Ert þú jólaálfur?

Hó hó hó! Þann 1. nóvember mun jólaskógur Skátabúðarinnar opna í öllu sínu veldi! 🎄✨

Við leitum því að hressum skátum sem vilja vera jólaálfar og aðstoða við sölu jólatrjáa frá og með 1. nóv, allar helgar fram að jólum 🧑‍🎄

Um er að ræða verktöku og munu jólaálfar fá vinnu sína greidda.

Frekari upplýsingar veitir Ragnar Þór, framkvæmdarstjóri, í tölvupósti.


Breytingar á starfsmannahaldi

Þær breytingar urðu á starfsmannahaldi í skátamiðstöðinni þann 1.október að Halldóra Aðalheiður færði sig úr starfi Erindreka yfir í starf markaðs- og kynningamálastýru og tekur við af Ritu Osório sem flust hefur erlendis og mun sigla á ný mið í framhaldinu, en hún mun starfa við hlið Halldóru út október mánuð.

Vinna stendur nú yfir að ráða rétta manneskju inn í starf Erindreka í staða Halldóru og bæta þannig við skemmtilegt og fjölbreytt teymi skátamiðstöðvarinnar.

Við óskum Ritu velfarnaðar í framtíðinni og þökkum henni fyrir frábærlega vel unnin störf í þágu skátahreyfingarinnar á síðastliðnum árum. Að sama skapi óskum við Halldóru Aðalheiði til hamingju með nýtt hlutverk.


Draumsýn skáta á Úlfljótsvatni

Stjórn BÍS kallar eftir draumsýn skáta um Úlfljótsvatn og hugmyndum um það hvernig við getum haldið áfram að þróa staðinn okkar í sameiningu með það að markmiði að öll geti notið góðs af. Við viljum því leita til allra skáta um þeirra draumsýn á Úlfljótsvatni og koma sínum hugsunum og sýn á framfæri.

Hér að neðan er hlekkur til þess að senda inn hugmyndir. Ef hugmyndin er stór og inniheldur myndir má senda tölvupóst á Skátamiðstöðina.

Okkur hlakkar til að heyra frá ykkur öllum!

 


Erindreki óskast!

Hefur þú mikla reynslu af skátastarfi og vilt styðja skátafélögin í landinu ásamt því að sinna mikilvægum verkefnum á skrifstofu bandalagsins?

Þá ættir þú að kíkja á starf Erindreka sem er laust til umsóknar.

Á skrifstofunni vinnur hress, samheldinn og skemmtilegur hópur fólks sem sameinast í þeirri vegferð að styrkja skátastarf á Íslandi.

Vilt þú taka þátt í því?

Sæktu um hér!

Hlökkum til að heyra frá þér!


Skráning á MOOT 2025 er hafin!

The World Scout Moot er alþjóðlegt skátamót á vegum WOSM fyrir róverskáta á aldrinum 18-25 ára, sem einblínir á alþjóðlega menningu, skilning og vináttu. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti í mismunandi löndum og verður haldið árið 2025 í Portúgal.

The Moot er sett upp þannig að skátunum er blandað í mismunandi flokka þvert á lönd sem saman skipa eina sveit. Sveitunum er dreift um landið og taka þær þátt í mismunandi dagskrá út frá því umhverfi sem þær eru staðsettar í.

Sjáðu nánari upplýsingar hér og skráðu þig í þátttökuhópinn!


Róvervikan í Kandersteg

Nú gefst rekka- og róverskátum frá aldrinum 18 til 26 ára tækifæri á að fara til Kandersteg skátamiðstöðinnar og upplifa áramótin í svissnesku Ölpunum.

Róvervikan (e. Roverweek) er haldin dagana 28. desember 2024 - 4. janúar 2025. Á viðburðinum fá skátar að upplifa þá vetrardagskrá sem er í boði í skátamiðstöðinni, kynnast erlendum skátavinum og læra alls konar sniðugar nýjungar til að nýta í skátastarfi.
Verðið á viðburðinn er 300 CHF (um 48.500 ISK) en þátttakendur þurfa einnig að borga ferðakostnað sjálf og skipuleggja hvernig þau ferðast til Kandersteg.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu viðburðarins en senda þarf inn umsókn til að fara á viðburðinn.

Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst!

Vakin er athygli á reglugerð BÍS um utanferðir skáta, forvarnarstefnu skáta og siðareglur Æskulýðsvettvangsins.


16 - 22 ára geta sótt um að taka þátt í Ung i Norden

Ung i Norden er spennandi viðburður, haldinn Í Helsinki í Finnlandi helgina 11. til 13. október 2024. Viðburðurinn er  fyrir unga skáta frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Þema viðburðarins er “Friður”. Yfir helgina fá þátttakendur tækifæri til að læra um og ræða frið í skátasamhenginu, í nærumhverfinu og fjær. Þátttakendur munu einnig eignast nýja vini alls staðar frá norðurlöndunum, hversu frábært er það! 

Við erum að leita að fjórum skátum 16 til 22 ára til að taka þátt. Þátttökugjaldið er 200 evrur auk þess að þátttakendur þurfa að kaupa sín eigin flug.

Skátar sem eru í ráðum og nefndum hjá BÍS fá þátttökugjaldið niðurfellt en þurfa að borga eigin flug. 

Skráningarfrestur er til 20. Ágúst

Viðburður:

Skilmálar


Vinnudagur á ÚSÚ fyrir landsmót

Laugardaginn næstkomandi (6.júlí) ætlum við að byrja tjalda undirbúninginn á landsmóti og ætlum við að setja upp 2 tjöld ásamt sviðinu. Við óskum eftir hressu og skemmtilegu fólki til að koma að hjálpa okkur og taka þátt í undirbúningnum fyrir mótið. Einnig verður nóg af minni verkefnum tengd dagskrármálum og Úlfljótsvatni í boði fyrir þau sem vilja. Við hvetjum ykkur til að nýta tækifærið og koma í útilegu yfir helgina á Úlfljótsvatn.

Mótstjórn mætir á föstudaginn en aðal vinnan fer fram á laugardegi.

Vinsamlegast látið Benedikt Þorgilsson vita hér eða í facebook skilaboðum, ef þið mætið svo hægt sé að áætla matarmál, en ÚSÚ mun elda mat fyrir sjálfboðaliða.


"að vera skáti snýst um að vera heiðarlegur þátttakandi í samfélagi fólks, eiga góð samskipti og gera gagn."

Margrét Tómasdóttir, fyrrverandi skátahöfðingi fór í viðtal á Rás 1, Morgunvaktin. Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Margréti með því að stilla á mínútu 01:24:40.
Í viðtalinu rifjar Margrét upp hvernig hún byrjaði í skátunum, hvað var skemmtilegast og hvernig kom til að hún varð síðar meir skátahöfðingi.

 


Sumaropnun og skátabúðin flytur tímabundið

Afgreiðslutímar skrifstofu Skátamiðstöðvarinnar munu taka breytingum frá 14. júní og verða eftirfarandi:

Mánudag - FimmtudagFöstudag
14. - 28. júní09:00 - 16:0009:00 - 13:00
1. júlí - 19. júlíSkert þjónustaSkert þjónusta
19. júlí - 26. júlíLokaðLokað
29. júlí - 12. ágústSkert þjónustaSkert þjónusta

Frá og með 1. júlí mun hluti af starfsfólki færa starfstöð sína á Úlfljótsvatn vegna Landsmóts og verður því þjónusta Skátamiðstöðvarinnar skert. Hægt verður að hafa samband í tölvupósti eða hringja í 550-9800.

Eftir landsmót taka við sumarleyfi starfsfólks og verður því þjónusta áfram skert fram í miðjan ágúst.


Skátabúðin flytur tímabundið á Úlfljótsvatn vegna Landsmóts skáta. Skátabúðin verður lokuð 1. júlí vegna flutninga. Að öðru leiti verða opnunartímar hennar eftirfarandi:

Skátabúðin
1.júlí Lokað
2. -11. júlíOpið á Úlfljótsvatni
12. - 19. júlíOpið fyrir landsmótsgesti
20. júlí - 16. ágústLokað en hægt að senda póst

Á lokunartíma er hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti.


Privacy Preference Center