Hleð Viðburðir

Fálkaskátamót 2025

Um viðburðinn:

Fálkaskátamót verður haldið á Þingvöllum dagana 7.-10. ágúst 2025.

Þema mótsins

Þemað verður „ Á víkingaslóð“ en á mótinu verður leitast eftir því að fanga tíðaranda víkingaaldarinnar á Íslandi með fjölbreyttri dagskrá og reisa Alþingis búðir. Á sannkölluðum víkingaslóðum fá þátttakendur tækifæri á að læra um Alþingi og siði og venjur víkinga hér forðum.

Mótinu verður skipt upp í fjögur höfuðbýli, líkt og tíðkaðist hér á landnámsöld, sem eru samsett af nokkrum mismunandi skátafélögum.

 

Mótsgjald

Mótsgjald er 35.000 krónur fyrir þátttakendur. Innifalið í gjaldinu er öll dagskrá, gisting, einkenni og matur. Ath. sum félög rukka aukalega til sín og er það yfirleitt sameiginlegur kostnaður vegna ferðamáta, búnaðarkaupa og sameiginleg einkenni. 

 

Skráning

Opið er fyrir skráningu á skraning.skatarnir.is en skráning lokar á miðnætti 1. júní. Mikilvægt er að skráningar berist á réttum tíma til þess að hægt sé að panta mat í tæka tíð fyrir mótið.

 

Fyrir skátafélögin

Skráningu verður háttað þannig að BÍS mun innheimta mótsgjaldið beint frá þátttakendum, vilji félög halda um skráningu hjá sér t.d. til að innheimta í einu gjaldi mótsgjald og sameiginlegan kostnað eru þau beðin um að láta Skátamiðstöð vita. Þá er ætlast til að skráningum sé skilað til mótsins fyrir 1. júní og mótsgjöld greidd fyrir þátttakendur þess félags í beinu framhaldi.

Verð fyrir foringja 12.000 krónur fyrir foringja. Hvert skátafélag fær einn frían foringja óháð þátttakendafjölda og síðan einn frían foringja fyrir hverja 7 þátttakendur.

Félög geta óskað eftir því að vera með vinafélagi sínu í höfuðbýli. Höfuðbýlin fjögur eru skýrð eftir þekktum slóðum víkinga úr landnámssögu Íslands; Stöng, Stöð, Eiríksstaðir og Hofstaðir. 

 

Fréttabréf

Fréttabréf – Fálkaskátamót 25 – Bréf 1

Staðsetning viðburðar á korti

104

Dagar

12

Klst

51

Min

21

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
7. ágúst
Endar:
10. ágúst
Kostnaður:
35000kr.
Aldurshópar:
Fálkaskátar

Staðsetning

Þingvellir
Þingvallavegur
Bláskógabyggð, Suðurland 801 Iceland
+ Google Map

BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

SAMFÉLAGSMIÐLAR


 

Privacy Preference Center