DAGSKRÁ
Dagskrá
Lýsingar á dagskrártorgum fyrir fararstjóra og aðrar nytsamlegar upplýsingar
- Torgadagskráin fer fram fjóra daga milli 13-16:30.
- Ætlast er til þess að foringjar fylgi drekaskátum og fálkaskátum í alla torgadagskrá. Við hvetjum/biðjum foringja að fylgja dróttskátum í dagskrá og vera þeim til stuðnings, að lágmarki í upphafi til að tryggja að þau átti sig á dagskrár fyrirkomulagi og verði nægjanlega örugg til að fara sjálfstæð. Við treystum samt sem áður fararstjórum til að leggja mat á það hvort þau treysti sínum dróttskátaflokkum til að fara sjálf í göngur en foringjarnir þurfa samt sem áður að mæta í göngutorgið með dróttskátunum til að staðfesta leiðarvalið og tengilið flokksins.
- Hægt er að fá stimpla í mótsbókina fyrir þátttöku í dagskránni. Í upplýsingatjaldinu á miðsvæðinu er hægt að fá torgaperlur.
Samfélagstorg
Í samfélagstorginu fara flokkarnir um nærumhverfi Úlfljótsvatns og vinna ýmis samfélagsverkefni sem eiga það markmið að byggja upp Úlfljótsvatn og nærumhverfi. Tvö megin þemu eru yfir verkefnum samfélagstorgsins, annars vegar aðgengileg náttúra og hins vegar ævintýralegt undraland.
Staðsetning: Allir skátaflokkar byrja á því að mæta í samfélagstorgstjaldið sem staðsett er efst á flötinni við fótboltavöllinn. Þar hitta þau hópinn sem verður með þeim og grípa með sér þann búnað sem þau gætu þurft.
Búnaður: Gott er að hafa í huga að skátarnir verða allan tímann úti í nærumhverfi tjaldsvæðisins og því mikilvægt að vera klædd eftir veðri. T.d. með regnföt ef skyldi rigna, sólarvörn, derhúfu og vatnsbrúsa. Gott er að vera í þægilegum fötum sem auðvelt er að hreyfa sig í og mega verða skítug. Einnig er gott að hafa vinnuhanska/vettlinga.
Göngutorg
Torgið byrjar á því að flokkarnir mæta í göngutorgstjaldið sem staðsett er við Gillwell hliðið, þar verða göngukort og eyðublöð sem flokkarnir fylla út og skilja eftir. Við munum biðja um fjölda í flokknum, leiðarval, áætlaða heimkomu, staðfestingu frá foringja að öll séu vel undirbúin í þá göngu sem var valin, tengiliðaupplýsingar við flokkinn og félag.
Búnaður: Mjög mikilvægt er að öll séu klædd eftir veðri, í góðum göngufötum, með utanyfir föt ef rignir, í góðum skóm, með derhúfu og sólarvörn, vatnsbrúsa og göngunasl, litla skyndihjálpartösku með helstu nauðsynjum fyrir göngur og annan mikilvægan búnað sem gott er að hafa í göngum.
Gönguleiðunum er skipt í þrjá erfiðleika flokka, njóta ekki þjóta, áhugahækarar og göngugarpar. Að auki er hægt að skoða tilbúið kort með merktum leiðum.
Að lokum er mikilvægt að koma við í göngutorgartjaldinu þegar skátarnir koma til baka, merkja sig inn og fá stimpil í mótsbókina.
Gönguleiðir:
- Njóta ekki þjóta – Stuttar gönguleiðir (u.þ.b. 2-3 tímar) Tilvalið fyrir þau sem vilja nýta tækifærið til að spjalla um lífið og tilveruna, deila sögum, fara í fuglaskoðun, plöntuskoðun, náttúrubingó, núvitundargöngu og njóta náttúrunnar og félagsskapsins. Hugmyndir af göngum fyrir þennan flokk eru t.d.
-
- Fossá – Álfasel
-
-
- Álfasel – Fossá
-
-
- Krossinn – Borgarvík
-
-
- Borgarvík – Krossinn
-
-
- Vinaskógur – Ýrafossvirkjun – Ljósafoss
-
-
- Ljósafoss – Ýrafoss – Vinaskógur
-
-
-
- Fyrir áhugasöm er hægt að nýta tækifærið og prófa nýjasta og flottasta frisbígolfvöll Íslands, Ljósafossvöll
-
-
-
- Einnig er hægt að heimsækja Orkusýningu Landsvirkjunar sem staðsett er í Ljósafossvirkjun.
- Einnig er hægt að heimsækja Orkusýningu Landsvirkjunar sem staðsett er í Ljósafossvirkjun.
-
- Áhugahækarar – Milli langar gönguleiðir (u.þ.b. 3-4 tímar). Gönguleiðir fyrir þau sem vilja komast enn frekar úr mannþrönginni í kringum tjaldsvæðið og kynnast landsvæðinu í kringum Úlfljótsvatn enn betur.
-
- Fossá – Grafningsrétt – Úlfljótsvatnsfjall – Krossinn x km.
-
-
- Krossinn – Úlfljótsvatnsfjall – Grafningsrétt – Fossá
-
-
- Fossá – Háafell – Grafningsrétt – Álfastígur x km.
-
-
- Álfastígur – Grafningsrétt – Háafell – Fossá
-
-
- Fossá – Bíldsfell – Ýrafoss – Ljósafoss x km
-
-
- Ljósafoss – Ýrafoss – Bíldsfell – Fossá
-
- Göngugarpar (dagsferðir) – Lengri gönguleiðir ca: (6+ tímar). Gönguleiðir fyrir þá hópa sem hafa reynslu af lengri göngum, eru með góða kunnáttu í rötun, eru vel undirbúin fyrir lengri göngur og hafa bæði úthald og þol. Þessar leiðir eru eingöngu fyrir drótt- og rekkaskáta með foringja. Þeir hópar sem velja þessar gönguleiðir þurfa að skrá sig í gönguna daginn fyrir, taka með sér nesti og leggja af stað um 10. Hafa þarf í huga að í sumum gönguleiðum þarf að ganga meðfram þjóðveginum hluta af leiðinni.
-
- Ljósafoss – Búrfell – Ljósafoss
-
- Borgarvík – Hellisvík – Steingrímsstöð
-
-
- Borgarvík – Steingrímsstöð – Hellisvík
-
-
- Borgarvík – Skinnhúfuhellir – Steingrímsstöð – Ljósafoss
-
-
- Ljósafoss – Steingrímsstöð – Skinnhúfuhellir – Borgarvík
-
-
- Fossá – Háafell – Úlfljótsvatnsselfjall – Úlfljótsvatnsfjall – Krossinn
-
-
- Krossinn – Úlfljótsvatnsfjall – Úlfljótsvatnsselfjall – Háafell – Fossá
-
Sköpunartorg
Sköpunartorgið er staðsett við hliðina á flötinni milli JB skálans og fjölskyldubúðastallanna. Þar geta skátarnir gengið um svæðið, skoðað og fundið það sem vekur áhuga hjá þeim og prófað að skapa sjálf einhverjar nýjungar og nýta sér skemmtilegar leiðir til að endurvinna og endurnýta efniviðinn. Þeir skátar sem taka með sér skátahnífa mega með leyfi foringja taka þá mér sér í sköpunartorgið til þess að tálga. Þar verður svæði þar sem skátarnir geta tálgað það sem þeim dettur í hug en á staðnum verður ýmiss föndurbúnaður eins og t.d. garn, pappír, málning, brennipennar, límbyssur svo hægt sé að skapa ýmislegt eins og t.d. fígúrur, göngustafi, hljóðfæri, listaverk, strengjabrúður, skátahnút, kertastjaka/eldspýtustokkshaldara, óróa, vindmyllur, origami, vinabönd svo eitthvað sé nefnt.
Í sköpunartorginu er einnig tækifæri til að búa til bát og flugdreka til að taka þátt í báta og flugdrekakeppninni á síðasta dagskrádegi í opna dagskrábilinu.
Þeir skátar sem hafa áhuga geta skráð sig í leikrit dagsins innan sköpunartorgsins en í opna dagskrábilinu mun hópurinn flytja leikrit dagsins á sviðinu fyrir áhugasama áhorfendur. Hafið í huga að þau sem skrá sig í þennan hóp skuldbinda sig í þetta verkefni allt sköpunartorgið og hafa því ef til vill ekki tíma til að taka þátt í öðrum verkefnum.
Þrauta-og metatorg
Þrauta- og metatorg er staðsett á flötinni við KSÚ. Hér er gott að hafa í huga að skátarnir geta blotnað og orðið drullug ef þau vilja leika sér í vatnasafaríinu. Einnig er hægt að fara í vatnsstríð, byggja fleka, keppa í sápubolta eða keppa í drulluhlaupinu. Þá er gott að hafa með sér þurr aukaföt, poka undir óhreinu fötin og handklæði. Ef kalt er í veðri er gott að taka með sér teppi fyrir þau sem vilja hlýja sér eftir kalt baðið í vatninu.
Fyrir þau sem eru smeik við vatn þá verða hátíðarleiktæki og keppnisþrautir í boði eins og hringjakast, kubbur, skíðaplankahlaup, risa velti Pétur, reipitog, skátaskák, pokahlaup og limbó.
Lýsingar á dagskrárliðum í opnu dagskrá fyrir fararstjóra
Opna dagskráin fer fram tvisvar á dag frá 10:00 – 11:30 og 17:00 – 18:30. Þennan tíma er einnig hægt að nýta í tjaldbúðavinnu.
Hægt er að nálgast skráningu og frekari upplýsingar um opnu dagskrána í dagskrártjaldinu sem staðsett er á fótboltavellinum.
Dagskrárliðir sem krefjast skráningar:
- Liðaskráning í Fótboltamótið, blakmótið, mugga qudditch og drullubolta
- Flokkaskráning í Skátasafnið
- Einstaklingsskráning í Radíóskáta
- Einstaklingsskráning í Útieldun
- Einstaklingsskráning í Gilwellskála skoðunarferð
Ekki þarf að skrá sig í Úlfljótsvatnsdagskrá, alþjóðatjaldið og aðra skyndiviðburði
Hægt er að vinna sér inn dagskráperlu með því að safna stimplum í mótsbókina fyrir þátttöku í opnu dagskránni. Hægt er að fá perlurnar í upplýsingatjaldinu á miðsvæðinu.
Alþjóðatjaldið
Í alþjóðatjaldinu sem staðsett er á miðsvæðinu. Þar geta skátarnir komið í heimsókn í báðum opnu dagskrárbilunum og þurfa þau ekki foringja með sér í tjaldið. Við hvetjum samt sem áður foringja til þess að koma með þeim eða að kíkja sjálf í heimsókn og kynna sér bæði alþjóðaráð og tækifærin sem bjóðast í alþjóðlegu skátastarfi.
Í alþjóðatjaldinu verður hægt að taka þátt í t.d. heimskinda spurningaleik, alþjóðabingó og merkjaskiptistöð svo eitthvað sé nefnt. Í alþjóðatjaldinu verður hægt að finna upplýsingar um nánari tímasetningar fyrir einstaka skyndiviðburði og kynningar.
Ef einhverjir skátar vilja grípa tækifærið og auglýsa alþjóðleg tækifæri og viðburði eða fræðast um þau frá öðrum skátum þá verður sérstakur gluggi með opnum hljóðnema í alþjóðatjaldinu.
Skátasafnið
Skátasafnið býður skátaflokka velkomna til að læra gömul og góð hagnýt verkefni til að nota í skátastarfi. Það má velja um nokkra pósta og fara á milli þeirra: Flöggun íslenska fánans, skátaleikir, búningar, fyrr/nú, varðeldaskikkjur, hnútar, morse, Landsbjörg, o.fl. Öll fá hnútabönd og morsespjöld. Skráningin er daginn fyrir. Fjöldi í flokk eru 5-8 skátar.
Á hverjum degi kl. 13-15 er auka dagskrá sem krefst engrar skráningar, bara að koma upp í Skátasafnið.
Sunnudagur: Íslenski fáninn, flöggun
Þriðjudagur: Hnútar, öll fá hnútabönd
Miðvikudag: Morse, öll fá morsespjöld
Fimmtudag: Líflína
Daglega: Kynning fyrir fararstjóra kl. 18-18:15
Skátasafnið heldur upp á 10 ára afmæli sitt, mánudaginn 15. Júlí. Safnið er opið skátum allan daginn kl. 10-20. Sérstök móttaka fyrir gesti safnsins er kl. 13:30-15.
Hreystimót
Haldin verða fjögur hreystimót og tvær keppnir yfir mótið. Skátarnir þurfa að skrá sig sem lið í dagskrártjaldinu sem staðsett er á fótboltavellinum en skráning lokar á hvert mót kl. 18:30 daginn fyrir mótið.
Dreka- og fálkaskátamótin verða í fyrra dagskrábilinu kl. 10 og drótt- og rekkaskátamótin verða í seinna dagskrábilinu kl. 17.
Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í flugdreka og bátakeppnina og hægt verður að búa til flugdreka og báta í sköpunartorginu.
Fótboltavöllurinn og blakvöllurinn eru opin öllum þegar ekki er mót og hægt er að fá lánaða bolta í dagskrártjaldinu.
Dagskrá hreystimótanna er:
- 13. júlí: Fótboltamót
- 14. júlí: Mugga Quidditch
- 15. júlí: Blakmót
- 16. júlí: Drullubolti
- 17. júlí: Báta- og Flugdrekakeppni.
Úlfljótsvatnsdagskrá
Í opnu dagskránni verður hin hefðbundna Úlfljótsvatns dagskrá í boði og krefst ekki skráningar. Ekki er þörf á því að foringjar fylgi skátunum í dagskránna.
Bátar í Úlfljótsvatni
Í báðum opnu dagskrárbilunum verða kajakar og kanóar í boði ef veður leyfir. Þau sem ætla á bát gætu blotnað og því gott að vera klædd í regnbuxur eða föt sem mega blotna. Einnig er gott að vera með stígvél eða í vaðskóm.
Fyrir þá skáta sem vilja vaða þá minnum við á að í kringum vötn leynast alltaf ákveðnar hættur og er Úlfljótsvatn engin undantekning. Úlfljótsvatn er eitt kaldasta vatn á Íslandi og auk þess er harður undirstraumur vegna virkjananna. Því biðjum við fararstjóranna að brýna fyrir skátunum að fara varlega þegar leikið er í kringum vatnið og ætlumst til þess að foringjar fylgi yngstu skátunum, drekum og fálkum, ef þau ætla að vaða í vatninu.
Bæði á morgnanna og á kvöldin verður ísbjörn þar sem sjálfboðaliðar verða við vatnið og er öllum skátum og foringjum boðið að koma og stinga sér til sunds þá.
Klifurturninn
Opið verður í klifurturninn í báðum dagkrárbilum þar sem hægt verður að klifra og síga. Ekki er þörf á skráningu né að foringjar fylgi skátunum í þennan dagskrárlið.
Bogfimi og axarkast
Staðsett á útisvæðinu stuttu eftir undirgöngin á leiðinni í KSÚ, verður bogfimin og axarkastið. Við treystum því að fararstjórar leggi mat á það hvort nauðsynlegt sé að fylgja skátunum í þennan dagskrárlið þar sem hann krefst þess að skátarnir fylgi fyrirmælum, boðum og bönnum.
Radíóskátar
Radíóskátar verða í Norðursal og þar geta skátarnir kynnst nýrri tækni og reynt að komast í samband við skáta frá öðrum löndum. Opið verður í Radíóskáta í báðum dagskrárbilum en hægt er að skrá sig í dagskrártjaldinu.
Fjölmiðlasetrið
Í fjölmiðlasetrinu sem staðsett verður í þjónustumiðstöðinni verður starfandi landsmótsblað og útvarp. Þar verður sérdagskrá sem við hvetjum skátana að kynna sér og fylgjast með. Þar verður einnig í boði fyrir skátana að koma í heimsókn og prófa að stjórna útvarpsþætti og ef einhverjir skátahópar vilja nýta tækifærið og auglýsa spennandi viðburði þá hvetjum við þá til að kíkja í fjölmiðlasetrið til að auglýsa.
Einnig hvetjum við þau sem hafa áhuga á ljósmyndum og greinaskrifum að kíkja við og kynna sér ljósmyndakeppni mótsins.
Hægt er að fá nánari upplýsingar um fjölmiðlasetrið bæði í upplýsingatjaldinu og í fjölmiðlasetrinu.
Gilwell skálinn
Á morgnanna kl. 10 verða fararstjórafundir í Gilwell skálanum fyrir íslensku fararstjórana. Í seinna opnu dagskrábilinu verður í boði fyrir áhugasama skáta að koma í heimsókn og skoða skálann og kynna sér sögu hans og skátastarfs á Úlfljótsvatni.
Á heimsóknardaginn, 18. júlí, verður kynning fyrir fjölskyldur og gesti um hvað er skátastarf.
Gilwell skátar ætla einnig að hittast yfir Landsmót og halda saman kvöldvöku. Hægt er að heimsækja upplýsingatjaldið fyrir frekari upplýsingar um tímasetningu og staðsetningu.
Kyrrðarlautin
Fyrir þau sem vilja komast í friðsamlegt umhverfi til að slappa af í ró og næði þá verður slökunartjald og afslöppunarsvæði við kyrrðarlautina. Þar verður sér dagskrá ásamt því að hægt er að bóka tjaldið fyrir trúarathafnir sé óskað eftir því. Bókanir á kyrrðarlautinni fer fram í upplýsingatjaldinu.
Skyndidagskrá
Lumar þú eða einhver í þínum skátaflokki á dagskrá sem þið viljið bjóða öðrum að taka þátt í með ykkur? Vilt þú/þið halda gott danspartý, halda borðspilakvöld, vera með jógastund, setja upp skiptimarkað fyrir merki eða henda í eitt kareoke kvöld. Kíktu þá í upplýsingatjaldið og láttu okkur vita og við aðstoðum ykkur við að gera hugmyndina að veruleika.
Róverskátatjaldið
Við KSÚ verður Róverskátatjaldið þar sem Róverskátum og eldri er boðið að koma fjarri tjaldsvæðinu á kvöldin að spjalla og njóta saman. Þar verður kósý andrúmsloft með tónlist og spilum sem hægt er að grípa í. Sum kvöld verður skipulögð dagskrá en ef það eru sérstakar óskir eða boð um ákveðna dagskrá í róvertjaldinu þá er hægt að láta vita af því í upplýsingatjaldinu.
Á réttum nótum
Mikilvægt er að stilla sína strengi rétt, kjarna sig og koma sér í gírinn fyrir allt það sem dagarnir á Landsmóti geta gefið okkur. Því er gott að bæði byrja dagana og ljúka þeim á réttum nótum.
Morgunteitið er fyrir þau sem vilja vakna snemma og byrja daginn rétt. Hægt verður að stinga sér til sunds, taka léttar morgunæfingar, hugleiða og dansa sig inn í daginn við bryggjuna og í kyrrðarlautinni.
Hægt er að koma að bryggjunni og í kyrrðarlautina fyrir þau sem vilja bjóða sólina og vatnið góða nótt. Þar verður hægt að stinga sér til sunds aftur, ígrunda daginn og núllstilla sig fyrir svefninn.
Landsmót 2024
Landsmót 2024
Icelandic National Jamboree 2024
Hér ættir þú að geta fundið allar helstu upplýsingar fyrir Landsmót skáta 2024.
Here you can find all informations for the National Jamboree at Úlfljótsvatn 2024.
Nýjustu fréttir af Landsmóti
UPPLÝSINGAR FYRIR ÖLL
Birt með fyrirvara um breytingar og villur
mótssvæði
Mótsstjórn
Mótsstýra
Kolbrún Ósk Pétursdóttir
Mannauðsstýra
Katrín Kemp Stefánsdóttir
Tæknistjóri
Benedikt Þorgilsson
Dagskrárstýra
Sædís Ósk Helgadóttir
Kynningarmálastýra
Arney Sif Ólafsdóttir
Starfsfólk Skátamiðstöðvar
Tengiliður við fjölmiðla
Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir
s. 550-9803
halldoraolafs@skatarnir.is
Starfsmaður Skátamóta
Bjarki Rafn Andrésson
Fjármálastýra
Halldóra Inga Ingileifsdóttir
Sjálfboðaliðar
Sjálfboðaliðar
LEGGÐU OKKUR LIÐ!
Hlutverk sjálfboðaliða
Til að Landsmót skáta 2024 geti gengið smurt fyrir sig þá þurfum við sjálfboðaliða (IST) til að aðstoða okkur við hin ýmsu verk á meðan á mótinu stendur.
Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu hlutverki þar sem þau hjálpa til við að vinna þau verk sem þarf að gera til að skapa ógleymanlegt skátamót fyrir öll, auk þess sem þetta er skemmtilegt tækifæri til að kynnast fleiri skátum og njóta sumarsins á Úlfljótsvatni. Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg en það þarf til dæmis aðstoð við dagskrá, uppsetningu, kynningarmál og fleira! Allir 18 ára og eldri geta skráð sig sem sjálfboðaliðar.
Tímabil
Sjálfboðaliðarnir mæta á mótið 10. júlí og verða til 21. júlí. Dagana fyrir mótið færðu viðeigandi þjálfun fyrir þitt hlutverk auk þess sem við verðum að setja upp það sem þarf fyrir mótið. Eftir mótið hjálpumst við svo að við að ganga frá og endum svo á uppskeruhátíð þar sem við munum fagna saman góðu skátamóti!
Ekki hika við að hafa samband ef þú ert með einhverjar spurningar!
Hvað færð þú í staðinn?
- Mat og gistiaðstöðu á tjaldsvæði
- Viðeigandi þjálfun fyrir þitt hlutverk
- Möguleiki á að taka þátt í opinni dagskrá utan vinnutíma
- Lokahóf Landsmóts skáta 2024, sem haldið verður 21. júlí
National Jamboree 2024
Icelandic National Jamboree 2024
different worlds
Contingent leaders meetings at jamboree
Contingent leaders meetings will be held Friday 12th. july at 18:30 and 13th. – 18th. july at 10:30 am in the volunteer canteen.
Program
Do you want to have the whole program in your phone?
Scan this QR code or follow this link to add jamboree program to your phone.
Campsite
family camp
If you want to join us with your family we have a family camp where you can set up your tent with your family, explore our campsite, take part in some of the activities and meet other people!
Participation fee is ISK 4.300 Kr per person
Included are Jamboree features and the family camp program.
Note that this is added to the cost of camping. See camping prices below:
The campsite fee is as follows:
Note that electricity costs an extra ISK 1,100 kr per night
One night
Whole week
family camp program
The Scout Centre
Úlfljótsvatn is a very scenic Scout centre, located one and a half hour from Keflavík international airport. Úlfljótsvatn has been the “home away from home” for Icelandic Scouts for over 80 years. Being the national Scout Center, it has been the site for numerous international, national and local jamborees throughout the years. Úlfljótsvatn was also the main site for Roverway in 2009, and more recently the World Scout Moot in 2017.
Theme: Different worlds
A long time ago there was a big scientific discovery where we found out that our world, as we know it, wasn’t the only world to exist.
NEWSLETTERS
Here is a collection of all the newsletter already sent out.
Fararstjórar
fararstjórar
Fararstjórafundir á landsmóti
Fararstjórafundur 12. júlí kl 18:00 í Gilwell skálanum.
Fararstjórafundir 13. – 18. júlí kl 10:00 í Gilwell skálanum.
Dagskrá
Villtu fá alla dagskrárliði beint í dagatalið í símanum?
Skannaðu kóðann eða fylgdu slóðinni.
Sameiginlegur búnaður
Félagið þarf að taka með sér sameiginlegan búnað fyrir tjaldbúð félagsins og er gott að gera nákvæman lista yfir það sem þarf að hafa með. Þá þarf einnig að huga að því að ferja búnaðinn á mótssvæðið en hægt er að koma 11. júlí með búnaðinn. Vinsamlegast sendið póst á Kolbrúnu til að láta vita með áætlaðan komutíma.
Hér er listi yfir hluti sem algengt er að félög taki með í sameiginlegum búnað:
- Tjöld fyrir þátttakendur
- Matartjald
- Eldunarbúnaður
- Eldvarnarbúnaður
- Einkenni félagsins
- Trönur
- Skyndihjálparbúnaður og brunavarnir (mildison, ofnæmistöflur, aftersun ofl.)
- Afþreying fyrir þátttakendur (s.s. vinabönd, spil, syrpur)
Aðkoma sjálfboðaliða/foreldra
Gjarnan óska félög eftir því að fá inn auka sjálfboðaliða, sem eru oftast aðstandendur þátttakenda eða gamlir skátar, til að aðstoða með verkefni í tjaldbúðinni á mótinu. Algeng verkefni til að fá aðstoð með er til dæmis uppsetning tjaldbúðarinnar, matseld, kvöldkaffi og kyrrð eða frágang.
Það er sjálfsagt að fá aðstoð þessara aðila og fögnum við öllum sem leggja landsmóti skáta lið. Foreldrar eða aðrir sjálfboðaliðar þurfa að vera skráð hjá okkur og eiga félög að skila inn lista með nöfnum og sakavottorðsheimildum á skatarnir@skatarnir.is fyrir 10. júlí.
Heilsufarsskýrslur
Mikilvægt er að allir þátttakendur skili inn heilsufarsskýrslu til síns félags, þar sem fram koma helstu sjúkdómar, ofnæmi og annað sem gæti talist mikilvægt. Einnig þarf að koma fram hverjir nánustu aðstandendur viðkomandi eru ef neyðartilvik kæmi upp.
Mjög mikilvægt er að muna að þetta eru persónuupplýsingar og þarf að gæta þeirra vel. Félögum er skylt að hafa einn heilsufarsfulltrúa sem gætir að skýrslunum og er fyrsti tengiliður við aðstandendur ef svo ber undir.
Þessum skýrslum á ekki að skila inn til BÍS heldur til heilsufarsfulltrúa hvers félags.
Minnum á að félagið taki ofnæmistöflur og mildison til að geta meðhöndlað bit.
Fjölskyldubúðir
Vilja foreldrar/fjölskyldur þinna skáta taka þátt í fjölskyldubúðum og mynda þar saman tjaldbúð?
Til að taka frá pláss þarf fararstjóri félagsins að senda tölvupóst á Viljurnar.
Skráning foringja
Foringjar á mótið eiga að vera skráð í Sportabler og þarf að ganga frá því fyrir 8. júlí. Ef foringjar eru að koma hluta mótsins þarf að taka það fram í athugasemd við skráningu.
Fjölskyldubúðir
Fjölskyldubúðir
Hulinsheimur
Alltaf er yndislegt að vakna í tjaldi eftir nærandi nætursvefn í faðmi þinnar nánustu, heyra í fjarska klingjandi raddir ungra skáta og í næstu tjöldum niðinn
í prímusum. Svo þegar rennilásnum er rennt upp og búið að þurrka stírurnar úr augunum blasir við notaleg tjaldbúð fjölskyldna, smábörn að leik og fólk sest með kaffibollann fyrir framan tjaldið sitt. Handan við hólinn eru síðan skátarnir í skátatjaldbúðum að hefja morgundagskrá.
Fjölskyldubúðir eru heill heimur út af fyrir sig en samt eru þau sem dvelja í fjölskyldubúðum þátttakendur á skátamóti. Í fjölskyldubúðum dvelja um lengri eða
skemmri tíma eldri skátar, foreldrar skáta eða áhugafólk um útivist og tjaldbúðarlíf.
Fjölskyldubúðir er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur skáta, gamla skáta og nýja skáta til að vera hluti af ævintýrunum sem gerast á landsmótum, hitta gamla skátavini og eignast nýja skátavini, upplifa skemmtilegar fjölskyldustundir með yngstu börnunum sem eru ekki ennþá komin á þátttakendaaldurinn og njóta þess að sjá úr fjarska skátann sinn blómstra í hópi jafningja, takast á við það að finna sokkana sína á eigin spýtur og borða hafragrautinn með bros á vör.
Við mælum með að þið komið og njótið þess að vera með okkur allt landsmótið í fjölskyldubúðum, en ef aðstæður leyfa það ekki þá er hægt að koma í heimsókn í nokkra daga. Í fjölskyldubúðum er dagskrá fyrir alla aldurshópa en sérstaklega er hugsað til þess að yngstu skátarnir okkar (eða verðandi skátar) fái notið sín í faðmi íslenskrar náttúru að skáta sið.
Styrkjum fjölskyldu- og vinaböndin. Hlökkum til að sjá ykkur í fjölskyldubúðum!
Verðskrá
Þátttökugjald í fjölskyldubúðir er 4.300 kr per einstakling.
Innifalið er mótseinkenni og dagskrá fjölskyldubúða. Athugið að svo bætist við kostnaður við tjaldsvæði. Sjá gjaldskrá hér að neðan.
Gjaldskrá tjaldsvæðis er eftirfarandi:
Athugið að rafmagn kostar aukalega 1.100 kr nóttin.
50% afsláttur af gjaldskrá tjaldsvæðis ef þú ert skáti.
Ein nótt
Ein vika
Kaffihús fjölskyldubúða - Veigaborgir
Í Veigaborgum verður hægt að versla ýmsar veitingar. T.d. grillaðar samlokur, kaffi, kakó, heitt vatn og fleira.
Mótssvæði
Facebook hópur
Skátahópurinn Viljurnar sjá um fjölskyldubúðir á Landsmóti. Þær hafa stofnað facebook hóp þar sem allar helstu upplýsingar koma inn og þar er einnig hægt að spyrja spurninga.
Different Worlds
Different Worlds
Theme
„A long time ago there was a big scientific discovery where we found out that our world, as we know it, wasn’t the only world to exist. We discovered that different worlds are around us and are inhabited by a beautiful variety of people. With time and increased knowledge, we were able to open portals that allowed everyone to travel between worlds and get to know one another.
Every world has its own distinctive feature and specific characteristics which can be seen reflected in its people. They have their own strengths and possess certain abilities that are connected to the characteristics of their world.“
„Since then, time has passed, scout groups have developed, and life has taken its usual course.
All of a sudden, scout groups across all worlds, start getting the feeling that they need to go on an expedition. They don’t know where this expedition will take them, but they feel compelled to follow the feeling and set off from their world, equipped for what is coming!“
Ólíkir heimar
Ólíkir heimar
Þema mótsins
Fyrir langa löngu varð tímamóta uppgötvun í vísindum þegar kom í ljós að allt í kringum okkur eru ólíkir heimar þar sem fjölbreytt og áhugavert fólk lifir sínu lífi. Með tímanum og aukinni vitneskju náðum við að opna hlið milli heima sem leyfir fólki að ferðast á milli og kynnast öllum þessum ólíku heimum.
Heimarnir eru ólíkir og búa allir yfir ákveðnum eiginleikum sem sjá má endurspeglast í fólkinu. Skátar hvers heims hafa þróað sína styrkleika út frá sínum eiginleikum. Síðan þá hefur tíminn liðið, skátafélög dafnað og lífið gengið sinn vanagang.
Allt í einu fara öll skátafélög, þvert á heima, að heyra á sig kallað. Þau vita ekki hvaðan kallið kemur en finna hjá sér þörf að svara kallinu og leggja því af stað í leiðangur með allt sitt hafurtask, verndargripinn sinn, félagseinkenni og búnað.
Leiðangurinn mun leiða þau á Úlfljótsvatn sumarið 2024, þar sem þau munu sjá skátafélög frá ólíkum heimum koma saman, lenda í ævintýrum og uppgötva af hverju kallið kom!
Hvert skátafélag getur tileinkað sér einkenni síns heims með því að vinna með sína eiginleika og sérþekkingu í undirbúningi fyrir Landsmót ásamt því að búa til Verndargrip fyrir félagið.
Verndargripurinn
Verndargripurinn
Við höfum lifað lengi í okkar eigin heimum, þar sem við þekkjum hvern krók og kima, höfum ríkjandi hefðir og kunnum vel við okkur. Nú þegar við heyrum kallið og nýir heimar verða okkur aðgengilegir þá fylgjum við auðvitað ævintýrainnsæi skátans, pökkum öllu okkar hafurtaski og leggjum af stað í skemmtilegt ferðalag!
Einn af okkar mikilvægustu hlutum til þess að taka með í ferðalagið er verndargripurinn okkar, en hann kemur með okkur í öll okkar ferðalög og ævintýri. Ef þú veist ekki hvað verndargripurinn er, lestu þá áfram.
Verkefni skátafélagsins fram að Landsmóti skáta 2024
Hvert skátafélag útbýr sinn verndargrip sem það fer með í öll sín ferðalög og ævintýri fram að Landsmóti skáta 2024 og svo verður verndargripurinn auðvitað með í för á Landsmótinu.
Í aðdraganda Landsmóts skáta 2024 munu vera gefin út ýmis verkefni sem skátafélagið er hvatt til þess að leysa og safna sér þannig inn stigum, verðlaun verða síðan veitt á mótinu. Þessi verkefni eru hvatning til útivistar og ævintýra sem eru hluti af stóra ferðalaginu á Landsmót skáta.
Fyrsta skrefið er að búa til eða verða sér úti um verndargrip fyrir félagið. Verndargripur félagsins getur verið af ýmsu tagi, til dæmis eitthvað úr náttúrunni, stytta, tuskudýr, gríma, göngustafur, tálgaður munur eða hvað sem félaginu finnst endurspegla félagsandann best. Verndargripurinn á að bera merki Landsmóts eða Bandalag íslenskra skáta og vera skreyttur í anda síns skátafélags, til dæmis með merki félagsins, einkennislitum þess eða öðrum táknmyndum félagsins. Verndargripurinn getur svo tekið breytingum á mánuðunum fram að Landsmóti eftir því í hvaða ævintýrum hann lendir í á ferðalaginu að Landsmóti.
Ævintýri með verndargripinn með í för
Á ferðalaginu að Landsmóti munu skátafélögin lenda í hinum ýmsu ævintýrum og áskorunum. Félagið og sveitir, flokkar og einstaklingar innan félagsins skiptast á að taka verndargripinn með í öll þau útivistar ævintýri sem þau fara í fram að Landsmóti. Með því að hafa verndargrip félagsins með í för getur félagið safnað inn stigum og átt möguleika á að vinna verðlaun fyrir ýmsar gerðir ævintýra.
Öll félög sem taka þátt fá merki sem viðurkenningu fyrir skemmtilegt og spennandi ferðalag á Landsmót skáta 2024. Þar að auki geta félögin keppst um að vinna verðlaun fyrir að lenda í flestum ævintýrum, fara í frumlegustu ferðina, ferðast í alla landshluta og fleira. Verðlaunin verða svo afhent við hátíðlega athöfn á Landsmóti skáta 2024.
Á ferðalaginu á Landsmót munu félögin svo fá tækifæri á að taka þátt í ýmsum áskorunum með sinn verndargrið með í för. Þannig geta félögin bæði unnið sér inn stig með því að taka verndargripinn með sér í öll útivistar ævintýri skátafélagsins en einnig með því að taka þátt í sérhönnuðum útivistaráskorunum sem verða gefnar út sem undirbúningur og hvatning fyrir landsmótið.
Um þátttöku í þessu skemmtilega ferðalagi gilda eftirfarandi reglur:
- Ævintýrið eða áskorunin verður að vera útivistarverkefni til þess að teljast til stiga
- Verngargripurinn verður að vera með í för
- Ljósmynd skal tekin til sönnunar á framkvæmd verkefnis og verndargripur félagsins verður að vera með á myndinni