Vinnudagur á ÚSÚ fyrir landsmót

Laugardaginn næstkomandi (6.júlí) ætlum við að byrja tjalda undirbúninginn á landsmóti og ætlum við að setja upp 2 tjöld ásamt sviðinu. Við óskum eftir hressu og skemmtilegu fólki til að koma að hjálpa okkur og taka þátt í undirbúningnum fyrir mótið. Einnig verður nóg af minni verkefnum tengd dagskrármálum og Úlfljótsvatni í boði fyrir þau sem vilja. Við hvetjum ykkur til að nýta tækifærið og koma í útilegu yfir helgina á Úlfljótsvatn.
Mótstjórn mætir á föstudaginn en aðal vinnan fer fram á laugardegi.
Vinsamlegast látið Benedikt Þorgilsson vita hér eða í facebook skilaboðum, ef þið mætið svo hægt sé að áætla matarmál, en ÚSÚ mun elda mat fyrir sjálfboðaliða.
Undirbúningur í fullum gangi

Vaskur hópur sjálfboðaliða og starfsfólks hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið hörðum höndum að því að fegra og betrumbæta Úlfljótsvatn svo hægt sé að taka á móti þeim fjölda skáta sem leggja leið sína á Landsmót skáta 12. - 19. júlí.
Hvort sem það hefur verið að mála hús, moka fyrir lögnum, hreinsa beð eða eitthvað allt annað þá hefur fólk gert það með bros á vör. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá vinnunni.





Einnig hefur stór hópur fólks unnið að því að flokka safngripi Skátasafnsins um leið og húsnæði þess hefur verið betrumbætt. Skátasafnið mun opna dyr sínar aftur fyrir Landsmót!



Búnaðartilboð fyrir Landsmót í Skátabúðinni

Vertu klár með rétta búnaðinn fyrir Landsmót Skáta í sumar, og öll þín framtíðar ævintýri!
Í skátabúðinni getur þú fundið útivistarmerkið Asivik, hannað af skátum, fyrir skáta, og er nýtt vörumerki á Íslandi og er samstarf Skátabúðarinnar og Spejdersport í Danmörku.
Til að festa kaup á vörunum, þá sendir þú okkur tölvupóst með vörunum sem þú vilt kaupa. Við söfnum í pöntun og sendum út alla fimmtudaga, og varan er tilbúin til afhendingar 5-7 virka daga eftir útsenda pöntun.
Öll velkomin í Hraunbæ til að skoða vörur!
Vörur á tilboði
Asivik Ultralight 5.0 regular

Hefðbundin, létt og þæginleg uppblásanleg dýna.
Tilvalin í allar útilegur
R-Gildi (einangrunargeta) 3.5
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 15.990.- Tilboðsverð 13.990.-
Asivik Explore Large

Mjög létt og fyrirferðalítil uppblásanleg dýna. Einangrar vel. Dýna fyrir lengra komin.
R-Gildi (einangrunargeta) 5.0
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 28.990.- Tilboðsverð 24.990.-
Asivik Explorer 3S (-2.7) svefnpoki

Léttur, mjúkur og þæginlegur svefnpoki sem hentar vel bæði í tjald og skálaferðir.
Kemur í 3 lengdum.
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 24.990.- Tilboðsverð 19.990.-
Asivik Hiker bakpoki

Flottur og stillanlegur 60L bakpoki sem hentar vel fólki frá 150cm hæð til 185cm.
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 17.990.- Tilboðsverð 15.990.-
Asivik Travel duffel (70L)

Flottur og vatnsheldur duffel sem hægt er að hengja á öxl og bera á baki. Slitsterkt efni og rennilás.
Fáanlegur í bláum og svörtum lit
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 16.990.- Tilboðsverð 14.990.-
Asivik Wilderness 3ja persónu tjald

Rúmgott og létt tjald. Fer lítið fyrir og auðvelt að tjalda.
Vatnsþéttni: 2.000mm á himni og 3.000mm á botni
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 37.990.- Tilboðsverð 31.990.-
Asivik Wilderness 3ja persónu tjald

Flott og rúmgott tjald. Gott rými í fortjaldi fyrir töskur og búnað. Hægt að kaupa footprint með.
Vatnsþéttni: 2.000mm á himni og 3.000mm á botni.
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 51.990.- Tilboðsverð 44.990.-
Asivik Explorer 3 - 3ja persónu tjald

Frábært, fislétt og rúmgott tjald . Opnanlegir gluggar í báðum endum til að auðvelda loftflæði.
Vatnsþéttni: 2.000mm á himni og 3.000mm á botni
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 94.990.- Tilboðsverð 79.990.-
Asivik Wool Crewneck, Junior ullarnærföt

Frábært, hágæða ullarnærföt úr 100% Merino ull. Einn mikilvægasti búnaður í alla útiveru. Ull er gull!
Barnastærðir: 115, 128, 140, 152, 164
Ítarupplýsingar Barnabolir / Barnabuxur af heimasíðu Spejdersport
Barnastærðir bolir - Fullt verð 7.495.- Tilboðsverð 5.990.-
Barnastærðir buxur - Fullt verð 7.495.- Tilboðsverð 5.990.-
Asivik Explorer Merinould Crew neck, Fulllorðins



Frábært, hágæða ullarnærföt úr 100% Merino ull. Einn mikilvægasti búnaður í alla útiveru. Ull er gull!
Karlasnið: S, M, L, XL, XXL
Kvennasnið: S, M, L, XL, XXL
Ítarupplýsingar Karlabolir / Karlabuxur / Kvennabolir / Kvennabuxur af heimasíðu Spejdersport
Fullorðinsstærðir bolir - Fullt verð 14.495.- Tilboðsverð 11.990.-
Fullorðinssstærðir buxur - Fullt verð 14.495.- Tilboðsverð 11.990.-

