Dróttskátadagurinn á Selfossi

Síðasta laugardag fór fram dróttskátadagur á Selfossi. Þetta er í fyrsta skipti sem dróttskátadagurinn er haldinn og allt gekk mjög vel.

Rúmlega 40 dróttskátar komu og tóku þátt í dagskránni, sem var krefjandi póstaleikur á víð og dreif um Selfoss. Þrautirnar voru ýmiskonar, til dæmis heilabrot, stærðfræðiþrautir, morse skilaboð, þrautabrautir, blindandi tjöldun og margt fleira.

Dróttskátarnir skemmtu sér konunglega og LJÓNIN unnu bikarinn!

Margir dróttskátar gistu á Selfossi og eyddu tíma með nýjum vinum, einnig var frítt í sund fyrir skáta yfir helgina og lang flestir nýttu sér það sem viðauki við dagskránna.


Vetraráskorun Crean

Vaskir dróttskátar luku vetraráskorun Crean um helgina!

Skátarnir stóðu sig frábærlega í þessari áskorun og allt gekk eins og í sögu.

Fyrir ferðina var mikið lagt í undirbúning hjá þátttakendum og nú hafa þau hlotið þjálfun í meðal annars skyndihjálp á fjöllum, vetrarferðamennsku, rötun og kortalestri, GPS, næringarfræði ferðamannsins, skálahegðun og ferðareglum í hópferðum, veðurfræði á fjöllum og ýmsu öðru.

Þessi áskorun er samstarfsverkefni við skátana í Írlandi og kom stór hópur af írskum skátum og tóku þátt með dróttskátunum okkar.

Þau eiga öll hrós skilið og eru þvílíkir dugnaðarforkar!


Vinnuhópur - 'In the shoes of the migrant'

Auglýst er eftir sjálfboðaliðum í vinnuhóp sem mun þýða og staðfæra borðspilið 'In the shoes of the migrant'  sem WOSM og WAGGS í Evrópu þróuðu. Tilgangur spilsins er að veita ungmennum óformlegan og lifandi vettvang til að fræðast um og ímynda sér aðstæður flóttafólks og fólks á farandsfæti.
Frekari upplýsingar eru hér fyrir neðan en áhugasamir skulu hafa samband við sigurgeir@skatar.is

Hvað kröfur þarf ég að uppfylla til að vera með?:
Við óskum eftir fólki sem er
- 16 ára og eldri
- Fært í ensku
- Ástríðufullt
- Áhugasamt um að fræðast betur um þessi málefni á Íslandi
- Hefur þegar reynslu af þessum málefnum á Íslandi

Gagnaöflun:
Í spilinu eru margar spurningar og efni unnið út frá tölfræði, reglugerðum, lögum og aðstæðum Evrópusambandsríkja. Mikið af því á erindi við íslensk ungmenni en annað í spilinu er nokkuð fjarri þeirra veruleika.
Mikið af gögnum er að finna á opinberum vefsíðum stofnanna sem má nýta til að semja spurningar og fleira sem spinnist inn í spilið sem fræðir ungmenninn í leiðinni um íslenskar aðstæður flóttamanna og fólks á farandsfæti.

Þýðing:
Spilið sjálft, spurningarnar, leiðbeiningarnar og fræðslubæklingur sem fylgir spilinu er allt á ensku. Flest ungmenni kunna auðvitað góða ensku og gott er að eiga enska útgáfu líka en kapp er þó lagt á að sem mest af stuðningsefni BÍS sé á íslensku.
Þess vegna þarf að þýða alla reiti og stuðningsefni með spilinu.

Aðgerðir:
Spilið er ekki eingöngu hannað til að skapa lifandi aðstæður fyrir ungmenni til að fræðast um og velta fyrir sér málefnum flóttafólks og fólks á farandsfæti heldur einnig til að hvetja þátttakendur til þess að grípa til aðgerða í sínu nærumhverfi. Þess vegna fylgir 'Get Active' bæklingur spilinu en hann er órjúfanlegur hluti spilsins. Þar er sagt frá flottum verkefnum annarra landssamtaka skáta í Evrópu en við viljum einnig segja frá sjálfboðaliða reknum verkefnum hérlendis, t.a.m. þeim sem Rauði krossinn stendur fyrir.
Kostur væri ef vinnuhópurinn myndi einnig kynna sér önnur sjálfboðaliðasamtök sem vinna að málaflokknum og þeirra verkefnum til að segja frá þeim.

Innleiðing:
Þegar spilið er tilbúið þarf að fræða sjálfboðaliða innan hreyfingarinnar og jafnvel víðar um það og notkun þess. Mikilvægt er að spilið sé kynnt vel því tilgangur þess er göfugur og mikilvægt er að rétt sé farið að með ungmennunum okkar.

Tímalína:
Vinnuhópurinn mun hittast stöku sinnum í vor og fram að sumri, fara yfir stöðu verkefnisins og skipta þeim verkefnum sem eftir eru á milli sín. Áætluð skil vinnunnar eru í byrjun sumars. Áhugasamir hafi samband við sigurgeir@skatar.is

No photo description available.


Ungmennaþing 2019

Ungmennaþing fór fram í Borgarnesi um helgina. Mætingin í ár sló öll met og voru hvorki meira né minna en 50 þátttakendur!

Þátttakendur voru ánægðir með dagskrá helgarinnar og andinn í hópnum var frábær! Ýmis mikilvæg málefni voru rædd á þinginu, meðal annars aðgengi ungs fólk að ákvarðanatökum innan BÍS, kosningaaldur, foringjaþjálfun og umhverfismál hjá skátahreyfingunni á Íslandi. Kosið var um þau mál sem Ungmennaþing myndi leggja fram á Skátaþingi og það verður spennandi að sjá hvað þau ná langt!

Ungmennaþing sannaði sig enn og aftur sem frábær vetvangur fyrir ungt fólk í hreyfingunni til þess að hafa áhrif og ræða sín málefni og þeirra starf.

Ungmennaþing var í annað skipti heil helgi þar sem dagskráin var blanda af almennum þingstörfum, hópefli og eflingu rekka- og róverskátastarfs. Settur var saman hópur af rekka- og róverskátum sem ætla að hrinda í framkvæmd nokkrum dagskrárhugmyndum fyrir rekka- og róverskáta.

Rekka- og róverskátar skemmtu sér konunglega í hinum ýmsu leikjum og verkefnum um helgina, og ekki má gleyma að nefna árshátíðina sem fór fram á laugardagskvöldinu! Nú hefur skapast hefð fyrir því að halda árshátíð rekka- og róverskáta samhliða Ungmennaþingi, og hún hefur slegið rækilega í gegn.


Dróttskátar til dáða

Vetraráskorun Crean hófst um helgina!

Íslenskir og írskir dróttskátar hittust á Úlfljótsvatni á föstudaginn og hófu þetta vetrarævintýri saman. Þau hafa gist síðustu tvær nætur úti í snjónum á Úlfljótsvatni, og á morgun leggja þau af stað í göngu yfir hellisheiðina.

Þessir skátar eru alger hörkutól og munu fara létt með þessa áskorun. Þau hafa undirbúið sig vel fyrir þessa ferð og í vikunni munu þau fá fyrsta flokks reynslu af vetrarskátun og öllu sem því fylgir að stunda útivist í ekta vetrar aðstæðum!

Áfram dróttskátar!


Dæmi um Dagskrá

Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar.

Aldur:           Drekaskátar
Týpa:            Útivera og samvinna
Tímalengd:    60 mínútur

INSTRUCTIONS

You can make your scouts familiar with the dark in different ways. Here is a suggestion and at the bottom you can find links to other good pages.

 

BE CONFIDENTIAL WITH THE PLACE IN DAYLIGHT

Take a walk in your area in daylight. Notice the paths, look at the trees, what is it for some? Is it a spruce forest, or is it a more open ground? Stay safe at the place where you want to go out in the dark.

 

FLØJTELEG

A scout hides and whistles in a flute at regular intervals. The others then have to list for the sound and find the scout with the whistle. Whoever comes first hides a new place.

LEG GEMMELEG

Let the scouts play hide-and-seek in the dark a place they know well in advance. let them possibly hide two and two at first.

 

 

COOKING ABOUT BALLS

The fire works both as a heat source and a light source and it is very cozy in the dark to make the food on the fire.

 

GO TOUR IN THE DARK AND SCREEN FANTASY

Take a walk in the area and notice the contours of the area. What do the trees look like in the dark? What other things do you notice popping up? Notice how the sensor is amplified. Sounds and smells seem stronger.

Try to move without lights or lights. You will slowly find that it becomes easier to orientate as the eyes get used to the dark.

Try to use your imagination to create a story of why you are walking in the dark.

  • Which points in the Scout Act fit the activity?
  • Which of the following development areas has the activity affected: Social, physical, intellectual, emotional, creative

  • What have you learned from the activity?
  • How has the activity challenged you?


Privacy Preference Center