Sumar-Gilwell Leiðtogaþjálfun

Sumar-Gilwell leiðtogaþjálfun fór fram á Úlfljótsvatni um liðna helgi. Fimmtán skátar frá hinum ýmsu félögum tóku þátt í fjölbreyttri og fræðandi dagskrá.

Ekki var eingöngu um hefðbundna kennslu að ræða, unnið var með hvataspjöldin, hópavinna í flokkunum og fræðslufyrirlestrar fóru fram utandyra.

Nemendahópnum var skipt í þrjá flokka, Dúfur, Hrafna og Gauka. Reist var tjaldbúð og hver flokkur reisti sitt tjald ásamt ýmsum tjaldbúðarverkefnum. Eldstæði var búið til, fánastöng reist og kæliaðstaða útbúin, auk þess sem allar máltíðir voru eldaðar utandyra.

Á laugardagskvöldið héldu flokkarnir svo í Markferð og leystu ýmsar þrautir m.a. Bátsferð, leðurvinnu og samtal um skátastarf í Gilwell skálanum.

Varðeldur og kvöldvaka var haldin bæði kvöldin og skemmtu þátttakendur sér vel við söng og gleði, sér í lagi þegar Arnór Bjarki spilaði á óvænt hljóðfæri, brauðrist.

Sumar-Gilwell