Hleð Viðburðir

Drekaskátamót 2025

Drekaskátamót

Um viðburðinn:

Drekaskátamót 2025 verður haldið helgina 13. – 15. júní 2025, en líkt og síðustu tvö ár verður mótið yfir heila helgi. Skátarnir gista því tvær nætur frá föstudegi fram á sunnudag.

Fyrir þátttakendur

Verð

Mótsgjaldið er 11.000 kr. Innifalið í því er tjaldsvæðið (félögin koma sjálf með tjöld), kvöldmatur og kvöldkaffi bæði föstudag og laugardag ásamt allri dagskrá.

Athygli er vakin á að skátafélögin sjálf bæta oft sameiginlegum kostnaði ofan mótsgjaldið sem þau rukka beint til sín. Þá er yfirleitt verið að greiða fyrir t.d. ferðakostnaði á mótsvæðið, sameiginlegum mat, sameiginlegum sveitareinkennum eða auka búnaði sem félagið þarf það bæta við.

 

Skráning

Skráning á mótið fer fram inn á skraning.skatarnir.is en hún opnar 22. febrúar.

En við skráningu er mikilvægt er að velja rétt skátafélag svo skátafélögin sjái skráningu sína skáta.
Vakin er athygli á því að stundum vilja sum félög halda sjálf utan um alla skráningu og rukkað fyrir bæði mótsgjald og sameiginlegan kostnaði hjá sér og því mikilvægt að fylgjast með hjá sínu skátafélagi hvernig þau vilja halda utan um skráningar.

 

Dagskrá og undirbúningur

Dagskrá verður með svipuðu sniði og hefur tíðkast en nánari upplýsingar um ítarlega dagskrá munu berast til skátafélaganna í upplýsingabréfum mótstjórnar.

 

Fyrir skátafélögin

Skátafélögin eru beðin um að senda upplýsingar um fararstjóra og foringja á Skátamiðstöðina svo hægt sé að bæta þeim inn á skráningasíðunni sem fyrst svo fararstjórarnir geti fylgst með skráningum sinna skáta.

Félögin fá einn frían foringja fyrir hverja tíu skáta sem eru skráð á félagið.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við drekaskátamótstjórnina á netfanginu : drekaskatamotstjorn@skatarnir.is 

Upplýsingabréf mótstjórnar

  1. Almennar upplýsingar 
  2. Dagskrá mótsins 
  3. Verð og hagnýtar upplýsingar

 

Fyrir sjálfboðaliða

Sér skráning fyrir sjálfboðalið er inn á Abler síðu Skátamóta. Við vekjum athygli að sjálfboðaliðaskráningin er tvískipt eftir aldri, svo passið að skrá ykkur í réttan aldursflokk.

Sjálfboðaliðar geta verið á rekkaskátaaldri eða eldri en öll sem eru yfir átján ára verða að skrifa undir sakavottorðsheimild hjá BÍS.

Einnig viljum við biðja þau sem skrá sig að svara spurningum hér á þessu formi sem hjálpa mótsstjórn að hafa betri yfirsýn yfir upplýsingar og áhugasvið starfsmanna:

Starfsfólk á drekaskátamóti tekur þátt í uppsetningu og frágangi mótsins, keyrir dagskrá undir leiðsögn mótsstjórnar og sinnir öðrum tilfallandi verkefnum. Auk þess er mótið fullt af fjöri og góðri stemningu, þar sem gefst tækifæri til að kynnast nýju fólki og njóta samveru í skemmtilegu umhverfi.

Staðsetning viðburðar á korti

50

Dagar

4

Klst

22

Min

16

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
13. júní @ 15:00
Endar:
15. júní @ 17:00
Kostnaður:
11000kr
Aldurshópar:
Drekaskátar

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatarnir@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni
Grafningsvegur efri, Selfoss 801 Iceland
+ Google Map
Sími:
482-2674
Vefsíða:
View Staðsetning Website

BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

SAMFÉLAGSMIÐLAR


 

Privacy Preference Center