Vetaráskorun Crean 2025 – Ógleymanlegt ævintýri á Íslandi
Eftir 7 mánaða ferli og 4 undirbúningsferðir hófst lokaleiðangur Vetaráskorunnar Crean. Dagana 14–21. febrúar 2025 fór fram Crean Challenge Expedition á Íslandi, þar sem 32 írskir og 15 íslenskir skátar tóku þátt í krefjandi og spennandi leiðangri. Viðburðurinn hófst Úlfljótsvatni, þar sem hópurinn safnaðist saman til að hefja þetta einstaka viku ferðalag.
Þolpróf í íslenskri náttúru
Þrátt fyrir lítið magn snjós skapaði náttúran töfrandi umgjörð fyrir ævintýrið, með norðurljósum sem lýstu upp himininn. Skátarnir stóðu frammi fyrir breytilegum aðstæðum, þar á meðal kulda sem fór niður í -6°C, blautum stígum og ófyrirsjáanlegu veðri. Þau sýndu gott úthald og seiglu, sérstaklega á sjötta degi þegar þau gengu 15 km leið í drullu og krefjandi landslagi.
Samvinna og menningarsamskipti
Meðan á ferðinni stóð lærðu þátttakendur fjölbreytta færni, allt frá leiðsögn í náttúrunni til teymisvinnu við krefjandi aðstæður. Menningarsamskipti milli íslenskra og írskra skáta sköpuðu einstaka stemningu, þar sem nýjar vináttur mynduðust og ómetanleg reynsla safnaðist í minningabankann.
Lokaathöfn í Reykjavík
Leiðangrinum lauk 22. febrúar með viðurkenningaafhendingu í Reykjavík, þar sem skátarnir voru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi frammistöðu og þrautseigju. Sérstakar þakkir voru veittar Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja, og Eoin Callanan skátahöfðingja Írlands fyrir þeirra framlag og stuðning við viðburðinn.
Crean Challenge heldur áfram
Eftir 7 mánaða ferli, 12 nætur og 110 gengna kílómetra hafa 15 íslenskir skátar öðlast einstaka reynslu í farteskinu sínu, innblásnir af áskoruninni sem þeir tóku þátt í. Crean Challenge Expedition 2025 var ekki aðeins þrekraun heldur einnig vettvangur fyrir vináttu, lærdóm og ógleymanlegar stundir í íslenskri náttúru. Við hlökkum til að fylgjast með næstu ævintýrum sem skátarnir taka sér fyrir hendur!
Takk fyrir þátttökuna – sjáumst í næsta ævintýri!