Kolbrún Ósk mótstjóri Landsmóts skáta 2024

Stjórn BÍS hefur skipað Kolbrúnu Ósk sem mótstjóra Landsmóts skáta 2024.

Kolbrún Ósk hefur verið skátaforingi hjá Garðbúum undanfarin 12 ár ásamt því að gegna hlutverki í stjórn Garðbúa. Hún hefur verið starfsmaður Garðbúa þar sem hún skipulagði ýmsa viðburði innan félagsins og fyrir nærsamfélagið, var erindreki BÍS árin 2019 til 2021 þar sem hún studdi við hina ýmsu sjálfboðaliðahópa við stór verkefni. Hún lauk nýlega mastersnámi í markaðsfræði og viðburðastjórnun við háskóla í Edinborg.

Kolbrún Ósk hefur mikla reynslu af skipulagi skátamóta, hún var t.d. hluti af mótstjórn Náttúrulega 2022 (Landsmóti rekka-og róverskáta 2022) og hefur komið að framkvæmd Vetrarskátamóts Reykjavíkurskáta. Hún var meðal fararstjóra á Gilwell 24 sumarið 2019 en sama sumar fór hún líka sem sveitarforingi á alheimsmóti skáta. Sem erindreki BÍS hún tók meðal annars þátt í að styðja við skipulagningu Skátasumarsins 2021 þar sem hún fylgidist með undirbúningnum og fór svo sem fararstjóri Garðbúa á eitt mótið.

Við hjá Bandalagi íslenskra skáta óskum Kolbrúnu Ósk til hamingju og erum full tilhlökkunar að fá að starfa með henni næstu árin í undirbúningi og svo framkvæmd Landsmóts skáta 2024. Næstu daga mun Kolbrún sanka að sér hópi öflugra skáta í mótstjórn sem við hlökkum til að vinna með að framkvæmd skátamótið sem okkur hefur dreymt um. Ef einhver hefur áhuga á að leggja hönd á plóg, sendið Kolbrúnu tölvupóst á kolbrun@skatarnir.is