Dróttskátadagurinn á Selfossi

Síðasta laugardag fór fram dróttskátadagur á Selfossi. Þetta er í fyrsta skipti sem dróttskátadagurinn er haldinn og allt gekk mjög vel.

Rúmlega 40 dróttskátar komu og tóku þátt í dagskránni, sem var krefjandi póstaleikur á víð og dreif um Selfoss. Þrautirnar voru ýmiskonar, til dæmis heilabrot, stærðfræðiþrautir, morse skilaboð, þrautabrautir, blindandi tjöldun og margt fleira.

Dróttskátarnir skemmtu sér konunglega og LJÓNIN unnu bikarinn!

Margir dróttskátar gistu á Selfossi og eyddu tíma með nýjum vinum, einnig var frítt í sund fyrir skáta yfir helgina og lang flestir nýttu sér það sem viðauki við dagskránna.