Þankadagurinn 2021

Þankadagurinn eða World Thinking Day er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og senda þakklæti út í heiminn. Haldið hefur verið upp á Þankadaginn á hverju ári síðan 1926. Hugmyndin varð fyrst til þegar kvenskátar (Girl Guides og Girl Scouts) hittust í Bandaríkjunum á fjórðu heimsráðstefnu WAGGGS sama ár. Þær voru sammála um að það ætti að vera sérstakur dagur á hverju ári, tileinkaður öllum þeim sem eru hluti af skátunum til að hugsa hvert til annars og senda þakklæti út í heiminn. Dagurinn er haldinn 22. febrúar en sá dagur var valinn vegna þess að það er afmælisdagur bæði Lord Baden-Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og Olave Baden-Powell, sem var World Chief Guide.

Á hverju ári gefur WAGGGS út dagskrárpakka í tilefni dagsins og í ár kom út dagskrárpakkin Stöndum saman um frið sem hefur verið þýddur á íslensku af nokkrum skátum. Hrópum þrefalt húrra fyrir þeim!

Þema dagskrárpakkans í ár er friðaruppbygging

Endilega kíkið á þennan flotta verkefnapakka og ekki gleyma að tagga @skatarnir þegar þið haldið ykkar Þankadagsfögnuð!

Smelltu hér til að opna dagskrárbæklinginn –> Þankadagurinn 2021 á íslensku

GANGI YKKUR VEL OG GLEÐILEGAN ÞANKADAG <3

þankadagurinn þemamynd