Fararstjórar á Jamboree í Póllandi 2027
Stjórn BÍS hefur falið þeim Dagbjörtu Brynjarsdóttur og Dagmari Ýr Ólafsdóttur það hlutverk að vera fararstjórar fararhóps BÍS á Jamboree í Póllandi 2027.
Dagbjört eða Dagga eins og hún er ávallt kölluð kemur úr Mosverjum og Dagmar kemur úr Skjöldungum, þær hafa verið í skátaflokk saman í mörg ár, eru Gilwell skátar og hafa unnið að ýmsum skátaverkefnum saman, stórum og smáum.
Þeim hlakkar til að takast á við það verkefni að leiða fararhóp BÍS á alheimsmót í Pólandi þar sem „Hugrekki“ er slagorð mótsins!
Okkur hjá BÍS hlakkar til samstarfsins og óskum þeim til hamingju með nýtt hlutverk!

Hlutu styrk úr Loftlagssjóði ungs fólks

Ungmennaráð BÍS hlaut styrk úr Loftlagssjóði ungs fólks og tóku við styrknum í Höfða í gær. Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að sjá verkefnið þeirra "Tré og tjútt" verða að veruleika ![]()
Emil Kjartan Valdimarsson og Þorkell Grímur Jónsson fulltrúar Ungmennaráðs tóku við styrknum.
Tré og tjútt í Esjuhlíðum er viðburður þar sem tré eru gróðursett í Esjuhlíðum ásamt útilegu, fræðslu og gerð kynningarefnis um náttúru og gróðursetningu.

Erindreki landsbyggðar og verkefnastjóri viðburða
Markmið með starfi erindreka er að efla starf skátafélaga í landinu og vinna að því að fjölga skátum í starfi með stuðningi við skátafélög ásamt því að vinna að og eftir atvikum leiða verkefni sem stuðla að aukinni þátttöku í skátastarfi.
Leitað er eftir að erindreki sýni mikið frumkvæði og eigi auðvelt með að vinna með ungu fólki, sé framfærin, geti unnið sjálfstætt, skipulagt verkefni og stýrt verkefnum jafnt sem að vinna í hópastarfi. Óskað er sérstaklega eftir því að Erindreki þessi sé búsett á landsbygðinni og þá sérstaklega á norðurlandi.
Erindreki á að vera mikið í beinum samskiptum við skátafélög á landsbyggðinni og sveitastjórnir/bæjarstjórnir eftir tilvikum – í samráði við framkvæmdastjóra BÍS.
Í starfi þessu felst einnig viðburðastjórnun í samstarfi við annað starfsfólk BÍS og í samráði við starfsráð. Sérstök áhersla verður lögð á stuðning við mótsnefnd Landsmóts skáta sem haldið verður á Hömrum, Akureyri árið 2026 auk annarra viðburða.
Vinnutími er sveigjanlegur, starfsaðstaða einnig og gert er ráð fyrir því að erindreki sé töluvert á ferðinni í heimsóknum til skátafélaga, forsvarsmanna sveitarfélaga og stuðningsaðila skátastarfs.
Erindrekstur
- Veita stuðning við uppbyggingu skátastarfs, fjölgun skátafélaga og skáta í starfi
- Samtal og samvinna með sveitastjórnum/bæjarstjórnum eftir tilvikum
- Styðja við verkefni fyrir skátafélög í landinu sem tengjast skátaaðferðinni og dagskrármálum
- Stuðningur við foringja og stjórnir skátafélaga
- Miðla upplýsingum á heimasíðu skátanna
- Aðstoð við fræðslumál og námskeiðahald í skátastarfi
- Aðstoða skátafélög við styrkumsóknir
Viðburðastjórnun
-
- Styðja mótsstjórn Landsmótar skáta 2026 í undirbúningi
- Samskipti við erlenda skátahópa
- Skráningar (innlendra og erlendra skáta) á Landsmót
- Rútuferðir, skráningar, skipulag og utanumhald á ferðum innlendra og erlendra skáta (pre & post tours) ásamt samskiptum við birgja.
- Vinna að markaðssetningu Landmóts í samvinnu við mótsstjórn og markaðsstýru BÍS
- Menntun sem nýtist í starfi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Reynsla af skipulagningu og stjórnun verkefna/viðburða
- Mjög sjálfstæð vinnubrögð og afburða frumkvæði
- Eftirfylgni með verkefnum
- Góð mannleg samskipti og með góða, jákvæða og hvetjandi framkomu
- Eiga auðvelt með að vinna með öðrum og virkja fólk
- Nauðsynlegt að hafa mikla reynslu og brennandi áhuga á skátastarfi, með þekkingu á stöðu skátastarfs á Íslandi í dag og hafa verið virk/ur í starfi undanfarin ár
- Geta til þess að vinna undir álagi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Fjölskylduvæn stefna
- Heilsustyrkur
- Hvetjandi starfsumhverfi
Mikill sveigjanleiki þarf að vera til staðar þar sem starf þetta breytist yfir ákveðið tímabil þegar nær dregur Landsmóti skáta. Fyrst um sinn mun starfsmaður einbeita sér að erindrekstri en á árinu 2026 færist starfshlutfallið að því að skipuleggja Landsmót skáta. Eftir að Landsmóti lýkur mun Erindrekstur svo aftur taka við sem hærra hlutfall.
Bandalag íslenskra skáta er að setja af stað verkefnið "Hringferðin" þar sem megináherslan verður að endurvekja og styðja skátafélög úti á landi og er því sett áhersla á stuðning við þau félög og það verkefni.
Sækið um hér https://www.alfred.is/starf/erindreki-landsbyggdar-verkefnastjori-vidburda
Skátamiðstöðin lokuð vegna Skátaþings

Skátamiðstöðin verður lokuð föstudaginn 4. apríl og mánudaginn 7. apríl vegna Skátaþings.
Mótsstjóri Landsmóts skáta 2026

Ingibjörg Guðmundsdóttir hefur verið skipuð mótsstjóri Landsmóts skáta 2026 sem fram fer á Hömrum á Akureyri.
Ingibjörg hefur verið í skátunum frá því hún var barn og komið að ýmsum skemmtilegum verkefnum. Hún er í skátafélaginu Vífli en er búsett á Akureyri með Hamra í bakgarðinum hjá sér og eyðir þar miklum tíma. Ingibjörg starfaði hjá Útilífsskóla skáta hjá Vífli, hefur komið að foringjaþjálfun, farið á mörg landsmót, alheimsmót í Hollandi og Síle ásamt því að syngja í Skátakórnum.
Ingibjörg á stóran og góðan vinahóp sem hún kynntist í skátunum og segir að allar skemmtilegustu minningarnar séu úr skátastarfi.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti getur þú sent Ingibjörgu tölvupóst hér.
Bandalag íslenskra skáta er þakklátt að Ingibjörg taki að sér svo stórt verkefni og hlökkum við til samstarfsins!
Ari eldar í Undralandinu

Ari Björn Össurarson hefur verið ráðinn í stöðu matráðs í Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni.
Ari er menntaður matreiðslumaður og hefur síðustu 9 ár unnið í eldhúsum hjá veitingahúsunum Varmá, Fiskmarkaðnum, Skyrgerðinni, Hótel Selfoss og Tryggvaskála. Hlutverk Ara verður að hafa yfirumsjón með eldhúsi, þrifum, innkaupum og öðru utanumhaldi þar að lútandi. Hann mun einnig leiða og leiðbeina starfsfólki og sjálfboðaliðum í eldhúsinu og við þrif.
Auk mikillar reynslu úr veitingabransanum hefur Ari lengi starfað sem foringi í skátafélaginu Fossbúum og verið virkur í alþjóðastarfi.
„Ég er aðallega spenntur yfir því að vera Fossbúum til sóma, og að elda góðan mat fyrir skáta og aðra gesti Úlfljótsvatns“ segir Ari. „Góður matur skiptir lykilmáli fyrir fólk sem er mikið úti, eins og oftast er á Úlfljótsvatni og ég hlakka til að fá að starfa við mitt fag í skátaumhverfi. Svo er líka mikilvægt að brosa og hafa gaman!“ segir Ari brosandi.
Við bjóðum Ara hjartanlega velkominn til starfa og hlökkum mikið til að borða matinn hans.
Fundarboð Skátaþings 2025

Með bréfi þessu boðar stjórn Bandalags íslenskra skáta til Skátaþings 2025.
Þingið verður haldið dagana 4.-6. apríl í Víðistaðaskóla, Hafnarfirði. Þingið hefst með setningu kl. 19:00 föstudaginn 4. apríl og lýkur sunnudaginn 6. apríl kl. 13:00. Aðstaðan opnar kl. 17:00 og frá þeim tíma er hægt að fá þinggögn afhent. Vakin er athygli á að ekki verður boðið upp á kvöldmat á föstudegi. Skátafélagið Hraunbúar er gestgjafi þingsins.
Dagskrá þingsins er skv. 21. grein laga BÍS og kosið verður í embætti gjaldkera og tveggja meðstjórnenda skv. 23. grein laga BÍS. Vakin er athygli á því að skv. 21. grein laga BÍS er ekki kosið í fastaráð að þessu sinni.
Einnig er rétt að vekja athygli á greinum 18-20 í lögum BÍS sem fjalla um Skátaþing. Starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Fulltrúar skátafélaga með aðild A fara með 4 atkvæði, þar af skal eitt atkvæði bundið félagsforingja eða öðrum stjórnarmeðlim skátafélagsins í hans stað og æskilegt er að minnst eitt atkvæði sé í höndum einstaklings á aldrinum 13-25 ára.
Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir kl. 19:00 þann 28. mars. Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt fyrir setningu þingsins. Kjörbréf tilgreina hver fara með atkvæði fyrir hönd félagsins. Hægt verður að fylgjast með þinginu rafrænt í gegnum steymi en rafræn þátttaka verður ekki möguleg að þessu sinni.
Þátttökugjald er 12.900 kr., innifalin eru þinggögn, léttar veitingar á föstudagskvöldi, morgunverður og hádegisverður bæði á laugardegi og sunnudegi ásamt almennri dagskrá sem boðið verður upp á samhliða þinginu.
Skráning og upplýsingar um gistingu í Hraunbyrgi sem og hátíðarkvöldverð á laugardegi verða auglýst sér, á Abler og á upplýsingasíðu skátaþings.
Eftirfarandi embætti eru laus til kjörs á Skátaþingi 2025:
| Stjórn Gjaldkeri Tveir meðstjórnendur |
Kjörin á Ungmennaþingi 2025
Áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS |
Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi hlutverk óskast sendar hið fyrsta og eigi síðar en 14. mars kl. 19:00 á netfangið uppstillingarnefnd@skatarnir.is. Með fundarboði fylgir tilkynning frá Uppstillingarnefnd þar sem finna má nánari upplýsingar og lýsingu á hverju hlutverki fyrir sig.
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.
| Uppstillingarnefnd skipa: | ||||
| Hafdís Bára Kristmundsdóttir | s. 617-1591 | barahafdis@gmail.com | ||
| Ásgeir Ólafsson | s. 844-4069 | asgeir@hraunbuar.is | ||
| Reynir Tómas Reynisson | s. 698-6226 | reynirtomas@gmail.com | ||
| Ingimar Eydal | s. 862-2173 | ingimar.eydal@simnet.is | ||
| Dagbjört Vatnsdal Brynjarsdóttir | s. 862-4605 | dagga@mosverjar.is | ||
Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi:
Rétt er að vekja athygli á eftirfarandi dagsetningum fram að þingi samkvæmt gildandi lögum BÍS.
- febrúar kl. 19:00 - Fresti til að boða til Skátaþings lýkur.
- mars kl. 19:00 – Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
- mars kl. 19:00 – Framboðsfrestur í laus embætti stjórnar BÍS rennur út.
- mars kl. 19:00 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
- mars kl. 19:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
- mars kl. 19:00 – Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
- mars kl. 19:00 – Skráning á Skátaþing lýkur.
- apríl kl. 19:00 – Fresti skátafélaga til að skila gögnum og kjörbréfum til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
- apríl kl. 19:00 – Skátaþing er sett.
Upplýsingasíðu Skátaþings má finna á skatarnir.is/skatathing. Þar verður öllum gögnum hlaðið upp þegar þau berast og í síðasta lagi fyrir tilgreindan frest samkvæmt lögum. Öll þinggögn verða aðgengileg þar á rafrænu formi fyrir setningu Skátaþings.
Reykjavík, 21. febrúar 2025
Fyrir hönd stjórnar BÍS
Harpa Ósk Valgeirsdóttir
Skátahöfðingi
Tilkynning uppstillinganefndar vegna Skátaþings 2025
Tilkynning frá uppstillingarnefnd BÍS vegna Skátaþings 2025
Reykjavík 19. febrúar 2025
Á Skátaþingi helgina 4.-6. apríl n.k. verður kosið í neðangreind embætti í samræmi við lög BÍS.
Uppstillingarnefnd hvetur skáta sem hafa áhuga og hugsjónir fyrir skátastarfi í landinu að skoða þau embætti sem eru laus til kjörs, að gefa kost á sér til starfa og hvetja aðra til þess. Lýsingar á þeim embættum sem kosið er í má finna neðst í þessari tilkynningu.
Athygli skal vakin á eftirfarandi:
- Kosning fer fram á Skátaþingi og skal vera kosið í embætti skátahöfðingja og þriggja meðstjórnenda á sléttutöluári en í embætti gjaldkera og tveggja meðstjórnenda á oddatöluári
- Við kosningu í stjórn BÍS er kosið sérstaklega um gjaldkera en tveir meðstjórnendur eru kosnir í einni kosningu
- Kosið var í ungmennaráð (13 - 25 ára) og áheyrnarfulltrúa ungmenna í stjórn BÍS á ungmennaþingi 7. - 9. febrúar.
- Uppstillingarnefnd skal leita eftir fólki til starfa fyrir Bandalag íslenskra skáta samkvæmt því sem fram kemur í 16. grein, 19. grein, 23. grein, 26. grein og 27. grein laga þessara og tryggja að í hvert laust sæti sé a.m.k. einn frambjóðandi.
Uppstillingarnefnd skipa:
| Reynir Tómas Reynisson, formaður | 698-6226 | reynirtomas@gmail.com | Skátafélagið Garðbúar |
| Ásgeir Ólafsson | 844-4069 | asgeir@hraunbuar.is | Skátafélagið Hraunbúar |
| Dagbjört Brynjarsdóttir | 862-4605 | dagga@mosverjar.is | Skátafélagið Mosverjar |
| Hafdís Bára Kristmundsdóttir | 617-1591 | barahafdis@gmail.com | Skátafélagið Vífill |
| Ingimar Eydal | 862-2173 | ingimar.eydal@simnet.is | Skátafélagið Klakkur |
Eftirtalin embætti eru laus til kjörs á Skátaþingi 2025:
Stjórn
Gjaldkeri
Tveir meðstjórnendur
Áheyrnarfulltrúi ungmenna var kosinn á ungmennaþingi 7. - 9. febrúar.
Fastaráð og aðrar nefndir
Fimm sæti í ungmennaráði voru kosin á ungmennaþingi 7.- 9. febrúar.
Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi embætti óskast sendar uppstillingarnefnd hið fyrsta og eigi síðar en 14. mars kl. 19:00.
Tilkynningar um framboð þurfa að berast í tölvupósti á netfang uppstillingarnefndar uppstillingarnefnd@skatarnir.is.
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.
Hér eru skýringar um helstu verkefni sem þau embætti sinna sem kosið verður í á Skátaþingi. Athugið að þetta eru ekki tæmandi listar og verkefnin geta verið jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Ennfremur starfa ráð oft saman að ýmsum verkefnum.
Stjórn
Gjaldkeri situr í stjórn BÍS. Hann ber m.a. ábyrgð á fjármálum BÍS og vinnur náið með framkvæmdastjóra hreyfingarinnar að stjórn þeirra, framkvæmd fjáraflana, vinnslu bókhalds, áætlanagerð o.þ.h.
Meðstjórnendur (2): Sitja í stjórn BÍS sem skiptir með sér verkum og ber m.a. sameiginlega ábyrgð á starfi stjórnar, ráða og nefnda. Sitja eftir atvikum í fastaráðum samkvæmt ákvörðun stjórnar.
Áheyrnarfulltrúi ungmenna hefur áheyrnarrétt í stjórn BÍS en ekki atkvæðisrétt. Kosið er í embættið á ungmennaþingi.
Fastaráð og aðrar nefndir
Hlutverk ungmennaráðs er að hvetja til og auka ungmennalýðræði innan stjórnkerfis hreyfingarinnar og stuðla að virkri þátttöku ungmenna við stefnumótun eigin skátastarfs og hreyfingarinnar. Kosið er í ráðið á ungmennaþingi.
Komdu með, vekjum athygli saman

Bandalag íslenskra skáta er að fara í framleiðslu á mynd-og auglýsingaefni þar sem áherslan verður lögð á skáta og skátastarf. Nú leitum við að áhugasömum einstaklingum sem vilja taka þátt í þessu stóra spennandi verkefni með okkur.
Við leitum af skátum á öllum aldri og af öllum kynjum sem hafa áhuga á leiklist, tónlist, sminki eða öðru skemmtilegu sem gæti nýst.
Haldin verður kynningafundur fyrir þátttakendur og önnur áhugasöm á næstunni og verður hann auglýstur sérstaklega.
Áhugasöm eru beðin um að fylla út umsókn og senda á Ragnar Þór framkvæmdarstjóra og Halldóru Aðalheiði kynningamálastýru.
Nýjungar á heimasíðu Skátanna

Undanfarin misseri hefur verið unnið að úrbótum á heimasíðu Skátanna. Heimasíðan hefur fengið litlar og stórar en nauðsynlegar upplyftingar ásamt því að upplýsingar og efni hefur verið einfaldað og gert aðgengilegra fyrir öll. Einnig hefur verið unnið að því að koma áður birtu efni ásamt nýju efni inn á heimasíðuna, en sú vinna er enn í gangi og mun halda áfram jafnt og þétt.
Við mælum með að vafra um síðuna til að kynnast henni og læra á hana þar sem eitthvað hefur færst til í þessum breytingum.
Það sem er nýtt á síðunni er:
Undir "Um okkur" hafa birst tveir nýjir undirflokkar sem eru "Öryggi í skátastarfi" og "Útgefið efni" ásamt flestu því efni sem þar er undir en einnig er þar reglulega efni að bætast við.

Undir "Verkfærakista" hefur "Bakpokinn" verið uppfærður og fengið nýja undirkafla. Þar má helst nefna "Dagskrárbankann" en þar munu bætast við gömul verkefni af gömlu skátamál síðunni ásamt nýjum og spennandi verkefnum frá ykkur. Hér má senda inn hugmyndir að dagskrárefni sem væri hægt að setja þar inn.

Ef farið er í "EN" í valmyndinni birtist síða með ýmsum nytsamlegum upplýsingum fyrir erlenda skátahópa sem vilja koma í heimsókn til Íslands en einnig fyrir skáta með annað móðurmál og vilja kynnast íslensku skátastarfi og finna skátafélag.








