Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Hringborð fjölskylduskátaforingja

Um viðburðinn:

Hringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum. Við hvert hringborð verður erindreki BÍS í blönduðu hlutverki áheyrnarfulltrúa og fundarstjóra.

Fyrir hverja er viðburðurinn:

Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum sem halda utan um fjölskylduskátastarf. Fjölskylduskátastarf er tiltölulega nýtt fyrirbæri í íslensku skátahreyfingunni og eru sífellt fleiri skátafélög að bæta starfingu við hjá sér. Því viljum við bjóða upp á vettvang þar sem skátaforingjarnir geta speglað sig við aðra skátaforingja og aðstoða okkur og hvert annað við að móta fjölskylduskátastarf á Íslandi.

Hvar er viðburðurinn:

Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 en þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund geta fylgt hlekk á fundinn með að smella hér.

Skráning á viðburðinn:

Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is en það er ekki nauðsynlegt að skrá sig til að mæta.

Hvað verður til umræðu á fundinum:

  1. Kynning á umgjörð fjölskylduskátastarfs– Erindreki BÍS
    Skátamiðstöðin vinnur að umgjörð fjölskylduskátastarfs, þar sem fram kemur upplýsingar um starfið, fyrir hverja er starfið, hvernig geta skátafélög hafið fjölskylduskátastarf, tillögur að dagskrá og kynningarefni fyrir foreldra.
  2. Brúa bilið milli fullorðinna og skátafélagsins
    Skátafélög sem hafa keyrt fjölskylduskátastarf deilir reynslu sinni að skapa vettvang þar sem fleiri fullorðnir koma að skátafélaginu
  3. Opnar umræður foringja
    Skátaforingjar deila reynslu sinni og skoðunum á ýmsum málefnum sem tengjast fjölskylduskátun. Umræðuefnin verða t.d. verðlag, dagskrá, félagsaðild, skráningar og utanumhald.

Í lok viðburðar verður gefið rými fyrir dagskrá eða málefni sem að skátaforingjarnir geta sjálfir komið með.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
06/10/2022
Tími
20:00 - 22:00
Kostnaður:
Frítt
Aldurshópar:
Fjölskylduskátar

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatarnir@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website