Norðurlandaþing

Alþjóðaráð leitar eftir hressum og drífandi skáta til að sinna starfi tengiliðs á milli skipuleggjenda norðurlandaþings og fararhóp Íslands. Starfið felst í því að halda utan um og miðla dagskrá þingsins og þau verkefni sem íslenskir þing gestir þurfa að leggja af hendi. Tímarammi verkefnisins er frá 22. febrúar til og með lokadegi þingsins sem er 16. maí. Þingið verður haldið í gegnum netið en stefnt er á að reyna að safna saman íslenska fararhópnum saman.

Um er að ræða frábært tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegu starfi og kynnast öðrum skátum frá norðurlöndunum án þess að þurfa að finna vegabréfið.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið international@skatarnir.is