Kynning á frambjóðendum 2024

Kynning á frambjóðendum - Skátaþing 2024
Lýstu í minna en 500 orðum ferli þínum í skátastarfi, hvenær þú byrjaðir, með hvaða félögum þú hefur starfað, þeim hlutverkum sem þú hefur sinnt og þér finnst vert að minnast á
Segðu stuttlega frá skemmtilegustu upplifun þinni úr skátastarfi, sé það viðburður, verkefni, hlutverk eða annað.
Vinsamlegast segðu í stuttu máli hví þú gefur kost á þér í það hlutverk sem þú ert að bjóða fram í. Reyndu að tala t.d. um hvað vakti áhuga þinn eða hvaða markmiðum þú vonast til að ná í þessu hlutverki.

Leikjaform - Senda inn leik

Lummar þú á frábærum leik sem þig langar að koma að á leikjavef skátanna? Fylltu út formið að neðan og við tökum leikinn til skoðunar.

Gott er að nafn leiksins sé lýsandi fyrir leikinn eða tengist sögunni í kringum leikinn.
Skrifaðu nafn þitt í þennan reit til að vera höfundur leiksins í leikjabanka skátanna
Sá fjöldi sem þarf til að leikurinn gangi upp og sé skemmtilegur
Sá fjöldi sem raunhæft er að geti að hámarki tekið þátt þannig að leikurinn gangi upp, sé skemmtilegur og hægt sé að stýra/hafa umsjón með í leiknum án þess að það verði ringulreið
Sá tími sem þarf almennt að lágmarki til að fara í eina umferð af leiknum. Má setja 0 fyrir leiki sem eru á bilinu 0-5 mínútur.
Skynsamlegur tími sem má ætla að hægt sé að spila leikinn að hámarki áður en þátttakendur verða þreyttir á honum.
Hér er ætlast til að höfundur leggi mat á hvaða aldursbilum leikurinn hentar út frá viðfangsefni, erfiðleikastigi, getu þátttakenda á ólíkum aldri og hversu spennandi eða krefjandi hann er fyrir þátttakendur á ólíkum aldri. Gott dæmi er að öll aldursbil geta farið í stórfiskaleik en það er kannski samt ekki jafn spennandi leikur að fara í fyrir þau sem eldri eru. Eins geta leikir með þungri og jafnvel alvarlegri umgjörð eða miklum hasar þar sem fólk þarf að hafa skyn fyrir mörkum annarra verið hentugri fyrir eldri aldursbil en þau yngri.

Skilgreiningar á hinum ólíku flokkum

Eftirfarandi er betri skilgreining á hinum ólíku leikjaflokkum til að einfalda svar við næstu spurningu.

Boltaleikir: Leikir sem nota bolta með einum eða öðrum hætti.

Eltingaleikir: Leikir sem ganga með einum eða öðrum hætti út á að einhverjir elta og aðrir eru að forðast þau.

Flokkakeppnir: Leikir sem auðveldlega má leika í uppskiptum flokkum innan skátasveitarinnar þar sem flokkarnir etja kappi við hvorn annan um sigur.

Hasarleikir: Leikir sem krefjast eða skapa með einum eða öðrum hætti mikinn hasar t.d. leikir með miklum hávaða, mikilli hreyfingu alls hópsins og þar sem gott er að hafa í huga að áhætta sé á árekstrum í.

Hópeflisleikir: Leikir sem eru til þess fallnir að styrkja liðsheild hópa og/eða þjálfa samskipti og samvinnu í hóp.

Ísbrjótar: Leikir sem geta verið góðir til að brjóta ísinn meðal hópa sem þekkjast kannski ekki innbyrgðis. T.d. leikir þar sem fólk lærir nöfnin á hvort öðru eða kynnist betur, leikir sem skapa auðveldlega stuð á meðal leikmanna jafnvel ef fólk í hópnum er feimið.

Kappsleikir: Leikir þar sem þátttakendur etja kappi hvort við annað.

Kimsleikir: Leikir sem reyna á og þjálfa skyn skyn fólks fyrir og minni fyrir smáatriðum. Í Skátahreyfingunni nefnir Baden Powell slíka leiki Kimsleiki sem vísan í sögupersónu Kiplings. Nafnið er því notað af skátum um allan heim fyrir slíka leiki.

Klútaleikir: Leikir sem krefjast þess að þátttakendur nýti skátaklútinn með einhverjum hætti sem skátaforingjar notað reglulega til að hvetja skáta til að mæta með klútinn sinn á fundi.

Kynningarleikir: Leikir sem hafa þann tilgang að þátttakendur kynnist hvor öðrum betur með einhverjum

Lýðræðisleikir: Leikir sem hægt er að nota til að stýra umræðum og vali milli ólíkra valkosta með ungum skátum og stuðla að því að einstaklingar taki sjálfstæðar ákvarðanir fremur en að þau byggi val skoðun sína og val sitt á einhverjum öðrum eða láti stýrast af hópnum.

Næturleikir: Leikir sem ætlaðir eru sem næturleikir í útilegum.

Orðaleikir: Leikir sem fara að mestu framm munnlega eða skriflega og/eða byggja á orðum, skilning á þeim og örva málvöxt.

Spunaleikir: Leikir sem reyna á ímyndunarafl og/eða að þátttakendur beiti spuna í þátttöku sinni.

Stóla-/sætaleikir: Leikir sem byggja á því að þátttakendur eru í stólum eða öðrum tegundum sæta í gegnum leikinn.

Stórleikir: Leikir sem ganga upp í stærri hópum fyrir 50 og fleiri.

Söng- og hreyfileikir: Leikir þar sem skemmtunin er fólgin í söng eða ákveðnum hreyfingum sem þáttakendur gera saman eða herma eftir stjórnanda.

Traustleikir: Leikir sem reiða á að þátttakendur treysti á hvort annað til að ná settu markmiði.

Þrautaleikir: Leikir sem byggja á þrautum og lausn þeirra.

Merkið við allt sem við á, sjá skilgreiningar hér að ofan
Flesta leiki er hægt að fara í á öllum þremur stöðunum með góðum vilja. Hér biðjum við ykkur að merkja bara innileikir ef leikurinn krefst þess einhverra hluta vegna að hann fari fram innandyra.
Hér er óskað eftir upplýsingum um allan efnivið, dagskrárefnið og annað sem þarf til að láta leikinn ganga upp.
Leikir eru gerðir skemmtilegri með táknrænni umgjörð, einhverri sögu sem skýrir af hverju skátarnir eru að fara að fást við það sem framundan er og reyna að ná þeim markmiðum sem leikurinn krefst af þeim. Þetta getur líka gert það auðveldara fyrir mörg að lifa sig inn í leikinn því þau geta séð fyrir sér persónu, hlut, dýr eða annað sem þau eru að leika eftir. Ef þú þekkir enga sögu í kringum leikinn hvetjum við þig að nota ímyndunaraflið en annars getur þú skilið reitinn eftir auðan og leyft Skátamiðstöðinni að skálda í eyðuna.
Setjið fram leiðbeiningar í skýru máli, skýrið öll atriði sem þarf að skýra til að aðrir geti leikið leikinn eftir.
Það er alltaf hægt að breyta litlum smáatriðum í leikjum og skapa þannig nánast nýjan stórskemmtilegan leik. Iðulega má breyta reglum um hreyfingar, sjón, samskipti, endamarkmið, fjölga og fækka ólíkum hlutverkum,
Er eitthvað sem er gott fyrir leikjastjórnanda að huga að s.s. áskorun í samskiptum, áhætta á árekstrum, eitthvað sem er gott að viðkomandi viti en þátttakendur mega ekki vita, eitthvað annað?

Starfsárið 2023-2024

Starfsárið 2023 – 2024

Endilega fyllið út formið fyrir ykkar skátafélag

Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 5 files.

Fjölskylduskátar

Félagsgjöld

Annað skátastarf og bakland

Stjórn skátafélags

Selected Value: 1

Félagsforingi

Félagaþrennan

Merkið eingöngu já ef öll þrjú hlutverk voru talin upp á meðal stjórnarfólks, merkið nei ef eitthvað vantaði og fyllið út fyrir þau sem vöntuðu

Starfsmaður skátafélags

Starfmaður fær fullan aðgang að Sportabler aðgangi fyrir félagið. Að auki verður tilgreint netfang starfsmanns bætt á póstlista Skátamiðstöðvarinnar fyrir sendingar sem varða félagið svo vinsamlegast tilgreinið vinnunetfang. Eins óskum við eftir vinnusíma starfmanns. Nafn, vinnunetfang og vinnusími ásamt viðverutíma starfmanns verður sett inn á upplýsingasíðu félagsins á heimasíðu Skátanna.

Samfélagsmiðlar


Viltu gerast sjálfboðaliði?

VILTU GERAST SJÁLFBOÐALIÐI?


Skátahreyfingin á Íslandi og um allan heim hefur reitt sig á krafta sjálfboðaliða sem eru reiðubúin til að starfa í þágu æskulýðsstarfs sem stuðlar að valdeflingu ungmenna, alþjóðlegu bræðralagi og bættum heimi.

Á þessari síðu finnur þú virk útköll eftir sjálfboðaliðum, upplýsingar um sjálfboðaliðastörf og ólíkar leiðir til að gerast sjálfboðaliði.
Ef þig langar að gerast sjálfboðaliði getur þú fyllt út umsókn!

7 leiðir til að taka þátt sem sjálfboðaliði


1 - Skapa upplifanir fyrir ungt fólk

Við leggjum kapp á að bjóða ungu skátunum okkar spennandi starf þar sem hvert og eitt getur vaxið og dafnað. Það eru ótal leiðir færar til að leggja því starfi lið hvort sem þig langar að prófa að vera leiðbeinandi í vikulega starfinu, mæta stöku sinnum til ólíkra hópa að deila færni sem þú býrð yfir eða með því að vera á útkallslista fyrir viðburði og stórmót. Við erum þakklát fyrir hvert framlag.

Gerast sjálfboðaliði

2 – Stuðningur við skátafélag

Skátafélögin eru lykileiningar í skátastarfinu og innan þeirra eru ótal spennandi verkefni sem styrkja félagsstarfið. Það er alltaf tekið vel á móti fólki sem vill styðja við félögin bæði í afmörkuðum verkefnum við fjáraflanir, hverfahátíðar eða viðhald eigna en líka í stærri verkefnum s.s. í fararstjórnum á stærri mót, umsjón skála og í stjórn félagsins. Það getur líka verið mjög dýrmætt fyrir félög að fá fersk augu inn í félagið til að rýna starfið til gagns.

Gerast sjálfboðaliði

3 – Bjóða fram færni þína

Skátarnir þurfa reglulega á fólki að halda með færni m.a. í iðngreinum, fjármálum, listgreinum, margmiðlun, matreiðslu, umönnun og upplýsingatækni. Við getum alltaf tengt fólk við verkefni þar sem kraftar þeirra nýtast þeim sjálfum og skátastarfi til heilla.

Gerast sjálfboðaliði

4 – Verkefnastjórnun

Skátastarf er frábær vettvangur til að öðlast reynslu í skipulagi og framkvæmd verkefna. Við getum ávallt nýtt fólk sem er reiðubúið að taka að sér stjórn stórra verkefna bæði á vettvangi skátafélaga og landssamtakanna. Þetta geta verið stórmót, þróun á dagskrá og stuðningsefni, skipulag ferða erlendis, stefnumótun og margt fleira.

Gerast sjálfboðaliði

5 – Fræðsla og þjálfun

Við leggjum okkur fram við að fræða og þjálfa fólkið okkar og höfum metnað fyrir því að skapa umhverfi þar sem þau sem stýra skátastarfinu geta sífellt bætt við sig hagnýtri reynslu. Við erum ávallt viðbúin að finna fólki vettvang sem er reiðubúið að bjóða öðrum fræðslu og þjálfun út frá reynslu sinni og sérþekkingu.

Gerast sjálfboðaliði

6 – Bakland

Mörg hafa ekki kost á að lofa sér í sjálfboðaliðastarf til skemmri né lengri tíma en vilja samt hjálpa þegar útkall eftir sjálfboðaliðum kemur sem hentar þeim. Það er dýrmætt geta kallað eftir aðilum úr baklandi til að hoppa í lítil verkefni eins og að elda eina máltíð í útilegu, til að flytja fólk eða búnað og taka þátt í tiltekt. Öll verk eru mikilvæg í stóru myndinni.

Gerast sjálfboðaliði

7 – Útilífsmiðstöð skáta

Á útilífsmiðstöðvunum á Hömrum og Úlfljótsvatni fer fram fjölbreytt starfsemi og ætíð nóg af verkefnum smá sem stór. Sama hvort þig langi bara að raka túnið eða að hjálpa við sumarbúðirnar, hvert unnið verk skiptir sköpum.

Gerast sjálfboðaliði

Umsókn um sjálfboðaliðastarf

Við bjóðum þeim sem hafa áhuga að reyna fyrir sér í sjálfboðaliðastarfi hjá skátunum að fylla út eftirfarandi umsókn. Starfsmaður landssamtaka skátanna setur sig svo í samband við þig og hjálpar þér að tengjast besta verkefninu fyrir þig.

Veldu allt sem þú telur þig hafa áhuga á
Veldu allt sem á við fyrir þig
Valkvætt

Starfsárið 2021 - 2022

Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 5 files.

Sveitarforingjar

Sveitarforingjar fá fullan aðgang að vefsjá skatar.felog.is og verður boðið í foringjahóp aldurbilsins á Facebook. Nöfn foringja hverrar sveitar verða sett á upplýsingasíðu félagsins á heimasíðu skátanna. Mikilvægt er að fá full nöfn og kennitölur allra aðila.

Drekaskátar

Fálkaskátar

Dróttskátar

Rekkaskátar

Róverskátar

Fundartímar

Vinsamlegast fyllið inn fyrir hvert aldusbil á hvaða dögum fundir eru og klukkan hvað.

Félagsgjöld

Annað skátastarf og bakland

Stjórn skátafélags

Selected Value: 1

Félagsforingi

Starfsmaður skátafélags

Starfmaður fær fullan aðgang að DMS og vefsjá Nóra fyrir félagið. Að auki verður tilgreint netfang starfsmanns bætt á póstlista Skátamiðstöðvarinnar fyrir sendingar sem varða félagið svo vinsamlegast tilgreinið vinnunetfang. Eins óskum við eftir vinnusíma starfmanns. Nafn, vinnunetfang og vinnusími ásamt viðverutíma starfmanns verður sett inn á upplýsingasíðu félagsins á heimasíðu Skátanna.

Samfélagsmiðlar


Lukkupotturinn

LUKKUPOTTURINN

Þú hefur ratað í lukkupottinn!

Sendu inn nafn þitt, netfang og símanúmer og þú gætir eignast nýja skátabúninginn og aðra óvænta glaðninga!

Við drögum út 1. september.


Umsókn um ferð á vegum BÍS

Ferðaumsókn

Umsækjandi

Viðburður:

Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 4 files.
Gögn sem gagnast gætu við ákvörðun umsóknar.
Vinsamlegast hakið við allt sem á við

Skilmálar:


Ferðaskýrsla

FERÐASKÝRSLA

Einstaklingum og hópum sem sækja viðburði erlendis sem fulltrúar BÍS ber að skila ferðaskýrslu að ferð lokinni. Ferðaskýrslan á að geta nýst BÍS til viðmiðs, frekari áætlunargerðar og endurmats á viðburðum og ráðstefnum sem fulltrúar eru sendir á.

Eyðublaðið tekur breytingum eftir því hversu margir fylla það út saman og hvernig það er fyllt út. Þetta bæði til að einfalda starsfólki að endurgreiða og þeim sem fyllir eyðublaðið út að þurfa eingöngu að veita þær upplýsingar sem þarf hverju sinni.

Óskað er eftir því að ferðalag sé gert upp í samræmi við tilgang og markmið þess og gögnum komið til skila í samræmi við það sem fulltrúar kunna að hafa lofað fyrir upphaf ferðar.

Hvert var markmið viðburðarins sjálfs? Hvert var markmið BÍS með þátttöku? Hvert var markmið þitt?
T.d. hver var yfirskriftin, um hvað snérust fyrirlestrar, vinnustofur, fræðsla og önnur dagskrá sem þú sóttir?
Hverjar voru tillögur viðburðarhaldara? Hvað telur þú að þurfi að innleiða? Hver telur þú að þurfi að ábyrgjast aðgerðirnar?
Hvers kyns ábendingum er tekið með jákvæðu viðmóti.