Egle verður næsti alþjóðafulltrúi WAGGGS

Stjórn BÍS hefur skipað Egle Sipaviciute sem næsta alþjóðafulltrúa fyrir WAGGGS. Egle verður tengiliður BÍS við alþjóðasamtök kvenskátahreyfingarinnar og á norrænum samstarfsvettvangi skáta ásamt því að vinna náið með alþjóðaráði BÍS. Egle tekur formlega við hlutverkinu frá Sunnu Líf á Skátaþingi en þangað til fylgist Egle með störfum Sunnu til að fá innsýn í þau verkefni sem alþjóðafulltrúi sinnir.  Stjórn BÍS óskar Egle innilega til hamingju með stöðuna og hlakkar til að starfa með henni í nýju hlutverki.

EN:

The board of Bandalag Íslenskra Skáta has appointed Egle Sipaviciute as the next International Commissioner for WAGGGS. Egle will represent BÍS within the World Association of Girl Guides and Girl Scout abroad and within the Nordisk Speiderkomité as well as working with BÍS’s council on international scouting. Egle will take over the role from Sunna Líf at the next annual meeting but will be in training with Sunna until then. The board of BÍS would like to congratulate Egle on her new position and looks forward to working with her.