Mótsstjóri Landsmóts skáta 2026 

Ingibjörg Guðmundsdóttir hefur verið skipuð mótsstjóri Landsmóts skáta 2026 sem fram fer á Hömrum á Akureyri.  

Ingibjörg hefur verið í skátunum frá því hún var barn og komið að ýmsum skemmtilegum verkefnum. Hún er í skátafélaginu Vífli en er búsett á Akureyri með Hamra í bakgarðinum hjá sér og eyðir þar miklum tíma. Ingibjörg starfaði hjá Útilífsskóla skáta hjá Vífli, hefur komið að foringjaþjálfun, farið á mörg landsmót, alheimsmót í Hollandi og Síle ásamt því að syngja í Skátakórnum.  

Ingibjörg á stóran og góðan vinahóp sem hún kynntist í skátunum og segir að allar skemmtilegustu minningarnar séu úr skátastarfi.  

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti getur þú sent Ingibjörgu tölvupóst hér. 

Bandalag íslenskra skáta er þakklátt að Ingibjörg taki að sér svo stórt verkefni og hlökkum við til samstarfsins!