Ólíkir heimar


Þema mótsins

Fyrir langa löngu varð tímamóta uppgötvun í vísindum þegar kom í ljós að allt í kringum okkur eru ólíkir heimar þar sem fjölbreytt og áhugavert fólk lifir sínu lífi. Með tímanum og aukinni vitneskju náðum við að opna hlið milli heima sem leyfir fólki að ferðast á milli og kynnast öllum þessum ólíku heimum.

Heimarnir eru ólíkir og búa allir yfir ákveðnum eiginleikum sem sjá má endurspeglast í fólkinu. Skátar hvers heims hafa þróað sína styrkleika út frá sínum eiginleikum. Síðan þá hefur tíminn liðið, skátafélög dafnað og lífið gengið sinn vanagang.

Allt í einu fara öll skátafélög, þvert á heima, að heyra á sig kallað. Þau vita ekki hvaðan kallið kemur en finna hjá sér þörf að svara kallinu og leggja því af stað í leiðangur með allt sitt hafurtask, verndargripinn sinn, félagseinkenni og búnað.

Leiðangurinn mun leiða þau á Úlfljótsvatn sumarið 2024, þar sem þau munu sjá skátafélög frá ólíkum heimum koma saman, lenda í ævintýrum og uppgötva af hverju kallið kom!

ENGLISH VERSION

Hvert skátafélag getur tileinkað sér einkenni síns heims með því að vinna með sína eiginleika og sérþekkingu í undirbúningi fyrir Landsmót ásamt því að búa til Verndargrip fyrir félagið.