Tilkynning frá uppstillingarnefnd
Sækja tilkynningu á pdf formi.
Á Skátaþingi helgina 1.-3. apríl n.k. verður kosið í neðangreind hlutverk í samræmi við lög BÍS.
Uppstillingarnefnd hvetur skáta sem hafa áhuga og hugsjónir fyrir skátastarfi í landinu að skoða þau hlutverk sem eru laus til kjörs, að gefa kost á sér til starfa og hvetja aðra til þess. Lýsingar á þeim hlutverkum sem kosið er í má finna neðst í þessari tilkynningu.
Athygli skal vakin á eftirfarandi:
- Kosið er í öll hlutverk annað hvert ár til tveggja ára.
- Við kosningu í stjórn BÍS er kosið sérstaklega um skátahöfðingja og gjaldkera en fimm meðstjórnendur eru kjörnir í einni kosningu.
- Kosið er í fjögur fastaráð: starfsráð, alþjóðaráð, útilífsráð og stjórn Skátaskólans. Kosið er um þrjá fulltrúa í hvert ráð.
- Kosið er í ungmennaráð (16-25 ára) og áheyrnarfulltrúa ungmenna í stjórn BÍS á ungmennaþingi 6. febrúar. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með undirbúningi ungmennaþings, sækja þingið og bjóða sig fram.
- Kosið er um fimm sæti í uppstillingarnefnd, þrjá félagslega skoðunarmenn og löggiltan endurskoðanda.
Eftirtalin hlutverk eru laus til kjörs á Skátaþingi 2022:
Stjórn
Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur
Fastaráð
Þrjú sæti í alþjóðaráði
Þrjú sæti í starfsráði
Þrjú sæti í stjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í útilífsráði
Annað
Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi
Kjörin á Ungmennaþingi 2022
Áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS
Þrjú sæti í ungmennaráði
Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi hlutverk óskast sendar uppstillingarnefnd hið fyrsta og eigi síðar en 11. mars kl. 12:00.
Tilkynningar um framboð þurfa að berast í tölvupósti á netfang uppstillingarnefndar uppstillingarnefnd@skatarnir.is.
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.
Uppstillingarnefnd skipa: | ||||
Berglind Lilja Björnsdóttir | s. 659-1366 | berglindliljab@gmail.com | ||
Birgir Ómarsson | s. 895-7551 | biggiomars@gmail.com | ||
Katrín Kemp Stefánsdóttir | s. 824-1865 | katrinkemp@kopar.is | ||
Sigurður Viktor Úlfarsson, form | s. 854-0074 | siggiulfars@gmail.com | ||
Sædís Ósk Helgadóttir | s. 661-6433 | saedis@skatarnir.is | ||
Hér eru skýringar um helstu verkefni sem þau hlutverk sinna sem kosið verður í á Skátaþingi. Athugið að þetta eru ekki tæmandi listar og verkefnin geta verið jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Ennfremur starfa ráð oft saman að ýmsum verkefnum.
Stjórn
Skátahöfðingi er formaður stjórnar BÍS og leiðtogi alls skátastarfs í landinu.
Gjaldkeri situr í stjórn BÍS. Hann ber m.a. ábyrgð á fjármálum BÍS og vinnur náið með framkvæmdastjóra hreyfingarinnar að stjórn þeirra, framkvæmd fjáraflana, vinnslu bókhalds, áætlanagerð o.þ.h.
Meðstjórnendur (5): Sitja í stjórn BÍS sem skiptir með sér verkum og ber m.a. sameiginlega ábyrgð á starfi stjórnar, ráða og nefnda. Sitja eftir atvikum í fastaráðum samkvæmt ákvörðun stjórnar.
Áheyrnarfulltrúi ungmenna hefur áheyrnarrétt í stjórn BÍS en ekki atkvæðisrétt. Kosið er í hlutverkið á ungmennaþingi.
Fastaráð og fleiri hlutverk
Hlutverk starfsráðs er að styðja við og efla starf skátafélaganna í samráði við stjórnir skátafélaga, sveitarforingja og flokksforingja.
Hlutverk alþjóðaráðs er að stuðla að því að að BÍS fylgi stefnum og nýti sér stuðningsefni frá alþjóðasamtökum skáta, WOSM og WAGGGS, ásamt því að annast samskipti við erlend skátabandalög, kynningu á erlendu skátastarfi á Íslandi og íslensku skátastarfi erlendis.
Hlutverk stjórnar Skátaskólans er að stuðla að þjálfun með skipulagningu námskeiða, er taki mið af Grunngildum Bandalags íslenskra skáta.
Hlutverk útilífsráðs er að hvetja til viðburða sem fela í sér útilíf og styðja við þá útilífsviðburði sem bæði skátafélög og BÍS standa fyrir.
Uppstillingarnefnd skal leita eftir fólki til starfa í stjórn og fastaráð fyrir Bandalag íslenskra skáta. Við störf sín skal nefndin ávallt leita eftir sem hæfustum frambjóðendum og gæta þess, eftir því sem hægt er, að jafnræði sé með kynjunum í stjórn, nefndum og ráðum BÍS.
Félagslegir skoðunarmenn reikninga: Félagsleg skoðun reikninga BÍS og dótturfélaga er í höndum þriggja manna félagslegrar skoðunarnefndar sem Skátaþing kýs. Félagslegir skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir BÍS sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð gagnvart Skátaþingi og skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi BÍS og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess.
Löggiltur endurskoðandi: Reikningar BÍS og dótturfélaga skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda, kosnum af Skátaþingi.
Hlutverk ungmennaráðs er að hvetja til og auka ungmennalýðræði innan stjórnkerfis hreyfingarinnar og stuðla að virkri þátttöku ungmenna við stefnumótun eigin skátastarfs og hreyfingarinnar. Kosið er í ráðið á ungmennaþingi.