Kynning á frambjóðendum - Berglind Lilja Björnsdóttir

Berglind Lilja Björnsdóttir

Framboð: uppstillinganefnd

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég hóf skátaferilinn í Klakki á Akureyri og færði mig síðan yfir í Segul þegar ég flutti suður í nám. Ég sat í Alþjóðaráði BÍS á árunum 2014-2017 og í síðan í stjórn BÍS 2017 – 2019. Í gegnum tíðina hef ég tekið þátt í skipulagningu og framkvæmd ýmissa viðburða og námskeiða innan skátahreyfingarinnar. Þar má nefna Ungmennaþing, Skátapepp og svo gegndi ég einnig hlutverki Dagskrárstýru fyrir Landsmót skáta 2020 (þangað til því var aflýst).

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það allra skemmtilegasta sem ég geri í skátunum er að fara á alþjóðleg skátamót. Þá helst þegar ég fæ að skipuleggja og stýra dagskrá fyrir þátttakendur eins og á Roverway í Hollandi 2018 þegar ég sá um forritunarpóst fyrir WAGGGS.

Hví gefur þú kost á þér í uppstillinganefnd?

Ég tel að þær tengingar sem ég hef myndað í fyrri störfum innan hreyfingarinnar geri mig að góðum kandídat fyrir uppstillingarnefnd.


Kynning á frambjóðendum - Reynir Tómas Reynisson

Reynir Tómas Reynisson

Framboð: uppstillinganefnd

 

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég byrjaði í skátunum árið 2012 og hef verið í Skátafélaginu Garðbúum frá upphafi. Þar er ég aðstoðarsveitaforingi drekaskáta og hef verið það í heil 3 ár. Ég er einnig í mótsstjórn drekaskátamóts og virkur sjálfboðaliði á Úlfljótsvatni. Í sumar hóf ég störf sem reglulegur sumarstarfsmaður Skátalands. Þar hef ég og mun læra helstu brögð og brellur frá hinum eina sanna Jón Andra sem án efa mun nýtast mér í skátastarfi. Ég myndi segja að ég væri virkur skáti og get ekki beðið að takast á við þau verkefni sem bíða mín.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það skemmtilegasta sem ég hef fengist við verður að vera sjálfboðavinnan sem ég hef unnið á Úfljótsvatni.

Hví gefur þú kost á þér í uppstillinganefnd?

Þess ber að geta að ég er ungmenni og umgengst og tala við önnur ungmenni. Það er hentugt því það er markið hjá BÍS að fá ungmenni til að taka virkan þátt í verkefnum innan BÍS. Þess vegna gef ég kost af mér í Uppstillingarnefnd.


Kynning á frambjóðendum - Ísak Árni Eiríksson Hjartar

Ísak Árni Eiríksson Hjartar

Framboð: skátaskólinn

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég byrjaði í skátunum þegar ég var 10 ára gamall. Ég var frekar ungur þegar ég byrjaði sem aðstoðarsveitaforingi hjá fálkaskátum og tók við þeirri sveit sem sveitaforingi þegar ég var 18 ára gamall. Í dag starfa ég sem Rekkaskátaforingi og varamaður í stjórn Mosverja. Einnig hef ég skipulagt og haldið Drekaskátmót undanfarin ár.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Eins krefjandi og það er að skipuleggja og halda Drekaskátamót þá hefur það trúlega verið það skemmtilegasta sem ég hef gert í skátunum.

Hví gefur þú kost á þér í skátaskólann?

Ég hef áhuga á að geta haft áhrif á fræðslu og námskeið innan skátanna.


Kynning á frambjóðendum - Davíð Þrastarson

Davíð Þrastarson

Framboð: ungemennaráð, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs á fundi stjórnar BÍS

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég hef verið skáti í 6 ár, ég byrjaði sem fálkaskáti og hef ekki hætt síðan. Ég hef alla mína skátatíð verið garðbúi og starfað sem drekaskátaforingi þar. Ég hef verið í mótsstjórn drekaskátamótstjórn í 2 ár

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Skemmtilegasta sem ég hef fengist við í skátunum er klárlega að vera í mótsstjórn drekaskátamóts.

Hví gefur þú kost á þér sem meðstjórnanda BÍS?

ég gaf kost á mér fyrir ungmennaráð því ég hafði áhuga á að starfa fyrir hag ungmenna í skátahreyfingunni


Kynning á frambjóðendum - Björk Norðdahl

Björk Norðdahl

Framboð: Skátaskólinn

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég varð skáti 9 ára í Kópum og skátastarfið heillaði mig strax. Ég fór þessa hefðbundnu leið sem flokksforingi og sveitarforingi og fór á Gilwell þegar ég var tvítug en flosnaði því miður upp úr starfi eftir það. Ég kom síðan aftur þegar börnin mín hófu skátastarf, fyrst sem tengiliður við foreldra í Kópum, þar sem ég prófaði ýmsar leiðir til að tengja foreldra inn í skátastarfið. Ég kláraði Gilwell eftir afskaplega langt hlé og í framhaldi af því sat ég í fræðsluráði um tíma þar til ég varð formaður fræðsluráðs í stjórn BÍS árið 2017 og hef ég starfað í stjórn BÍS síðan og sinnt fræðslumálum og félagaþrennunni, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er ég núna skólastjóri Gilwell-skólans.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Frá unglingsárunum eru það ferðirnar okkar upp í Þrist sem eru eftirminnilegastar. Að orna sér við eldinn í ísköldum skálanum, skara í glæðurnar og ræða málin, það eru góðar minningar. Það sem helst stendur upp úr núna undanfarið eru Gilwell-námskeiðin sem við höfum haldið á Úlfljótsvatni, þar sem ég hef fengið tækifæri til að starfa með okkar frábæra unga fólki og fylgjast með þeim vaxa og þroskast.

Hví gefur þú kost á þér í skátaskólann?

Ég gef kost á mér í stjórn skátaskólans því mig langar að halda áfram þeirri vinnu sem við höfum unnið að undanfarið við endurskipulagningu foringjaþjálfunar og leiðtogaþjálfun allra skáta frá 12 ára aldri. Góð þjálfun og fræðsla er nauðsynleg svo við fáum gott skátastarf og að því vil ég vinna.


Kynning á frambjóðendum - Ævar Aðalsteinsson

Ævar Aðalsteinsson

Framboð: útilífsráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Hóf ylfingastarf á undanþágu 1968 (7ára) í Dalbúum. Missti ekki af skátafundi í mörg ár og fór upp foringjastigann einsog vera ber. Jamboore í Noregi 1975, kamarhreinsari á landsmóti skáta 1977 og HSSR 1979. Mosverji síðan 2001; stjórnarmaður og félagsforingi í óþekktan tíma (var samt ekkert óþekkur). Er nú form. húsnefndar Mosverja og verkefnastjóri stikaðra gönguleiða í Mosfellsbæ (samstarfsverkefni Mosverja og Mosfellsbæjar)

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Flutti ásamt stórabróður skemmtiatrið Dalbúa á stóra varðeldinum á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni 1974. Þetta var sko STÓRT mál fyrir 13 ára gaura.

Hví gefur þú kost á þér í útilífsráð?

Framboð mitt til útilífsráðs BÍS byggist á inngrónum áhuga mínum á útivist og útinámi, ferðalögum og flakki. BP lagði mikla áherslu á útilegur og útivist en þar hefur heldur hallað undan fæti uppá síðkastið hjá okkur íslenkum skátum þrátt fyrir aukna útivist almennings.
Því skal snúa vörn í sókn og finna réttu leiðina uppá Heiðina.


Kynning á frambjóðendum - Sif Pétursdóttir

Sif Pétursdóttir

Framboð: Útilífsráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Hef verið í skátunum frá aldamótum
Starfa núna í Skjöldungum og er í stjórn Skjöldunga
Hef sinnt foringjastörfum fyrir Ægisbúa og Skjöldunga
Sat í stjórn SSR
Hef komið að skipulagningu og framkvæmd hinna ýmsu viðburða innan skátahreyfingarinnar og má þar helst nefna DS. Vitleysu, Skátapepp og Landsmót Róver og Rekkaskáta.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Mjög erfitt að velja á milli, finnst flest viðburðahald sem inniheldur mikla útivist mjög skemmtilegt. Að skipuleggja og halda utan um DS. Vitleysu var ótrúlega skemmtilegt og mikli reynsla sem safnaðist upp við það verkefni. En að fara út sem þátttakandi 2007 og síðar sem sveitarforingi á Jamboree 2019 var svo gaman að orð fá því varla lýst.

Hví gefur þú kost á þér í útilífsráð?

Ég tel mig hafa mikla reynslu af skátastarfi og hef starfað í nánast öllum krókum og kimum þess. Sem sveitarforingi, þáttakandi, viðburðarhaldari, skipuleggjandi og stjórnarkona. Einnig hef ég mikinn áhuga og ástríðu fyrir útivist af öllum toga og er því sæti í útilífsráði kjörinn staður fyrir mig til að halda áfram að þróa skátastarf á íslandi með útilíf að leiðarljósi.


Kynning á frambjóðendum - Ævar Aðalsteinsson

Ævar Aðalsteinsson

Framboð: Útilífsráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Hóf ylfingastarf á undanþágu 1968 (7ára) í Dalbúum. Missti ekki af skátafundi í mörg ár og fór upp foringjastigann einsog vera ber. Jamboore í Noregi 1975, kamarhreinsari á landsmóti skáta 1977 og HSSR 1979. Mosverji síðan 2001; stjórnarmaður og félagsforingi í óþekktan tíma (var samt ekkert óþekkur). Er nú form. húsnefndar Mosverja og verkefnastjóri stikaðra gönguleiða í Mosfellsbæ (samstarfsverkefni Mosverja og Mosfellsbæjar)

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Flutti ásamt stórabróður skemmtiatrið Dalbúa á stóra varðeldinum á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni 1974. Þetta var sko STÓRT mál fyrir 13 ára gaura.

Hví gefur þú kost á þér sem meðstjórnanda BÍS?

Framboð mitt til útilífsráðs BÍS byggist á inngrónum áhuga mínum á útivist og útinámi, ferðalögum og flakki. BP lagði mikla áherslu á útilegur og útivist en þar hefur heldur hallað undan fæti uppá síðkastið hjá okkur íslenkum skátum þrátt fyrir aukna útivist almennings.
Því skal snúa vörn í sókn og finna réttu leiðina uppá Heiðina.


Kynning á frambjóðendum - Huldar Hlynsson

Huldar Hlynsson

Framboð: Meðstjórnandi BÍS

Ferill þinn í skátastarfi?

Fyrsti fundur ferilsins fólst í því að fara á fótum í fjörugum póstaleik um Garðabæ. Endaði rennblautur, kaldur og gat varla beðið eftir næsta fundi ^_^ Ég s.s. er og hef alltaf verið í Vífli í Garðabæ sem skáti síðan 2009 minnir mig og foringi síðan 2016 í öllum sveitum félagsins nema róversveitinni. Er einnig í radíóskátum og hef aðeins hjálpað til með aðkomu radíóskáta á skátamót.
Maður hefur mætt á mörg mótin líka eins og landsmót, alheimsmót 2015 og tekið þátt í crean og lost in the lava 🙂
Svo var ég eitt ár í ungmennaráði og byrjaði í stjórn í fyrra. Svo hef ég tekið þátt í því að plana-gera-meta nokkra viðburði eins og vökuhlaupið, skátasumarið og DS.Húkk seinasta haust.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Ég hugsa að það skemmtilegasta sem ég hef fengist við hingað til sé líklegast þegar við héldum skátasumarið í fyrra, það var ógeðslega skemmtilegt og lærdómsríkt og fólkið sem var með mér í skipulagsteyminu eru allt snillingar. Var rosalega gaman líka að tala um það í nokkra mánuði fyrir mótið hvað „kanilsnúðar væru fræg mennsk delikasía og eru gómsætir“ á meðan ég fékk mér helling af kanilsnúðum sem svona fyrirboða fyrir næturleikinn 😈.
Reyndar þá var líka þrumustuð að halda DS.Húkk seinasta haust, allir voru svo peppaðir fyrir því verkefni og allar vinnustundirnar í undirbúningnum voru mjög góðar ^_^

Hví gefur þú kost á þér sem meðstjórnanda BÍS?

Ég býð mig fram til að vera meðstjórnandi til að hjálpa til við að peppa fleiri hópa til að plana-gera-meta litla skemmtilega viðburði, sérstaklega fyrir dróttskátaaldurinn því það er vöntun á svoleiðis viðburðum, sinna þessum vandamálum sem koma inn á borð stjórnarinnar og gera eins og ég get til að vinna í stefnunni skipulega.
Það er gaman að vinna með fólkinu í stjórninni, við alveg fúnkerum og ég er til í að fá tækifærið til að vinna með þeim lengur.


Kynning á frambjóðendum - Jón Þór Gunnarsson

Jón Þór Gunnarsson

Framboð: skoðunarmaður reiknings

Ferill þinn í skátastarfi?

Byrjaði sem ylfingur (drekaskáti í Hraunbúum) ’94. Sinnti á sínum tíma ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Hraunbúa og síðar landshreyfinguna, Bandalag Íslenskra Skáta. Sit í stjórn Grænna Skáta sem styður fjárhagslega undir skátastarf á landsvísu, en er einnig eitt stærsta einstaka umhverfisverkefni skátahreyfingarinnar.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það skemmtilegasta við skátastarf er lærdómurinn að hafa unnið með svo fjölbreyttum hópi fólks, hvaðanæfa úr heiminum, með mismunandi bakgrunn – en eiga það sameiginlegt að leggja sitt af mörkum til búa til betri heim. Skátahreyfingin er friðhreyfing.

Hví gefur þú kost á þér sem skoðunarmaður reikninga?

Ég gef kost á mér í hlutverk skoðunarmanns reikninga þar sem ég tel mig til þess bæran að geta leyst verkefnið vel úr hendi og jafnframt nægilega afmarkað í umfangi og tíma að ég nái að sinna því.