Eftir frábært gengi íslenska vinnuhópsins á síðasta ári hefur Kandersteg boðið okkur að halda annað íslenskt vinnuteiti (the Icelandic Work Party) í Alþjóðalegu skátamiðstöðinni í Kandersteg.
Frá 14.-22. október býður KISC (Kandersteg International Scout Center) 10 íslenskum skátum að koma í vinnuteiti í hjarta svissnesku alpanna og aðstoða starfsfólk KISC. Þér býðst tækifærið að upplifa draum Baden Powell að taka þátt í hinu eilífa heimsmót í smámynd ásamt því að starfa við hlið starfsfólksins, Pinkies!
KISC býður reglulega upp á vinnuteiti fyrir fjölda þjóða utan háannatíma þeirra, að hausti og vori. Þá kemur hópur af skátum og aðstoðar KISC í þeirra daglegu störfum í heila viku.
Við erum að leita að 10 skátum sem þurfa að:
– Vera skráð í skátana hjá Bandalagi íslenskra Skáta
– Vera 18 ára og eldri þegar vinnuteitið byrjar.
– 2 þeirra sem fara þurfa að vera „fararstjórar“ hópsins og tengiliðir við KISC
Val úr hópi umsækjenda mun byggja á svörum í umsókn, sjónarmiðum um fjölbreytileika og þá verða þau sem hafa ekki farið áður líklegri til að komast að.
Kostnaður:
Vinnuteitið kostar ekki neitt. Matur og gisting í skálum KISC er einnig frí fyrir þáttakendur.
Þau sem verða valin í hópinn þurfa að borga eigin ferðakostnað út og heim aftur.
Þau sem verða valin í hópinn þurfa að greiða fyrir alla dagskrá sem þeim langar að sækja aukalega við þá sem KISC býður þeim upp á.
Dagskrá:
– 3,5 vinnudagar með starfsfólki KISC.
– 3,5 frídagar til þess að kanna umhverfi KISC og náttúruperlu svissnesku Alpanna.
Skráningin er opin til og með 5. september, hægt er að fylla út eyðublaðið hér að neðan til að skrá sig.