Á seinasta skátaþingi var ákveðið að fjölga í ungmennaráði til að jafna kynjahlutfall ráðsins. Leitast er eftir tveim einstaklingum af öðru kyni en karlkyns sem eru ekki eldri en 25 ára.
Það verður í raunheimum í þetta sinn svo endilega láttu sjá þig 🙂
Í 16. grein laga BÍS stendur:
„Ungmennaþing er vettvangur fyrir skáta 25 ára og yngri til að koma saman og ræða málefni er varða þau sérstaklega. Á Ungmennaþingi geta ungmenni í skátunum t.d. komið sér saman um lagabreytingar og aðrar tillögur fyrir Skátaþing ár hvert ásamt því að kjósa á kosningaári áheyrnafulltrúa ungmenna í stjórn BÍS og a.m.k. þrjá fulltrúa í ungmennaráð. Aðeins eru kjörgengir þeir skátar sem eru 25 ára eða yngri á því ári sem kosið er.“
Framboð
Ungmennaráð leitar eftir 2 skemmtilegum skátum sem eru undir 25 ára, hafa mikinn áhuga á skátastarfi og eru af öðru kyni en karlkyns.
Hvað þarft þú að gera í ungmennaráði?
Þú þarft að halda ungmennaþing tvisvar því kjörtímabilið er tvö ár og þú þarft að búa til hugmyndir til að vinna hlutverki ungmennaráðs sem, skv. 26. grein laga BÍS, “… er að hvetja til og auka ungmennalýðræði innan stjórnkerfis hreyfingarinnar og stuðla að virkri þátttöku ungmenna við stefnumótun dagskrár hreyfingarinnar og eigin skátastarfs”
Þú getur líka gert það með því að hugsa upp hugmyndir til að vinna í kaflanum um raddir ungs fólks í stefnu BÍS.
Fyrri meðlimir ungmennaráðsmeðlimir hafa sagt að þau læri þetta við að vera í ungmennaráði:
„það að starfa í ungmennaráði gefur þér innsýn í starf BÍS og meiri þekkingu á skátastarfinu frá öðrum sjónarhornum“
„þekkingu á viðburða skipulagningu og færð að kynnast lögum og reglum skátahreyfingarinnar“
Til að bjóða sig fram þarf að fylla út þetta umsóknarform
Lagabreytingar- og þingsályktunartillögur
Vinsamlegast sendið tölvupóst á ungmennaráð (ungmennarad@skatarnir.is) með tillögunum ykkar og ekki vera feimin við að prófa að senda inn tillögur 🙂
Kynningar
Nokkrar skemmtilegar kynningar verða á þinginu og ef þig langar að koma og kynna eitthvað skemmtilegt þá er það velkomið, sendu okkur tölvupóst og við komum því fyrir í dagskránni.
Gisting
Ef þið komið lengra að, þá er hægt að gista í skátaheimili Ægisbúa frá laugardegi til sunnudags. Þeir sem vilja gera það sendið tölvupóst á ungmennaráð.
Matur
Í boði verður kaffi klukkan 16:30, kvöldmatur klukkan 19 (Tortíur), og létt kvöldhressing.
Dagskrá
15:30 Mæting
15:40 Setning
16:00 Útskýra þingstörf
16:30 Kaffi
16:45 Þingstörf
16:50 Kosning fundarstjóra og fundarritara
16:55 Tillaga að dagskrá Ungmennaþings – umræður – afgreiðsla
17:00 Þingsályktanir – framsaga – umræður – afgreiðsla
17:15 Lagabreytingar – framsaga – umræður – afgreiðsla
17:30 Kosið í ungmennaráð – 2 nýjir einstaklingar
17:45 Önnur mál
18:00 Kynningar
19:00 Kvöldmatur
20:00 Flippa & hafa gaman
21:00 Kvöldkaffi (flippið og gamanið má samt alveg halda áfram sko)