Hringborð drekaskátaforingja

Hringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum. Við hvert hringborð verður erindreki BÍS í blönduðu hlutverki áheyrnarfulltrúa og fundarstjóra.

Fyrir hverja er viðburðurinn:

Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum sem halda utan um drekaskátastarf. Við viljum bjóða upp á vettvang þar sem skátaforingjarnir geta speglað sig við aðra skátaforingja og aðstoðað hvert annað við að móta drekaskátastarf á Íslandi.

Hvar er viðburðurinn:

Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 en þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund geta fylgt hlekk á fundinn með að smella hér.

Skráning á viðburðinn:

Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is en það er ekki nauðsynlegt að skrá sig til að mæta.

Hvað verður til umræðu á fundinum:

  1. Hvernig styðjum við bætt samskipti á milli skátanna
    Rætt verður hvernig skátaforingjar geta stuðlað að jákvæðum samskiptum innan sveitarinnar.
  2. Hvað geta drekar
    Drekaskátar geta oft á tíðum miklu meira en við höldum, hvernig getum við búið til krefjandi dagskrá sem reynir á drekaskátana.
  3. Hvernig keyrir maður ólíka dagskrá
    Skátaforingjar deila reynslu sinni af því að ólíkri og spennandi dagskrá.

Í lok viðburðar verður gefið rými fyrir dagskrá eða málefni sem að skátaforingjarnir geta sjálfir komið með.


Hringborð fjölskylduskátaforingja

Hringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum. Við hvert hringborð verður erindreki BÍS í blönduðu hlutverki áheyrnarfulltrúa og fundarstjóra.

Fyrir hverja er viðburðurinn:

Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum sem halda utan um fjölskylduskátastarf. Fjölskylduskátastarf er tiltölulega nýtt fyrirbæri í íslensku skátahreyfingunni og eru sífellt fleiri skátafélög að bæta starfingu við hjá sér. Því viljum við bjóða upp á vettvang þar sem skátaforingjarnir geta speglað sig við aðra skátaforingja og aðstoða okkur og hvert annað við að móta fjölskylduskátastarf á Íslandi.

Hvar er viðburðurinn:

Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 en þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund geta fylgt hlekk á fundinn með að smella hér.

Skráning á viðburðinn:

Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is en það er ekki nauðsynlegt að skrá sig til að mæta.

Hvað verður til umræðu á fundinum:

  1. Kynning á umgjörð fjölskylduskátastarfs– Erindreki BÍS
    Skátamiðstöðin vinnur að umgjörð fjölskylduskátastarfs, þar sem fram kemur upplýsingar um starfið, fyrir hverja er starfið, hvernig geta skátafélög hafið fjölskylduskátastarf, tillögur að dagskrá og kynningarefni fyrir foreldra.
  2. Brúa bilið milli fullorðinna og skátafélagsins
    Skátafélög sem hafa keyrt fjölskylduskátastarf deilir reynslu sinni að skapa vettvang þar sem fleiri fullorðnir koma að skátafélaginu
  3. Opnar umræður foringja
    Skátaforingjar deila reynslu sinni og skoðunum á ýmsum málefnum sem tengjast fjölskylduskátun. Umræðuefnin verða t.d. verðlag, dagskrá, félagsaðild, skráningar og utanumhald.

Í lok viðburðar verður gefið rými fyrir dagskrá eða málefni sem að skátaforingjarnir geta sjálfir komið með.


Hringborð dróttskátaforingja

Um viðburðinn:Hringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum. Við hvert hringborð verður erindreki BÍS í blönduðu hlutverki áheyrnarfulltrúa og fundarstjóra.

Fyrir hverja er viðburðurinn:

Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum dróttskáta.

Hvar er viðburðurinn:

Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 en þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund geta fylgt hlekk á fundinn með að smella hér:

Skráning á viðburðinn:

Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is en það er ekki nauðsynlegt að skrá sig til að mæta.

Hvað verður til umræðu á fundinum:

  1. Hvernig tryggjum við stíganda í starfi
    Ein stærsta áskorunin í dróttskátastarfi er að bjóða upp á starf sem er áskorun fyrir skátana hverju sinni og forðast endurtekningar frá því sem þau hafa gert áður á yngri aldursbili. Það er ekki þar með sagt að ekki megi fást við sömu viðfangsefnin en þá er best að fást ekki eins við þau. En síðan er líka mikilvægt að tryggja stíganda í starfinu yfir þessi þrjú ár sem þau eru á aldursbilinu. Gögnin sýna okkur að brottfall á aldursbili dróttskáta er talsvert eftir fyrsta árið. Kafað verður ofan í hvernig hægt er að vinna á þessum áskorunum t.d. með notkun flokkakerfisins, hvatamerkja og með að hafa stærra markmið til að stefna að hverju sinni á aldursbilinu. Einnig mikilvægi ferða, útilegna, móta og alþjóðastarfs til að ná þessu markmiði. Þá verða einnig opnað á umræður fyrir foringja að spyrja hvort annað og deila reynslunni sín á milli.
  2. Hagurinn af samstarfi þvert á félögMikil gróska var í dróttskátastarfi á landsvísu starfsárið 2021-2022. Klakkur stóð fyrir gífurlega öflugu flokkamóti fyrir dróttskáta á Hömrum þar sem ýmsir dróttskátar störfuðu saman yfir mótið þvert á félög og nokkur félög tóku sig saman og gengu Fimmvörðuháls. Fjögur félög héldu saman kröftugt og fjörugt tjaldmót á Úlfljótsvatni og útilegu í Lækjabotnum og skátaforingjar frá félögunum munu koma og kynna hvað kom til að þau fóru þá leiðina, hvernig krakkarnir kynntust á viðburðunum, hvernig þetta stækkaði sjóndeildarhringin hjá mörgum skátanna og hvað þetta gerði fyrir andann í sveitunum.
  3. Mikilvægi útivistar á dróttskátastigi
    Töfrarnir gerast úti! En það virkað flókið að kynna ungmenni fyrir útivist jafnvel í skátastarfi. En aftur og aftur sjáum við að það borgar sig margfalt að gera það. Skátasveitin í Svönum gekk Laugarveginn sumarið 2022 og um árabil hefur gengið vel að stunda útivist á þessu aldursbili í félaginu. Skátaforingi Svana mun kynna ferðina, undirbúninginn almennt, hvaða áhrif hann telur öflugt útivist hafa á starfið og að lokum geta viðstaddir spurt hann og opnar umræður.