Tilkynning frá uppstillingarnefnd BÍS vegna mönnunar í stjórn BÍS
Tilkynning frá uppstillingarnefnd BÍS vegna mönnunar í stjórn BÍS
Á félagsforingjafundi á næstunni verður kosið í hlutverk meðstjórnanda í stjórn BÍS. Þessi stjórnarmeðlimur skal samkvæmt lögum BÍS vera 25 ára eða yngri.
Uppstillingarnefnd hvetur skáta sem hafa áhuga og hugsjónir fyrir skátastarfi í landinu að skoða þetta spennandi hlutverk sem nú er á lausu, að gefa kost á sér til starfa og hvetja aðra til þess. Kosið er í hlutverkið fram að Skátaþingi 2022.
Meðstjórnendur í stjórn BÍS skipta með sér verkum og bera m.a. sameiginlega ábyrgð á starfi stjórnar, ráða og nefnda. Þeir sitja eftir atvikum í fastaráðum samkvæmt ákvörðun stjórnar.
Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í hlutverkið óskast sendar uppstillingarnefnd hið fyrsta og eigi síðar en 5. febrúar kl. 12:00. Í framhaldinu mun uppstillingarnefnd taka saman gild framboð og koma þeim upplýsingum til félagsforingja sem samkvæmt lögum BÍS kjósa í hlutverkið á félagsforingjafundi.
Tilkynningar um framboð þurfa að berast skriflega eða í tölvupósti á netfang uppstillingarnefndar: uppstilling@skatar.is.
Uppstillingarnefnd skipa:
Berglind Lilja Björnsdóttir, s: 659-1366, berglind@skatar.is
Birgir Ómarsson, s: 895-7551, biggiomars@gmail.com
Katrín Kemp Stefánsdóttir, s: 824-1865, katrinkemp@kopar.is
Sigurður Viktor Úlfarsson, s: 854-0074, siggiulfars@gmail.com
Sædís Ósk Helgadóttir, s: 661-6433, saedisoskh@gmail.com
Stjórn BÍS þakkar Ásgerði innilega fyrir gott samstarf og óskar henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur.