Vífilsbúð – ný útilífsmiðstöð skáta vígð

Skátafélagið Vífill og Garðabær vígðu nýja stórglæsilega Vífilsbúð í stórglæsilegu umhverfi í Grunnuvötnum. Við óskum þeim innilega til hamingju með þessu nýju útilífs- og ævintýramiðstöð í miðri Heiðmörk.


Berglind Lilja nýr alþjóðafulltrúi WOSM

Stjórn BÍS hefur skipað Berglindi Lilju Björnsdóttur sem alþjóðafulltrúa fyrir WOSM. Berglind verður tengiliður BÍS við heimssamtök skáta og á norrænum samstarfsvettvangi skáta ásamt því mun hún vinna náið með alþjóðaráði. Stjórn BÍS óskar Berglindi hjartanlega til hamingju með stöðuna og hlakkar til að vinna með henni í nýju hlutverki. Um leið vill stjórn BÍS færa fráfarandi alþjóðafulltrú, Þóreyju Lovísu þakkir fyrir vel unnin störf, Þórey mun leiða Berglindi fyrstu skrefin og koma henni inn í hlutverkið.

 

EN:

The board of Bandalag Íslenskra Skáta has appointed Berglind Lilja Björnsdóttir as the new International Commissioner for WOSM. Berglind will represent BÍS within the World Organization of the Scout Movement abroad and within the Nordisk Speiderkomité she will also work with BÍS's council on international scouting. The board of BÍS would like to congratulate Berglind on her new position and looks forward to working with her. At the same time, the board of BÍS would like to thank Þórey Lovísa, the outgoing International Commissioner, for a job well done. Þórey will guide Berglind during her first steps and bring her into the role.


Þórhallur Helgason skipaður sem aðstoðarskátahöfðingi

 

Á stjórnarfundi BÍS sem haldinn var í Lækjarbotnum þann 10. maí skipaði stjórnin sér aðstoðarskátahöfðingja úr sínum röðum. Þórhallur Helgason mun gegna embættinu og er í því hlutverki staðgengill skátahöfðingja. Hlutverk Þórhalls (eða Ladda líkt og hann er ávallt kallaður) er einnig að hafa umsjón og yfirsýn yfir lög og reglugerðir BÍS og veita verkefnastjórnun eftirfylgni.

Laddi hefur verið skáti síðan hann var 13 ára. Hann hefur farið á ófá landsmótin sem þátttakandi, foringi og starfsmaður. Hann hefur farið á alheimsmót skáta auk þess að hafa haldið hin ýmsu foringjanámskeið. Einnig var Laddi félagsforingi Seguls um árabil og því hokinn skátareynslu. Ladda er óskað velfarnaðar með vissu um að hans aðkoma verði skátahreyfingunni til heilla.

 


Halldóra Inga nýr fjármálastjóri BÍS og dótturfélaga

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Halldóra Inga Ingileifsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem fjármálastjóri hjá Bandalagi íslenskra skáta. Halldóra er viðskiptafræðingur og býr yfir víðtækri reynslu á sviði reksturs og fjármála, einnig hefur hún reynslu af stjórnarsetum í frjálsum félagasamtökum. Halldóra mun vinna náið með framkvæmdastjórum BÍS og dótturfyrirtækjum: Grænum skátum, Skátabúðinni, Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og Skátamótum.  Sem fjármálastjóri ber Halldóra ábyrgð á daglegri fjármálastjórn og bókhaldi ásamt fjárreiðum BÍS og dótturfyrirtækjum þess.

Halldóra Inga hóf störf 1. maí og við hlökkum til samvinnunnar!


Privacy Preference Center