Fararstjórar á Jamboree í Póllandi 2027
Stjórn BÍS hefur falið þeim Dagbjörtu Brynjarsdóttur og Dagmari Ýr Ólafsdóttur það hlutverk að vera fararstjórar fararhóps BÍS á Jamboree í Póllandi 2027.
Dagbjört eða Dagga eins og hún er ávallt kölluð kemur úr Mosverjum og Dagmar kemur úr Skjöldungum, þær hafa verið í skátaflokk saman í mörg ár, eru Gilwell skátar og hafa unnið að ýmsum skátaverkefnum saman, stórum og smáum.
Þeim hlakkar til að takast á við það verkefni að leiða fararhóp BÍS á alheimsmót í Pólandi þar sem „Hugrekki“ er slagorð mótsins!
Okkur hjá BÍS hlakkar til samstarfsins og óskum þeim til hamingju með nýtt hlutverk!