Styrkir til skátafélaga
Nýverið úthlutaði Mennta- og menningarmálaráðherra styrkjum til uppbyggingar á sviði menningarmála. Skemmtilegt er að segja frá því að fimm skátafélög fengu úthlutað styrkjum til uppbyggingar á skátaheimilum og skálum.
Skátafélag Akraness vegna uppbyggingar og viðhalds á skála í Skorradal, 500 þúsund kr.
Skátafélagið Garðbúar til að bæta aðstöðu í skátaheimili, 300 þúsund kr.
Skátafélagið Kópur vegna framkvæmda við skála, 300 þúsund kr.
Skátafélagið Mosverjar vegna klæðningar á skála, 300 þúsund kr.
Skátafélagið Vogabúar vegna uppbyggingar skálans Dalakots, 300 þúsund kr.
Við óskum þeim til hamingju með styrkveitinguna.