Bandalag íslenskra skáta leitar eftir þátttakendum á aldrinum 18 – 25 til þess að taka þátt í Agora 2022.
Viðburðurinn verður haldinn í Ohrid, Norður-Makedóníu 20. – 24. Apríl.
Agora er frábært tækifæri fyrir unga skáta til þess að kynnast alþjóðastarfi og mynda alþjóðleg tengsl.
Þátttökugjald er 50 evrur, en þátttakendur þurfa að greiða ferðakostnað til og frá viðburðinum.
Bandalag Íslenskra skáta mun styrkja hvern þátttakanda um 35.000 kr ásamt því að þátttakendur geta sótt um endurgreiðslustyrk upp að 250 evrum frá viðburðahöldurum.
Umsóknarfrestur er til 31. mars.