Breytingar á Úlfljótsvatni

Pani, rekstrarstjóri Úlfljótsvatns hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri (Director) í alþjóðlegu skátamiðstöðinni í Kandersteg og hefur störf þar í lok apríl. Stjórn BÍS og skátamiðstöð fagna með Pani fyrir að verða 12.framkvæmdastjóri KISC.
Til að brúa bilið fram að ráðningu í hans stöðu á Úlfljótsvatni verða tímabundnar breytingar hjá stjórnendum BÍS og ÚSÚ. Ragnar, framkvæmdastjóri BÍS mun færa sig yfir á Úlfljótsvatn til þess að taka við verkefnum fráfarandi rekstrarstjóra næstu 4 mánuði, eða þar til nýr rekstrarstjóri verður ráðinn. Harpa Ósk, skátahöfðingi mun stíga inn til BÍS sem staðgengill framkvæmdastjóra og taka við verkefnum frá Ragnari á meðan þessu stendur. Megin áhersla Ragnars á Úlfljótsvatni verður að kortleggja starfsemina og setja af stað mikilvæg viðhaldsverkefni ásamt því að læra á rekstur staðarins.
Ný stjórn SSR

Fimmtudaginn 21. mars var aðalfundur SSR haldinn í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123.
Á aðalfundi var kosið í nýja stjórn.
Nýja stjórn skipa:
- Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Formaður
- Óskar Eiríksson, Varaformaður
- Arthur Pétursson, Gjaldkeri
- Elínrós Birta Jónsdóttir, Meðstjórnandi
- Kristín Áskelsdóttir, Ritari.
Að auki þökkum við fráfarandi stjórnarmönnum fyrir samstarfið:
- Eva María Sigurbjörnsdóttir
- Egle Sipaviciute
- Haukur Friðriksson
Kaflaskil á ÚSÚ, Pani heldur á vit nýrra ævintýra

Það er með miklu stolti sem við tilkynnum að rekstrarstjóri ÚSÚ síðustu árin, Pani, hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri KISC, alþjóðamiðstöðvar skáta í Kandersteg.
Um leið og Pani heldur á vit nýrra og spennandi ævintýra er ljóst að hann skilur eftir sig stórt skarð á Úlfljótsvatni þar sem hann lætur af störfum í lok apríl. Hann mun þó áfram vera til taks út næsta sumar. Þegar er hafin vinna við skipulagningu næstu mánaða á Úlfljótsvatni.
Við þökkum Pani kærlega fyrir vel unnin störf undanfarin ár og við óskum honum alls hins besta og velfarnaðar í nýju starfi.
Opnunartími um páska

Opnunartími Skátamiðstöðvarinnar um páska og í kringum Skátaþing verður eftirfarandi:
| Mánudagur | 25. mars | OPIÐ |
| Þriðjudagur | 26. mars | OPIÐ |
| Miðvikudagur | 27. mars | OPIÐ |
| Fimmtudagur | 28. mars | LOKAÐ |
| Föstudagur | 29. mars | LOKAÐ |
| Mánudagur | 1. apríl | LOKAÐ |
| Þriðjudagur | 2. apríl | OPIÐ |
| Miðvikudagur | 3. apríl | OPIÐ |
| Fimmtudagur | 4. apríl | LOKAÐ |
| Föstudagur | 5. apríl | LOKAÐ |
| Mánudagur | 8. apríl | LOKAÐ |
Einnig mun Skátabúðin loka í Hraunbæ og flytja yfir á Sólheima á meðan á Skátaþingi stendur 4-7. apríl
Gleðilega páska!






