Leikjaform - Senda inn leik
Lumar þú á frábærum leik sem þig langar að koma að á leikjavef skátanna? Fylltu út formið að neðan og við tökum leikinn til skoðunar.
Viltu gerast sjálfboðaliði?
Viltu gerast sjálfboðaliði?
Á þessari síðu finnur þú virk útköll eftir sjálfboðaliðum, upplýsingar um sjálfboðaliðastörf og ólíkar leiðir til að gerast sjálfboðaliði.
Skátahreyfingin á Íslandi og um allan heim hefur reitt sig á krafta sjálfboðaliða sem eru reiðubúin til að starfa í þágu æskulýðsstarfs sem stuðlar að valdeflingu ungmenna, alþjóðlegu bræðralagi og bættum heimi.
Virk útköll eftir sjálfboðaliðum
7 leiðir til að taka þátt sem sjálfboðaliði
1 - Skapa upplifanir fyrir ungt fólk
Við leggjum kapp á að bjóða ungu skátunum okkar spennandi starf þar sem hvert og eitt getur vaxið og dafnað. Það eru ótal leiðir færar til að leggja því starfi lið hvort sem þig langar að prófa að vera leiðbeinandi í vikulega starfinu, mæta stöku sinnum til ólíkra hópa að deila færni sem þú býrð yfir eða með því að vera á útkallslista fyrir viðburði og stórmót. Við erum þakklát fyrir hvert framlag.
2 – Stuðningur við skátafélag
Skátafélögin eru lykileiningar í skátastarfinu og innan þeirra eru ótal spennandi verkefni sem styrkja félagsstarfið. Það er alltaf tekið vel á móti fólki sem vill styðja við félögin bæði í afmörkuðum verkefnum við fjáraflanir, hverfahátíðar eða viðhald eigna en líka í stærri verkefnum s.s. í fararstjórnum á stærri mót, umsjón skála og í stjórn félagsins. Það getur líka verið mjög dýrmætt fyrir félög að fá fersk augu inn í félagið til að rýna starfið til gagns.
3 – Bjóða fram færni þína
Skátarnir þurfa reglulega á fólki að halda með færni m.a. í iðngreinum, fjármálum, listgreinum, margmiðlun, matreiðslu, umönnun og upplýsingatækni. Við getum alltaf tengt fólk við verkefni þar sem kraftar þeirra nýtast þeim sjálfum og skátastarfi til heilla.
4 – Verkefnastjórnun
Skátastarf er frábær vettvangur til að öðlast reynslu í skipulagi og framkvæmd verkefna. Við getum ávallt nýtt fólk sem er reiðubúið að taka að sér stjórn stórra verkefna bæði á vettvangi skátafélaga og landssamtakanna. Þetta geta verið stórmót, þróun á dagskrá og stuðningsefni, skipulag ferða erlendis, stefnumótun og margt fleira.
5 – Fræðsla og þjálfun
Við leggjum okkur fram við að fræða og þjálfa fólkið okkar og höfum metnað fyrir því að skapa umhverfi þar sem þau sem stýra skátastarfinu geta sífellt bætt við sig hagnýtri reynslu. Við erum ávallt viðbúin að finna fólki vettvang sem er reiðubúið að bjóða öðrum fræðslu og þjálfun út frá reynslu sinni og sérþekkingu.
6 – Bakland
Mörg hafa ekki kost á að lofa sér í sjálfboðaliðastarf til skemmri né lengri tíma en vilja samt hjálpa þegar útkall eftir sjálfboðaliðum kemur sem hentar þeim. Það er dýrmætt geta kallað eftir aðilum úr baklandi til að hoppa í lítil verkefni eins og að elda eina máltíð í útilegu, til að flytja fólk eða búnað og taka þátt í tiltekt. Öll verk eru mikilvæg í stóru myndinni.
7 – Útilífsmiðstöð skáta
Á útilífsmiðstöðvunum á Hömrum og Úlfljótsvatni fer fram fjölbreytt starfsemi og ætíð nóg af verkefnum smá sem stór. Sama hvort þig langi bara að raka túnið eða að hjálpa við sumarbúðirnar, hvert unnið verk skiptir sköpum.
Umsókn um sjálfboðaliðastarf
Við bjóðum þeim sem hafa áhuga að reyna fyrir sér í sjálfboðaliðastarfi hjá skátunum að fylla út eftirfarandi umsókn. Starfsmaður landssamtaka skátanna setur sig svo í samband við þig og hjálpar þér að tengjast besta verkefninu fyrir þig.
Lukkupotturinn
LUKKUPOTTURINN
Þú hefur ratað í lukkupottinn!
Sendu inn nafn þitt, netfang og símanúmer og þú gætir eignast nýja skátabúninginn og aðra óvænta glaðninga!
Við drögum út 1. september.