Vässarö – Svíþjóð
Vässarö er skógi vaxin eyja í Svíþjóð með nokkrum gömlum húsum sem í dag eru notuð sem skrifstofur og skátamiðstöð yfir sumartímann. Ekki er hægt að komast til eyjunnar frá október til lok apríl vegna veðurs og annara utanaðkomandi aðstæðna. En hér má lesa nánar um sögu Vässarö.
Vässarö er í eigu nokkurra skátafélaga í Svíþjóð sem tilheyra öll undir Stockholm scout district of Sweeden en þar starfa 6 starfsmenn sem færa bækistöðvar sínar yfir til Vässarö á sumrin. Auk starfsfólks eru sjálfboðaliðar sem skipuleggja dagskrá og sjá um viðhald á eyjunni. Sjálfboðaliðar á Vässarö kallast „Funk“, og þú getur orðið einn af þeim!
Ef þú ert 18 ára eða eldri og hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði á Vässarö getur þú skoðað þessa síðu fyrir nánari upplýsingar.