
Ungmennaþing verður haldið helgina 6. – 8. febrúar 2026.
Þetta verður einstakt tækifæri fyrir alla skáta yngri en 26 ára að kynnast nýjum vinum, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og hafa áhrif á skátastarfið okkar allra. Við hvetjum alla unga skáta til að koma og taka þátt.
Nánari upplýsingar um gistingu, dagskrá og staðsetningu kemur þegar nær dregur.
Það eru 5 sæti til kjörs í ungmennaráði og sæti áheyrnarfulltrúa ungmenna sem situr stjórnarfundi BÍS hlustar á og hefur málfrelsi. Kjörtímabilið fyrir þessi hlutverk er 1 ár.
En hvað gerir ungmennaráð? Í 26. grein laga BÍS segir: “Hlutverk ungmennaráðs er að hvetja til og auka ungmennalýðræði innan stjórnkerfis hreyfingarinnar og stuðla að virkri þátttöku ungmenna við stefnumótun dagskrár hreyfingarinnar og eigin skátastarfs.” Ungmennaráð sér einnig um að halda ungmennaþing árlega og getur einnig haldið allskonar skemmtilega viðburði yfir árið ef þau vilja!
Framboð í ungmennaráð og í áheyrnarfulltrúa ungmenna mega berast alveg fram að kosningum en við hvetjum sem flesta að tilkynna þau fyrir þing í tölvupósti á ungmennarad@skatarnir.is og uppstillingarnefnd@skatarnir.is og eru allir skátar á aldrinum 14-25 ára kjörgengir.