Skátaþing í apríl 2024 samþykkti að sumarið 2025 yrðu haldin landsmót fyrir hvert aldursbil á þátttakanda aldri að fyrirmynd þeirra móta sem haldin voru 2018 og 2022.
Fálkaskátamótið er 4 daga (3 gistinótta) tjaldbúðarmót sem verður haldið 7.-10. ágúst. Staðsetning hefur ekki verið fest en það verður eitt af fyrstu verkefnum mótsstjórnar.
Hefur þú og þínir skátavinir áhuga á að vera í mótstjórn Fálkaskátamóts 2025? Hér er hægt að sækja um í mótstjórn Fálkaskátamóts 2025!