ungmennaráð

Tré og tjútt

Við í Ungmennaráð BÍS ætlum að halda helgar viðburð fyrstu helgina í september, 5.-7. september, í Esjuhlíðum. Markmið helgarinnar er að gróðursetja tré og runna, grisja og taka almennt til hendinni við að fegra og viðhalda náttúrunni í Esjuhlíðum. 

Ungmennaráð mun starfa í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur sem mun aðstoða við fræðslu á réttum handtökum þegar það kemur að grisjun og gróðursetningu, einnig fáum við að gista hjá Land og skógum sem eru með útivistarparadís í Mógilsá í Esjuhlíðum. Þar verður hægt að tjalda inn í skógi ásamt því að þau sem eiga hengirúm eru hvött að taka þau með og sofa í þeim.  

Svæðið í Esjuhlíðinni er algjör náttúruperla og fá þátttakendur tækifæri á að skoða umhverfið og njóta útivistar ásamt því að taka þátt í skemmtilegri dagskrá frá ungmennaráði.

Þetta verkefni fékk styrk frá Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík (Youth Climate Action Fund) sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Bloomberg Philanthropies og er þar með frítt fyrir alla þátttakendur. Markmið sjóðsins er að virkja ungt fólk í leit að lausnum á loftslagsvandanum en það er von ungmennaráðs að þetta verkefni muni auka áhuga á gróðursetningu og loftslagsmálum. Til viðbótar mun ungmennaráð í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur vera virk á samfélagsmiðlum og gera kynningar-og fræðslumyndbönd um útivist, náttúru, gróðursetningar og loftslagsmál svo við hvetjum þau sem hafa áhuga á að vera með okkur í þessu verkefni að skrá sig á viðburðinn. 

 

Hvar og hvenær

Mógilsá, Esjuhlíð, landssvæði Lands og Skógar og fyrsta helgin í september, 5.-7. september.

Hver

Viðburðurinn er fyrir öll á aldrinum 13.-18. ára, Fyrir skáta, þau sem eru áhugasöm um skátastarf, þau sem eru áhugasöm um útivist og þau sem eru áhugasöm um loftslagsmál og gróðursetningu (opið fyrir öll ekki einungis skáta).

Verð

Frítt fyrir öll sem vilja taka þátt

Búnaður

Þátttakendur þurfa að vera undirbúin fyrir útivist alla helgina, vel klædd eftir veðri, tilbúin til að taka til hendinni í líkamlegri vinnu, að mögulega skítast smá út, gista í hengirúmi eða tjaldi, hafa gaman og taka þátt eftir eigin getu. Ítarlegri útbúnaðarlisti kemur þegar nær dregur.

Skráning

Skráning opnar á skraning.skatarnir.is  1. júlí og lýkur 4. september

                       


Ungmennaþing 2026

Ungmennaþing verður haldið helgina 6. - 8. febrúar 2026.

Þetta verður einstakt tækifæri fyrir alla skáta yngri en 26 ára að kynnast nýjum vinum, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og hafa áhrif á skátastarfið okkar allra. Við hvetjum alla unga skáta til að koma og taka þátt. 

Nánari upplýsingar um gistingu, dagskrá og staðsetningu kemur þegar nær dregur.

Það eru 5 sæti til kjörs í ungmennaráði og sæti áheyrnarfulltrúa ungmenna sem situr stjórnarfundi BÍS hlustar á og hefur málfrelsi. Kjörtímabilið fyrir þessi hlutverk er 1 ár.

En hvað gerir ungmennaráð? Í 26. grein laga BÍS segir: "Hlutverk ungmennaráðs er að hvetja til og auka ungmennalýðræði innan stjórnkerfis hreyfingarinnar og stuðla að virkri þátttöku ungmenna við stefnumótun dagskrár hreyfingarinnar og eigin skátastarfs." Ungmennaráð sér einnig um að halda ungmennaþing árlega og getur einnig haldið allskonar skemmtilega viðburði yfir árið ef þau vilja! 

Framboð í ungmennaráð og í áheyrnarfulltrúa ungmenna mega berast alveg fram að kosningum en við hvetjum sem flesta að tilkynna þau fyrir þing í tölvupósti á ungmennarad@skatarnir.is og uppstillingarnefnd@skatarnir.is og eru allir skátar á aldrinum 14-25 ára kjörgengir.


Ungmennaþing 2025

Ungmennaþing hefur verið fært yfir á Höfuðborgarsvæðið, ný staðsetning er í Vogabúaheimilinu, Logafold 106, 113 Reykjavík.

Ungmennaþing verður haldið í Grunnskólanum í Stykkishólmi dagana 7.–9. febrúar 2025. Þetta verður einstakt tækifæri fyrir alla skáta yngri en 26 ára að kynnast nýjum vinum, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og hafa áhrif á skátastarfið okkar allra. Gisting, dagská og allur matur eru innifalin í verðinu, sem er 13.000 krónur, og þátttakendur geta búist við ljúffengum mat á meðan á þinginu stendur. Þetta er frábært tækifæri til að læra nýja hluti, njóta samveru með jafnöldrum og efla skátaferil sinn. Við stefnum á að eiga skemmtilega helgi saman. Við hvetjum alla unga skáta til að koma og taka þátt. Einnig verður fyrirkomulag skátaþings útskýrt og geta ungmenni komið með lagabreytingatillögur og áskoranir fyrir skátaþing. Það verður líka hawaii þema svo við hvetjum öll til að taka þátt í því.

Það eru 5 sæti til kjörs í ungmennaráði og sæti áheyrnarfulltrúa ungmenna sem situr stjórnarfundi BÍS hlustar á og hefur málfrelsi. Kjörtímabilið fyrir þessi hlutverk er 1 ár.

En hvað gerir ungmennaráð? Í 26. grein laga BÍS segir: „Hlutverk ungmennaráðs er að hvetja til og auka ungmennalýðræði innan stjórnkerfis hreyfingarinnar og stuðla að virkri þátttöku ungmenna við stefnumótun dagskrár hreyfingarinnar og eigin skátastarfs.“ Ungmennaráð sér einnig um að halda ungmennaþing árlega og getur einnig haldið allskonar skemmtilega viðburði yfir árið ef þau vilja! 

Framboð í ungmennaráð og í áheyrnarfulltrúa ungmenna mega berast alveg fram að kosningum en við hvetjum sem flesta að tilkynna þau fyrir þing í tölvupósti á ungmennarad@skatarnir.is og uppstillingarnefnd@skatarnir.is og eru allir skátar á aldrinum 13-25 ára kjörgengir.

En aftur að þinginu sjálfu þá geta allir skátar yngri en 26 ára komið á þingið en fálkaskátar og yngri þurfa fylgd sveitarforingja. Engin rúta verður á staðinn en við hvetjum öll til að taka strætó eða sameinast í bíla. Dagskráin er sniðin utan um strætó til og frá Stykkishólmi. Ef það eru einhverjar sérþarfir t.d. mataróþol, vegan o.s.frv. heyrið í okkur á ungmennarad@skatarnir.is 

Setning er kl 20 á föstudeginum, strætó leggur af stað frá Mjódd 16:28 og slit eru á sunnudeginum kl 16 strætóinn leggur af stað kl 16:35 frá Stykkishólmi.

Skráning er opin á Abler en henni lýkur 3. febrúar.

Hlökkum til að sjá sem flest með okkur í Stykkishólmi!


Fjársoðsleit

Fjársoðsleit (Já! FjársOðsleit, ekki fjársjóðsleit) er viðburður haldinn af ungmennaráði styrktur af Evrópusambandinu.

Fyrir hverja er Fjársoðsleitin ?

Viðburðurinn er fyrir skáta og ekki skáta á rekka og róver aldri (16-25 ára) þar sem þátttakendur skipta sér í 4-8 manna flokka.

Hvenær er viðburðurinn?

Fjársoðsleitin fer fram 14. október 2023 og stendur yfir í 10 klukkutíma frá kl. 9-19.

Um hvað er Fjársoðsleit ?

Viðburðurinn er stórpóstaleikur í kringum höfuðborgarsvæðið þar sem þátttakendur flakka á milli staða með öðrum hætti en með bíl. Þátttakendur eru í mismunandi flokkum þar sem þau vinna saman við ýmis fjölbreytt verkefni tengdum ólíkum málefnum og reyna að safna sem flestum stigum.

 

Skráning á viðburðinn er inn á skraning.skatarnir.is 

 


Ungmennaþing 2024

Ungmennaþing verður haldið þann 2. - 4. febrúar á Akranesi í skátaheimili Skátafélagsins Akraness, Háholt 24. Ungmennaþingið hefst með setningu kl. 21:30 á föstudegi og lýkur með slitum kl. 13:00 á sunnudegi. 

Skráning er opin á skraning.skatarnir.is og verðið er 15.900 kr fyrir viðburðinn en gert er ráð fyrir að matur, dagskrá og gisting sé innifalin í verðinu. Þá er átt við kvöldkaffi á föstudaginn, allan mat á laugardag og mat á sunnudag fram að brottför. 

Ekki verður boðið upp á rútuferð, haft verður samband við þau sem voru skráð í rútu og búin að greiða varðandi endurgreiðslu. 

 

Ákveðið hefur verið að fjölga sætum í ungmennaráði úr þremur í fimm eins og heimild er til skv. 26. grein laga BÍS og því fimm sæti  til kjörs í ungmennaráði. Skátar sem bjóða sig fram í ungmennaráð skulu vera á aldrinum 13-25 ára á því ári sem þau bjóða sig fram auk þess að kosið verður um  sérstakan áheyrnafulltrúa ungmenna í stjórn BÍS og kjörgengir eru þeir skátar sem eru 25 ára eða yngri á því ári sem kosið er skv. 16. grein laga BÍS

Framboðstilkynningar og tillögur um einstaklinga í ungmennaráð skulu sendar á uppstillingarnefnd fram að föstudegi 19. janúar í gegnum tölvupóstinn uppstillingarnefnd@skatarnir.is en uppstillingarnefnd starfar skv. 19. grein laga BÍS

Framboð mega þó berast fram að kosningum sjálfum á Ungmennaþingi skv. 16. grein laga BÍS.

Uppstillinganefnd:

Höfuðborgarsvæðið 2023-12-19


Privacy Preference Center