Staða Erindreka laus til umsóknar
Markmið með starfi erindreka er að efla starf skátafélaga í landinu og vinna að því að fjölga skátum í starfi með stuðningi við skátafélög.
Leitað er eftir að erindreki sýni frumkvæði og eigi auðvelt með að vinna með ungu fólki, geti unnið sjálfstætt, skipulagt verkefni og stýrt verkefnum jafnt sem að vinna í hópastarfi.
Erindreki vinnur náið með viðburðastjóra og öðru starfsfólki BÍS í samráði við starfsráð að því að þróa og efla innra starf skátafélaga með þeim verkfærum sem þróuð hafa verið. Erindreki er mikið í beinum samskiptum við skátafélögin og sveitastjórnir/bæjarstjórnir eftir tilvikum – í samráði við framkvæmdastjóra BÍS.
Vinnutími er sveigjanlegur og gert er ráð fyrir því að erindreki sé einnig á ferðinni í heimsóknum til skátafélaga, forsvarsmanna sveitarfélaga og stuðningsaðila skátastarfs. Starfsstöð erindreka er í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123 í Reykjavík en við hvetjum fólk á landsbyggðinni einnig að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veitir stuðning við uppbyggingu skátastarfs og fjölgun skáta í starfi
- Aðstoð við uppbyggingu á fjölskylduskátun
Stuðningur við skátastarf
- Ber ábyrgð á og styður við verkefni fyrir skátafélög í landinu sem tengjast skátaaðferðinni og dagskrármálum
- Stuðningur við nýja foringja
- Vinnur með öðrum að þróun dagskrár í skátastarfi. Fundir með dagskrárforingjum
- Aðstoðar við fræðslumál og námskeiðahald í skátastarfi
- Aðstoða og ráðgjöf við gerð á nýju dagskrárefni og dagskrárvef
- Setja inn upplýsingar á heimasíðu
- Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Góð almenn tölvukunnátta (ritvinnsla – gagnagrunnar)
- Reynsla af skipulagningu og stjórnun verkefna
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði
- Eftirfylgni með verkefnum
- Góð mannleg samskipti og með góða, jákvæða og hvetjandi framkomu
- Eiga auðvelt með að vinna með öðrum og virkja fólk
- Nauðsynlegt að hafa mikla reynslu og brennandi áhuga á skátastarfi, með þekkingu á stöðu skátastarfs á Íslandi í dag og hafa verið virk/ur í starfi undanfarin ár
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Fjölskylduvæn stefna
- Heilsustyrkur
- Hvetjandi starfsumhverfis
Umsóknir fara í gegnum Alfreð.is
Um okkur
Skátamiðstöðin þjónustar skátafélög landsins, annast útgáfumál, fræðslumál, alþjóðleg samskipti, fjáraflanir, sameiginlega viðburði og önnur þau verk sem lúta að rekstri landshreyfingar æskulýðssamtaka.
Hjá skátahreyfingunni starfar frábær hópur atvinnufólks og sjálfboðaliða að því að efla skátastarf í landinu.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.