Sjóræningjar í Vesturbæ
Þrátt fyrir rok og rigningu var Drekaskátadagurinn 2025 haldinn hátíðlegur í Vesturbænum laugardaginn 2. mars. Skátafélagið Ægisbúar skipulagði viðburðinn, sem er ætlaður drekaskátum á aldrinum 7 til 9 ára. Um 124 skátar frá 10 mismunandi skátafélögum tóku þátt í deginum, sem var með sjóræningjaþema.
Dagurinn hófst með risahókípóki þar sem krakkarnir vöktu Vesturbæinn með gleði og fjöri. Eftir það tóku skátarnir þátt í hópleikjum og ratleik um Vesturbæinn. Í ratleiknum áttu skátarnir að leysa ýmsar þrautir, þar á meðal að taka myndir af þremur leiðum með nafninu Anna í Hólavallakirkjugarði.
Þrátt fyrir óhagstætt veður stóðu krakkarnir sig mjög vel og héldu í góða skapið eins og sannir sjóræningjar. Í hádeginu voru borðaðar pylsur, sem var án efa hápunktur dagsins fyrir marga. Eftir ratleikin fengu drekarnir kex og kakó í von um að fá smá hita í kroppinn.
Ægisbúar þakka fyrir frábæran dag og góða mætingu.