Útkall – Drekaskátamótstjórn

Drekaskátamótstjórn leitar að einstaklingum til þess að ganga til liðs við sig og aðstoða við skipulag, undirbúning og framkvæmd Drekaskátamóts.  Umsóknarfrestur er til 31. janúar.

Um verkefnið:

Drekaskátamót er árlegur viðburður fyrir drekaskáta fyrstu helginu í júní samkvæmt starfsáætlun BÍS og fer fram á Úlfljótsvatni. Á drekaskátamóti fá skátarnir spennandi og krefjandi tækifæri til þess að upplifa skátastarf og léttan inngang í því útilífi sem skátastarf býður upp á.

Hlutverk mótstjórnar

Mótstjórn hittist reglulega fram að mótinu og skiptir með sér hlutverkum, skipuleggur umgjörð mótsins, tryggir mönnun þess og passar upp á að skátahreyfingin fái upplýsingar um mótið tímanlega. Mótstjórn stýrir uppsetningu mótsins, sér um framkvæmd dagskrár og tryggir frágang mótsins. Að taka þátt í mótstjórn viðburða eflir færni einstaklinga í viðburðahaldi og verkefnastjórnun. Svona verkefni er áskorun og veitir einstaklingum tækifæri til persónulegs vaxtar í skátastarfi.

Kröfur og hæfni

Umsækjandi verður að vera yfir 18 ára. Mikilvægt er að hafa reynslu að því að vinna í hóp og geta átt góð samskipti við aðra í hópnum. Einstaklingurinn verður að geta skuldbundið sig til að mæta á viðburðinn sjálfan.

Umsækjendur þurfa að þekkja siðareglur og viðbragðsáætlun ÆV og forvarnarstefnu BÍS. .

t.d. dagskrármálum, tjaldbúðarmálum, tæknimálum eða öðru
innan sem utan skátahreyfingarinnar
innan sem utan skátahreyfingarinnar