Ævar Aðalsteinsson

Framboð: Útilífsráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Hóf ylfingastarf á undanþágu 1968 (7ára) í Dalbúum. Missti ekki af skátafundi í mörg ár og fór upp foringjastigann einsog vera ber. Jamboore í Noregi 1975, kamarhreinsari á landsmóti skáta 1977 og HSSR 1979. Mosverji síðan 2001; stjórnarmaður og félagsforingi í óþekktan tíma (var samt ekkert óþekkur). Er nú form. húsnefndar Mosverja og verkefnastjóri stikaðra gönguleiða í Mosfellsbæ (samstarfsverkefni Mosverja og Mosfellsbæjar)

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Flutti ásamt stórabróður skemmtiatrið Dalbúa á stóra varðeldinum á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni 1974. Þetta var sko STÓRT mál fyrir 13 ára gaura.

Hví gefur þú kost á þér sem meðstjórnanda BÍS?

Framboð mitt til útilífsráðs BÍS byggist á inngrónum áhuga mínum á útivist og útinámi, ferðalögum og flakki. BP lagði mikla áherslu á útilegur og útivist en þar hefur heldur hallað undan fæti uppá síðkastið hjá okkur íslenkum skátum þrátt fyrir aukna útivist almennings.
Því skal snúa vörn í sókn og finna réttu leiðina uppá Heiðina.