Fundarboð Skátaþings 2025
Með bréfi þessu boðar stjórn Bandalags íslenskra skáta til Skátaþings 2025.
Þingið verður haldið dagana 4.-6. apríl í Víðistaðaskóla, Hafnarfirði. Þingið hefst með setningu kl. 19:00 föstudaginn 4. apríl og lýkur sunnudaginn 6. apríl kl. 13:00. Aðstaðan opnar kl. 17:00 og frá þeim tíma er hægt að fá þinggögn afhent. Vakin er athygli á að ekki verður boðið upp á kvöldmat á föstudegi. Skátafélagið Hraunbúar er gestgjafi þingsins.
Dagskrá þingsins er skv. 21. grein laga BÍS og kosið verður í embætti gjaldkera og tveggja meðstjórnenda skv. 23. grein laga BÍS. Vakin er athygli á því að skv. 21. grein laga BÍS er ekki kosið í fastaráð að þessu sinni.
Einnig er rétt að vekja athygli á greinum 18-20 í lögum BÍS sem fjalla um Skátaþing. Starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Fulltrúar skátafélaga með aðild A fara með 4 atkvæði, þar af skal eitt atkvæði bundið félagsforingja eða öðrum stjórnarmeðlim skátafélagsins í hans stað og æskilegt er að minnst eitt atkvæði sé í höndum einstaklings á aldrinum 13-25 ára.
Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir kl. 19:00 þann 28. mars. Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt fyrir setningu þingsins. Kjörbréf tilgreina hver fara með atkvæði fyrir hönd félagsins. Hægt verður að fylgjast með þinginu rafrænt í gegnum steymi en rafræn þátttaka verður ekki möguleg að þessu sinni.
Þátttökugjald er 12.900 kr., innifalin eru þinggögn, léttar veitingar á föstudagskvöldi, morgunverður og hádegisverður bæði á laugardegi og sunnudegi ásamt almennri dagskrá sem boðið verður upp á samhliða þinginu.
Skráning og upplýsingar um gistingu í Hraunbyrgi sem og hátíðarkvöldverð á laugardegi verða auglýst sér, á Abler og á upplýsingasíðu skátaþings.
Eftirfarandi embætti eru laus til kjörs á Skátaþingi 2025:
Stjórn Gjaldkeri Tveir meðstjórnendur |
Kjörin á Ungmennaþingi 2025
Áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS |
Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi hlutverk óskast sendar hið fyrsta og eigi síðar en 14. mars kl. 19:00 á netfangið uppstillingarnefnd@skatarnir.is. Með fundarboði fylgir tilkynning frá Uppstillingarnefnd þar sem finna má nánari upplýsingar og lýsingu á hverju hlutverki fyrir sig.
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.
Uppstillingarnefnd skipa: | ||||
Hafdís Bára Kristmundsdóttir | s. 617-1591 | barahafdis@gmail.com | ||
Ásgeir Ólafsson | s. 844-4069 | asgeir@hraunbuar.is | ||
Reynir Tómas Reynisson | s. 698-6226 | reynirtomas@gmail.com | ||
Ingimar Eydal | s. 862-2173 | ingimar.eydal@simnet.is | ||
Dagbjört Vatnsdal Brynjarsdóttir | s. 862-4605 | dagga@mosverjar.is | ||
Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi:
Rétt er að vekja athygli á eftirfarandi dagsetningum fram að þingi samkvæmt gildandi lögum BÍS.
- febrúar kl. 19:00 – Fresti til að boða til Skátaþings lýkur.
- mars kl. 19:00 – Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
- mars kl. 19:00 – Framboðsfrestur í laus embætti stjórnar BÍS rennur út.
- mars kl. 19:00 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
- mars kl. 19:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
- mars kl. 19:00 – Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
- mars kl. 19:00 – Skráning á Skátaþing lýkur.
- apríl kl. 19:00 – Fresti skátafélaga til að skila gögnum og kjörbréfum til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
- apríl kl. 19:00 – Skátaþing er sett.
Upplýsingasíðu Skátaþings má finna á skatarnir.is/skatathing. Þar verður öllum gögnum hlaðið upp þegar þau berast og í síðasta lagi fyrir tilgreindan frest samkvæmt lögum. Öll þinggögn verða aðgengileg þar á rafrænu formi fyrir setningu Skátaþings.
Reykjavík, 21. febrúar 2025
Fyrir hönd stjórnar BÍS
Harpa Ósk Valgeirsdóttir
Skátahöfðingi