiðstöðinni í Kandersteg og hefur störf þar í lok apríl. Stjórn BÍS og skátamiðstöð fagna með Pani fyrir að verða 12.framkvæmdastjóri KISC.

Til að brúa bilið fram að ráðningu í hans stöðu á Úlfljótsvatni verða tímabundnar breytingar hjá stjórnendum BÍS og ÚSÚ. Ragnar, framkvæmdastjóri BÍS mun færa sig yfir á Úlfljótsvatn til þess að taka við verkefnum fráfarandi rekstrarstjóra næstu 4 mánuði, eða þar til nýr rekstrarstjóri verður ráðinn. Harpa Ósk, skátahöfðingi mun stíga inn til BÍS sem staðgengill framkvæmdastjóra og taka við verkefnum frá Ragnari á meðan þessu stendur. Megin áhersla Ragnars á Úlfljótsvatni verður að kortleggja starfsemina og setja af stað mikilvæg viðhaldsverkefni ásamt því að læra á rekstur staðarins.


Ný stjórn SSR

Fimmtudaginn 21. mars var aðalfundur SSR haldinn í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123.
Á aðalfundi var kosið í nýja stjórn.

Nýja stjórn skipa:

  • Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Formaður
  • Óskar Eiríksson, Varaformaður
  • Arthur Pétursson, Gjaldkeri
  • Elínrós Birta Jónsdóttir, Meðstjórnandi
  • Kristín Áskelsdóttir, Ritari.

Að auki þökkum við fráfarandi stjórnarmönnum fyrir samstarfið:

  • Eva María Sigurbjörnsdóttir
  • Egle Sipaviciute
  • Haukur Friðriksson

Kaflaskil á ÚSÚ, Pani heldur á vit nýrra ævintýra

Það er með miklu stolti sem við tilkynnum að rekstrarstjóri ÚSÚ síðustu árin, Pani, hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri KISC, alþjóðamiðstöðvar skáta í Kandersteg.
Um leið og Pani heldur á vit nýrra og spennandi ævintýra er ljóst að hann skilur eftir sig stórt skarð á Úlfljótsvatni þar sem hann lætur af störfum í lok apríl. Hann mun þó áfram vera til taks út næsta sumar.  Þegar er hafin vinna við skipulagningu næstu mánaða á Úlfljótsvatni.  

Við þökkum Pani kærlega fyrir vel unnin störf undanfarin ár og við óskum honum alls hins besta og velfarnaðar í nýju starfi.


Opnunartími um páska

Opnunartími Skátamiðstöðvarinnar um páska og í kringum Skátaþing verður eftirfarandi:

Mánudagur25. marsOPIÐ
Þriðjudagur26. marsOPIÐ
Miðvikudagur27. marsOPIÐ
Fimmtudagur28. marsLOKAÐ
Föstudagur29. marsLOKAÐ
Mánudagur1. apríl LOKAÐ
Þriðjudagur2. apríl OPIÐ
Miðvikudagur3. apríl OPIÐ
Fimmtudagur4. apríl LOKAÐ
Föstudagur5. apríl LOKAÐ
Mánudagur8. apríl LOKAÐ

Einnig mun Skátabúðin loka í Hraunbæ og flytja yfir á Sólheima á meðan á Skátaþingi stendur 4-7. apríl

Gleðilega páska!


Privacy Preference Center