Skátar á skátamóti í vetrarhríð

Vetrarmót Reykjavíkurskáta var haldið í áttunda sinn um helgina í útivistarparadísinni á Úlfljótsvatni. 140 skátar sóttu mótið að þessu sinni.
Markmið með mótinu var fyrst og fremst að kenna ungum skátum á að takast á við fjölbreyttar áskoranir að vetrarlagi og að efla samstarf milli skátafélaganna í Reykjavík. Þau verkefni sem skátarnir þurftu að takast á við um helgina voru sig og klifur í 8 metra háum turni, elda mat á prímus, búa til kyndil og að auki hefðbundin skátadagskrá eins og póstaleikir, gönguferðir kvöldvaka og risa næturleikur.
Tjöld sett upp í milli stórhríða
Eitt mest krefjandi verkefni Vetrarmótsins var að setja upp tjaldbúðir fyrir elstu skátanna. Um það bil 20 skátar gistu í tjöldum í tvær nætur. Veðrið var bæði mjög slæmt og en einnig komu kaflar þar sem var heiðskírt og logn. Skátarnir skemmtu sér konunglega þótt veðrið hafi barið hressilega á þeim en það verður eflaust það sem mun standa upp úr þegar litið er til baka að hafa tekist á við svona krefjandi aðstæður.
Rosaleg útivera og mikilvæg næring
Um helgina voru krakkarnir um það bil 15 tíma úti í snjónum í leik og starfi sem er vel rúmlega það sem börn eru vön nú til dags í og eiga skátarnir mikið hrós skilið að hafa tekist á verkefnin með bros á vör. Það skiptir miklu máli að vera vel nærður og við erum mjög heppinn að eiga góða að til þess að elda góðar og næringarríkar máltíðir á mótinu. Þá gefst tækifæri til þess að fylla á orkubirgðir og fá smá yl í kroppinn til þess að halda áfram útiverunni.

Egle verður næsti alþjóðafulltrúi WAGGGS

Stjórn BÍS hefur skipað Egle Sipaviciute sem næsta alþjóðafulltrúa fyrir WAGGGS. Egle verður tengiliður BÍS við alþjóðasamtök kvenskátahreyfingarinnar og á norrænum samstarfsvettvangi skáta ásamt því að vinna náið með alþjóðaráði BÍS. Egle tekur formlega við hlutverkinu frá Sunnu Líf á Skátaþingi en þangað til fylgist Egle með störfum Sunnu til að fá innsýn í þau verkefni sem alþjóðafulltrúi sinnir. Stjórn BÍS óskar Egle innilega til hamingju með stöðuna og hlakkar til að starfa með henni í nýju hlutverki.
EN:
The board of Bandalag Íslenskra Skáta has appointed Egle Sipaviciute as the next International Commissioner for WAGGGS. Egle will represent BÍS within the World Association of Girl Guides and Girl Scout abroad and within the Nordisk Speiderkomité as well as working with BÍS's council on international scouting. Egle will take over the role from Sunna Líf at the next annual meeting but will be in training with Sunna until then. The board of BÍS would like to congratulate Egle on her new position and looks forward to working with her.
Neistinn kveiktur fyrir 2024

Síðastliðna helgi komu hátt í 80 manns saman á Neista sem haldinn er árlega í upphafi janúar á Úlfljótsvatni. Þátttakendur voru skátar, 16 ára og eldri, sem lærðu nýja færni, kynntust öðrum skátum og byrjuðu skátaárið á skemmtilegan hátt.
Neisti er færninámskeið þar sem boðið er upp á margvíslegar smiðjur og fá þátttakendur að velja sína eigin dagskrá.
Þema Neista að þessu sinni var Landsmóts þar sem styttist í Landsmót skáta í sumar. Þemað var nýtt í flokkaskiptingu þar sem flokkar helgarinnar voru félög á leið á landsmót en einnig hafði þemað áhrif á dagskrá helgarinnar.

Á föstudegi var setningarathöfn þar sem skipt var í flokka og héldu þau svo af stað í póstaleik. Í póstaleiknum gafst flokkunum tækifæri á því að kynnast betur, þau bjuggu til verndargrip fyrir félagið sitt og tókust á við ýmis verkefni, meðal annars að búa til fallhlíf fyrir egg svo það gæti fallið úr klifurturninum og lent í heilu lagi.
Smiðjurnar voru svo keyrðar á laugardegi og fyrir hádegi á sunnudag en boðið var alls upp á 18 smiðjur yfir helgina. Smiðjurnar voru fjölbreyttar en m.a. var í boði smiðjur um öryggi í skátastarfi, snjallgöngur, landsmóts tjaldbúðina, leikjastjórnun og valdeflingu fálkaskáta.
Að sjálfsögðu voru Eldleikarnir á sínum stað á laugardagskvöldi ásamt kvöldvöku sem nýjir kvöldvökustjórar stýrðu eftir að hafa verið þátttakendur á smiðju um slagverk og kvöldvökur.

Eftir hádegi á sunnudegi kom mótsstjórn Landsmóts skáta 2024 og sá um póstaleik sem gaf þátttakendum innsýn í það við hverju má búast í sumar.
Sérstakar þakkir fá allir þeir sjálfboðaliðar sem komu að helginni og gerðu þennan viðburð að veruleika.
Við hlökkum til að sjá ykkur á Landsmóti í sumar!
Eflum óformlegt nám - menntaráðstefna skáta í París

Bandalag íslenskra skáta sendi 5 fulltrúa á vel heppnaða menntaráðstefnu skáta í París á dögunum. Á ráðstefnunni var áherslan lögð á að styðja og efla menntunargildi skátastarfs um allan heim. Yfir 500 skátar mættu á ráðstefnuna ásamt fulltrúum fjölda stofnana og samtaka.

Fulltrúar okkar dreifðu sér á ýmsar málstofur þar sem fjölbreytt málefni voru til umræðu. Sem dæmi má nefna:
- Hvernig á að stýra sjálfboðaliðastarfi og fá fleiri að borðinu?
- Mikilvægi þess að fá pásu frá símanum
- Hvaða leiðir getur skátastarf farið í átt að heimsfrið?
- Hvernig stuðlum við að vitundarvakningu innan skátanna í umhverfis- og loftslagsmálum?
- Hvert stefnum við sem alþjóðahreyfing?
Að auki sóttu fulltrúarnir mjög áhugaverða fræðslu um rafræn skátamerki, en nú stendur yfir þróun á rafrænu alþjóðlegu kerfi þar sem skátar geta hlaðið upp og fengið fleiri merki fyrir hæfni sína og unnin verkefni.
Vegvísir fyrir menntun í skátastarfi
Við lok ráðstefnunnar voru málefni hennar og umræður tekin saman og útbúinn vegvísir fyrir skátastarf. Vegvísirinn inniheldur 10 leiðir til að efla innihaldsríkara og aðgengilegra skátastarf. Vegvísinn má finna hér.
Sá lærdómur sem þátttakendur okkar taka með sér heim verður nýttur vel til þess að efla innra starfið.

Þórhildur fer í annað verkefni

Þórhildur fer í annað verkefni,
Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir hefur síðastliðna mánuði sinnt verkefnastýringu á verkefni Inngildingar fyrir öll börn. Þórhildur fer nú að sinna öðrum verkefnum og eftir kraftmikið og gott samstarf í Skátamiðstöðinni.
Við óskum Þórhildi velfarnaðar í starfi og þökkum henni fyrir mikilvægt framlag til verkefnis Inngildingar í skátastarfi.
Grænir skátar leita að framkvæmdastjóra

Grænir skátar leita að framkvæmdastjóra í fullt starf. Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst bæði forystuhæfileika en auk þess vilja og hæfni til að sinna ýmsum verkefnum í daglegum rekstri. Fyrirtækið leggur áherslu á arðsaman rekstur og samfélagslega ábyrgð. Fyrirtækið stuðlar að sjálfbærni og náttúruvernd með starfsemi sinni og veitir einstaklingum með skerta starfsgetu atvinnutækifæri.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Stýra daglegum rekstri fyrirtækisins og gæta jafnvægis milli fjárhagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta starfseminnar
- Forysta og framkvæmd á nýlegri stefnumótun félagsins
- Umsjón og ábyrgð með fjármálastjórn, þ.m.t. áætlanagerð, mælingum og eftirfylgni
- Ábyrgð á að byggja upp og leiða fjölbreyttan hóp starfsmanna til árangurs
- Innkaup á stærri rekstrarvörum
- Ábyrgð á samskiptum við helstu samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila
- Markaðs- og sölumál
Menntun og hæfnikröfur:
- Farsæl reynsla af rekstri
- Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar til að leiða einstakt fyrirtæki til árangurs
- Hæfni til að styðja öflugan hóp starfsmanna til ábyrgðar og nýta mismunandi hæfileika allra starfsmanna óháð starfsgetu
- Viðleitni til að sinna ýmsum úrlausnarefnum í daglegum rekstri
- Háskólamenntun eða önnur menntun sem að nýtist í starfi
Um Græna skáta:
Grænir skátar er endurvinnslufyrirtæki í eigu Skátahreyfingarinnar á Íslandi. Helstu verkefni þess er söfnun skilagjaldsskyldra umbúða frá fólki og fyrirtækjum. Fyrirtækið rekur 150 söfnunargáma á stór-höfuðborgarsvæðinu, móttökustöð fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir auk söfnunar- og flokkunarstöðvar. Hjá fyrirtækinu starfa 40 starfsmenn í 20 stöðugildum. Fyrirtækið hefur langa sögu af því að bjóða fólki með skerta starfsgetu atvinnu. Allur ágóði af starfsemi félagsins fer til uppbyggingar skátastarfs á Íslandi.
Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2024.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sævar Skaptason, stjórnarformaður Grænna skáta, saevar@heyiceland.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfinu og rökstuðningur um hæfni til að geta sinnt starfinu með farsælum hætti.
Íslenskir skátar fóru til Noregs að taka þátt í Ung i Norden

Helgina 10.-12. nóvember 2023 lögðu þrír ungir skátar land undir fót og ferðuðust til Oslóar í Noregi. Þar var haldin viðburðurinn Ung i Norden sem er samstarf Bandalaga allra Norðurlandana. Þar koma saman ungir skátar frá öllum norðurlöndunum og kynnast og fræðast um ýmis viðfangsefni. Í ár var viðfangsefnið Flóttamenn og hvernig það er að vera flóttamaður.

Það var notast við margskonar aðferðir til að lærdómar og vitneskju vakningar. Margir fyrirlestrar voru haldnir þar sem farið kynnt ýmis málefni sem skipuleggjendurnir vildu leggja áherslu á. Fjallað var um hulinn átök sem eru átök sem eru ekki í umfjöllun í fjölmiðlum og því verða þau “hulin” sem og hver er skilgreiningin á flóttamanni.
Það var einnig farið í leik þar sem markmiðið var að fá þátttakendur til að reyna að setja sig í spor flóttamanna. Vissulega var leikurinn hannaður fyrir en yngri skáta en voru á þessum viðburði svo að megin markmið leiksins náði ekki alveg til skila.
Á laugardagskvöldinu var horft á mynd sem heitir Invisible Republic, hún var afar áhugaverð. Myndin fjallaði um átökin í Nagorno-Karabakh. Konan sem gerir myndina er fréttamaður frá armeníu og býr á þessu svæði sem átökin eru á og er á svæðinu á meðan þau standa yfir.

Síðan var svona pallborðsumræður þar sem komu sérfræðingar frá Noregi í þessum málefnum. Þar gátu þátttakendur spurt spurninga og var þetta mjög áhugaverður líður í dagskrá viðburðarins. Viðburðin kláraðist síðan með fallegri athöfn þar sem allir skátarnir kveiktu á kertum og sungu bræðralagssöngin á sínu eigin tungumáli. Noregsfararnir mæla með þessum viðburði fyrir alla unga skáta. Maður kynnist ekki bara nýju fólki heldur líka nýjum skátamenningum.
Höfundur: Reynir Tómas Reynisson
Áhugaskráning á MOOT 2025
Hefur þú áhuga á að fara á MOOT 2025 í Portúgal 25. júlí-3. ágúst? Ert þú fætt á bilinu 26. júlí 1999 - 25. júlí 2007? Þá hvetjum við þig til að forskráðu þig á mótið á Sportabler fyrir 25. janúar!
Við höfum opnað áhugaskráningu til að áætla stærð íslenska fararhópsins. Athugið að skráningin er ekki bindandi og ítarlegri upplýsingar um ferðina og verð verður sent út áður en formleg skráning opnar.

Staða Erindreka laus til umsóknar

Markmið með starfi erindreka er að efla starf skátafélaga í landinu og vinna að því að fjölga skátum í starfi með stuðningi við skátafélög.
Leitað er eftir að erindreki sýni frumkvæði og eigi auðvelt með að vinna með ungu fólki, geti unnið sjálfstætt, skipulagt verkefni og stýrt verkefnum jafnt sem að vinna í hópastarfi.
Erindreki vinnur náið með viðburðastjóra og öðru starfsfólki BÍS í samráði við starfsráð að því að þróa og efla innra starf skátafélaga með þeim verkfærum sem þróuð hafa verið. Erindreki er mikið í beinum samskiptum við skátafélögin og sveitastjórnir/bæjarstjórnir eftir tilvikum – í samráði við framkvæmdastjóra BÍS.
Vinnutími er sveigjanlegur og gert er ráð fyrir því að erindreki sé einnig á ferðinni í heimsóknum til skátafélaga, forsvarsmanna sveitarfélaga og stuðningsaðila skátastarfs. Starfsstöð erindreka er í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123 í Reykjavík en við hvetjum fólk á landsbyggðinni einnig að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veitir stuðning við uppbyggingu skátastarfs og fjölgun skáta í starfi
- Aðstoð við uppbyggingu á fjölskylduskátun
Stuðningur við skátastarf
- Ber ábyrgð á og styður við verkefni fyrir skátafélög í landinu sem tengjast skátaaðferðinni og dagskrármálum
- Stuðningur við nýja foringja
- Vinnur með öðrum að þróun dagskrár í skátastarfi. Fundir með dagskrárforingjum
- Aðstoðar við fræðslumál og námskeiðahald í skátastarfi
- Aðstoða og ráðgjöf við gerð á nýju dagskrárefni og dagskrárvef
- Setja inn upplýsingar á heimasíðu
- Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Góð almenn tölvukunnátta (ritvinnsla – gagnagrunnar)
- Reynsla af skipulagningu og stjórnun verkefna
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði
- Eftirfylgni með verkefnum
- Góð mannleg samskipti og með góða, jákvæða og hvetjandi framkomu
- Eiga auðvelt með að vinna með öðrum og virkja fólk
- Nauðsynlegt að hafa mikla reynslu og brennandi áhuga á skátastarfi, með þekkingu á stöðu skátastarfs á Íslandi í dag og hafa verið virk/ur í starfi undanfarin ár
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Fjölskylduvæn stefna
- Heilsustyrkur
- Hvetjandi starfsumhverfis
Umsóknir fara í gegnum Alfreð.is
Um okkur
Skátamiðstöðin þjónustar skátafélög landsins, annast útgáfumál, fræðslumál, alþjóðleg samskipti, fjáraflanir, sameiginlega viðburði og önnur þau verk sem lúta að rekstri landshreyfingar æskulýðssamtaka.
Hjá skátahreyfingunni starfar frábær hópur atvinnufólks og sjálfboðaliða að því að efla skátastarf í landinu.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.



