Vetraráskorun Crean

Vaskir dróttskátar luku vetraráskorun Crean um helgina!

Skátarnir stóðu sig frábærlega í þessari áskorun og allt gekk eins og í sögu.

Fyrir ferðina var mikið lagt í undirbúning hjá þátttakendum og nú hafa þau hlotið þjálfun í meðal annars skyndihjálp á fjöllum, vetrarferðamennsku, rötun og kortalestri, GPS, næringarfræði ferðamannsins, skálahegðun og ferðareglum í hópferðum, veðurfræði á fjöllum og ýmsu öðru.

Þessi áskorun er samstarfsverkefni við skátana í Írlandi og kom stór hópur af írskum skátum og tóku þátt með dróttskátunum okkar.

Þau eiga öll hrós skilið og eru þvílíkir dugnaðarforkar!