Við kynnum til leiks í fyrsta sinn hið íslenska vinnuteiti (the Icelandic Work Party) í Alþjóðalegu skátamiðstöðinni í Kandersteg.
Frá 17.-25. september býður KISC (Kandersteg International Scout Center) 10 íslenskum skátum að koma í vinnuteiti í hjarta Svissnesku Alpanna og aðstoða starfsfólk KISC. Þér býðst tækifærið að upplifa draum Baden Powell að taka þátt í „Permanent Mini Jamboree“ ásamt því að starfa við hlið starfsfólksins, Pinkies!
KISC býður reglulega upp á vinnuteiti fyrir fjölda þjóða utan háannatíma þeirra, að hausti og vori. Þá kemur hópur af skátum og aðstoðar KISC í þeirra daglegu störfum í heila viku.
Við erum að leita að 10 skátum sem þurfa að:
– Vera skráð í skátana hjá Bandalagi íslenskra Skáta
– Vera 18 ára og eldri þegar vinnuteitið byrjar.
-Vinnuteitið kostar ekki neitt. Matur og gisting í skálum KISC er einnig frí fyrir þáttakendur.
– Ferðakostnaður til og frá Íslandi til Kandersteg.
– Öll auka dagskrá á frídögunum.
– 3,5 vinnudagar með starfsfólki KISC.
– 3,5 frídagar til þess að kanna umhverfi KISC og náttúruperlu svissnesku Alpanna.