Sigurgeir rær á ný mið

Takk Sigurgeir,

Sigurgeir Þórisson hefur lokið störfum sem erindreki BÍS eftir fimm ára starf og kveðjum við hann með mikilli eftirsjá en að sama skapi miklu þakklæti fyrir gríðarlega gjöfult og faglegt samstarf.

Við óskum Sigurgeiri velfarnaðar í námi sínu og skilum til hans miklum þökkum fyrir allt sem hann hefur lagt af mörkum til þess að efla skátastarf á Íslandi.

Við bendum á að Sædís Ósk mun svara fyrirspurnum skátafélaga Sigurgeirs tímabundið, eða þar til að nýr erindreki tekur til starfa sem nú er unnið í að ráða.