Yngsta Ungmennaráðið til þessa

Helgina 7-9. febrúar var Ungmennaþing 2025 haldið. Upprunalega átti það að vera í Stykkishólmi en vegna veðurs var það fært í Skátaheimili Vogabúa. Þingið sjálft fór hins vegar fram í Skátamiðstöðinni. 

Á föstudaginn mættum við um kl. 20:00 í Skátafélag Vogabúa. Við komum okkur fyrir, settum mótið og fórum svo stuttu eftir að sofa. 

Á laugardeginum var vaknað um kl. 09:00 og farið í morgunmat, síðan var lagt af stað í strætó upp í Skátamiðstöðina þar sem þingið var haldið. Á þinginu var farið yfir áskoranir og lagabreytingatillögur t.d. Skátafrakka, fleiri útilegur fyrir Rekka- og Róverskáta og að hækka lágmarks aldur Ungmennaráðs. Einnig var kosið í Ungmennaráð og Áheyrnarfulltrúa Ungmenna. Í hádegismat voru tortillur. Þingið stóð í sjö tíma. 

Þegar komið var aftur í Vogabúa heimilið voru hamborgarar í kvöldmat. Horft var á söngvakeppnina, spilaður foosball og voru allir mjög pepp. Síðan var farið í karaoke keppni. 

Ræs var á svipuðum tíma á sunnudeginum og svo beint í frágang. Það var haldið uppboð til þess að losna við allan mat sem eftir var. Af því loknu var mótinu slitið og þau sem vildu fóru í sund!

Eins og á hverju ári var kosið í nýtt Ungmennaráð. Núna eru komnir þrír nýir meðlimir:
Emil Kjartan Valdimarsson – Ægisbúi,
Ragnar Eldur Jörundsson – Ægisbúi
og
Ragnheiður Óskarsdóttir – Kópur.
Meðlimir sem sitja áfram eru:
Þorkell Grímur Jónsson – Garðbúi og
Hafdís Rún Sveinsdóttir – Fossbúi
.

Þetta er yngsta Ungmennaráð sem hefur verið, þar sem 4 meðlimar þess eru Dróttskátar!

Einnig var kosinn Áheyrnarfulltrúa ungmenna. Það var aðeins einn frambjóðandi þar og eftir stuttar og einfaldar kosningar var Einar Tryggvi Petersen – Árbúi kosinn nýji Áheyrnarfulltrúi ungmenna.