Drekaskátamót 2025
Drekaskátamót 2025 verður haldið helgina 13. 15. Júní 2025, en líkt og síðustu tvö ár verður mótið yfir heila helgi. Skátarnir gista því tvær nætur frá föstudegi fram á sunnudag.
Fyrir þátttakendur
Verð
Mótsgjaldið er 11.000 kr. Innifalið í því er tjaldsvæðið (félögin koma sjálf með tjöld), kvöldmatur og kvöldkaffi bæði föstudag og laugardag ásamt allri dagskrá.
Athygli er vakin á að skátafélögin sjálf bæta oft sameiginlegum kostnaði ofan mótsgjaldið sem þau rukka beint til sín. Þá er yfirleitt verið að greiða fyrir t.d. ferðakostnaði á mótsvæðið, sameiginlegum mat, sameiginlegum sveitareinkennum eða auka búnaði sem félagið þarf það bæta við.
Skráning
Skráning á mótið fer fram inn á skraning.skatarnir.is en hún er ekki opin fyrir drekaskátamótið 2025, opnun skráningar verður auglýst þegar nær dregur.
En við skráningu er mikilvægt er að velja rétt skátafélag svo skátafélögin sjái skráningu sína skáta.
Vakin er athygli á því að stundum vilja sum félög halda sjálf utan um alla skráningu og rukkað fyrir bæði mótsgjald og sameiginlegan kostnaði hjá sér og því mikilvægt að fylgjast með hjá sínu skátafélagi hvernig þau vilja halda utan um skráningar.
Dagskrá og undirbúningur
Dagskrá verður með svipuðu sniði og hefur tíðkast en nánari upplýsingar um ítarlega dagskrá munu berast til skátafélaganna í upplýsingabréfum mótstjórnar.
Fyrir skátafélögin
Skátafélögin eru beðin um að senda upplýsingar um fararstjóra og foringja á Skátamiðstöðina svo hægt sé að bæta þeim inn á skráningasíðunni sem fyrst svo fararstjórarnir geti fylgst með skráningum sinna skáta.
Félögin fá einn frían foringja fyrir hverja tíu skáta sem eru skráð á félagið.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við drekaskátamótstjórnina á netfanginu : drekaskatamotstjorn@skatarnir.is
Upplýsingabréf mótstjórnar
Fyrir sjálfboðaliða
Mótstjórnin bíður öllum sem hafa áhuga á að aðstoða yfir mótið að hafa samband við mótstjórnina. Sér skráning fyrir aðstoðarfólk mun síðan vera auglýst þegar nær dregur.
Sjálfboðaliðar geta verið á rekkaskátaaldri eða eldri en öll sem eru yfir átján ára verða að skrifa undir sakavottorðsheimild hjá BÍS